Seltjarnarneskirkja 13. nóvember 2022
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Saga kvöldsins er um sálmasönginn í húsi Guðs og úti í grænu grasinu. Það var einu sinni þegar fólk Guðs var búið að búa í nokkur hundruð ár í landinu sínu að vondur kóngur að austan kom og tók þau höndum, eyðilagði musterið og múrana kringum Jerúsalem og flutti þau langt í burtu þar sem hann átti heima, Þau sátu við fljótið og grétu og seinna sungu þau sálminn sem við heyrðum áðan: Við Babýlonsfljót sátum við og grétum. Hvernig áttum við að syngja Guði ljóð í öðru landi? Næsti kafli Biblíunnar er um það þegar Guð leiddi þau aftur heim. Til að gera langa sögu stutta þá byggðu þau aftur upp musterið og múrana og þegar það var búið var haldin undursamleg hátíð. Það er tekið fram að hún var ekki bara fyrir mennina heldur líka fyrir konurnar og börnin. Og tveir miklir kórar komu syngjandi sitt úr hvorri áttinni og gengu upp á múrana og mættust þar og sungu.
Þriðju kaflinn er um Jesúm sem söng með fólkinu sínu. Í síðustu kvöldmáltíðinni lauk kann máltíðinni með að syngja lofsönginn áður en hann gekk út í Getsemane og var hadtekin og krossfestur.
Hann stofnaði kirkjuna og hún breiddist út með miklum hraða og fólkið kom saman í söfnuðunum sínum og söng sálma. Þau átti heila sálmabók, Davíðssálmana í Gamla testmentinu. Syngið saman, syngið sálmana sem styrkja ykkur og blessa í yndislegri trú ykkar á Jesúm frelsara ykkar. Það stendur aftur og aftur i bréfunum sem söfnuðirnir fengu frá. postulunum., konunum og mönnunum sem sífellt heimsóttu söfnuðina og skrifuðu þeim bréf. Syngið sálma, skrifuðu þau, syngið sálma til að styrkja og gleðja trú ykkar.
Þetta stendur í Postulalsögunni sem við […]