Prédikun Auðar Eir í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Predikun í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Ég var að hugsa um að tala um fullveldð og umræður þessara daga.  Bara eitt í umræðunni.  Bara eitt.  Við getum talað saman um þetta allt og við erum áreiðanlega sammála um margt og ósammála um annað.  Það er svo prýðilegt eins og  ævinlega að víkka sjónarmiðin.

Eg ætla að tala um umtalið um okkar eigin persónulega fullveldi.  Það er talað aftur og aftur um þjóðkjörið fólk sem sé meira en við venjulegar ókjörnar manneskjurnar.  Ég held ekki að það sé rétt.

Við skiptumst ekki í tvo flokka.  Við erum öll þjóðkjörin og fullvalda og berum öll ábyrgð á fullveldi okkar.  Það er alveg satt að margt fólk, þjóðkjörið og ráðiið til starfa þarf að taka ákvarðinar um margt sem við hin þurfum ekki.  Þau þurfa að koma fram þar sem við þurfum ekki að vera og lýsa yfir skoðunum sem við þurfum ekki.  En ábyrgðin sem þau bera er ábyrgð okkar allra.

Þegar þeim tekst vel er það af því að okkur tekst vel í því að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda þjóð.  Þau eru hluti af okkur öllum í kringum sig.

Það verða alltaf deilur um ákvarðanir og framkvæmdir. Það var deilt um ákvörðunina um fullveldið 1918.  Og um lýðveldið 1944.  Og um Atlandshafsbandalagið og um Evrópusambandið.  Það er sífellt deilt um launakjör.  Og um velferðarmál og um skólamál.  Við gefumst stundum upp á að hafa einbeittar skoðanir á þessu öllu og felum það fólkinu sem hefur fallist á að hafa skoðanir og framkvæmdir.  Sumum treystii ég og öðrum treystir þú.  Þetta er svo alvanalegt eins og maðurinn á Akranesi sagði alltaf.

En við erum öll fullvalda og jafn fullvalda og þau sem við kusum eða treystum.  Þau mótast af skoðunum okkar […]

Gleðin – Prédikun flutt í Breiðholtskirkju 18. nóvember 2018

Gleðin predikun í Breiðholtskirkju 18.11.18, Neh.8:1-12

Bæn:  Elsku Guð, þakka þér fyrir að þú frelsar okkur, þakka þér fyrir gleði þína. Við biðjum þig um að gefa okkur fullt af gleði í frelsinu.  Í Jesú nafni.  Amen.

Náð sé með yður og friður frá Guði.

Ég ætla að gera gleðina að umtalsefni.  Og ekki bara einhverja gleði heldur gleði Guðs.  Í Esekíel segir að gleði Guðs sé styrkur okkar.  Það er bara ekkert annað!  Ég er viss um að við hefðum getað talið upp flest annað sem væri styrkur okkar en gleðin t.d. hvað við erum skemmtilegar, skrifum vel, færar í fótbolta eða hverjir allir þessir eiginleikar og hæfileikar eru nú.  Því hefur verið haldið fram að við Lútheranar séum nú ekki svo glaðleg, þar sem við höfum víst tilhneigingu til að hanga meira í syndinni frekar en að lifa frelsinu.  Líklegast er eitthvað til í því.  Sjaldan er gleðin er hafin upp til vegs og virðingar í kirkjunni og er ein ástæðan sú að fólkið í söfnuðunum er á mismunandi stað í lífinu og alltaf eru einhverjir sem syrgja og eiga erfitt og á þeim tímapunkti erum við e.t.v. ekki tilbúin í gleðiumræðu.  Ég man þó til þess að gleðin hafi verið gerð af áhersluefni eitt árið innan kirkjunnar.

En gleðin kemur víða við í Biblíunni.  Og áhugavert finnst mér að sjá í Biblíunni að á gleðitímum brustu konur í gleðidans eins og t.d. spákonan Miriam.  Dans kemur víða við í Biblíunni og dans hefur sinn tíma.  Maður les jafnvel að karlar hafi dansað með miklum tilþrifum.  Við ættum ef til vill oftar að bresta í dans líkt og konurnar í Biblíunni því dansinn getur verið bæði tákn gleði og frelsis.  Já að lifa frelsinu sem Guð gefur […]

Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. október 2018 – Auður Eir

Pédikun í Seltjarnarneskirkja 21. október 2018. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti

Við erum að tala um sjálfstraustið þessa dagana í Kvennakirkjunni.  Auðvitað erum við alltaf að tala um sjálfstraustið því við erum sammála um að kristin trú boði okkur að við eigum að hafa trú á sjálfum okkur.  Guð þarf á því að halda að við  treystum sjálfum okkur.  Af því að hún þarf á okkur að halda í baráttu sinni fyrir heiminum sem hún skapaði og á og elskar.  Og af því að hún elskar okkur og vill okkur allt það besta.  Hún vill að okkur líði vel.  Treystum Guði svo að við treystum sjálfum okkur,  öðrum og lífinu segjum við í kvennaguðfræði okkar.

Ég kem með þessa þrjá poka sem ég set á mitt gólfið.  Þeir eru fullir af sjálfstrausti.  Í þessum fyrsta er þetta brothætta glas og litli rauði klúturinn sem er einn af þeim sem við gáfum hver annarri í einni messunni til að fara heim með og minna okkur á litríka gleði kristinnar trúar.  Þetta er til að segja okkur að það er betra að eiga mjúkt sjálfstraust sem réttir úr sér þegar það  bögglast heldur en að eiga glerfínt sjálfstraust sem brotnar þegar það  verður fyrir áfalli.

Í miðpokanum eru uppástungur um það hvað ræðst á sjálfstraust okkar aftur og aftur.  Mér finnst ég pödduleg þegar  ég rifja upp mínar hugsanir um það.  En ég ætla samt að gera það.  Það er tilfinning fyrir því að annað fólk sé flottara en ég.  Skelfilega pöddulegt.  Og að mér hafi mistekist svo svakalega margt.  Hvort tveggja er alveg satt.  Þó það nú væri.  Margt fólk stendur mér auðvitað miklu miklu framar og mér hefur mistekist ýmislegt.   Það er satt en ekki gagnlegt að […]

Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaði

Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaðiþ

Náð sé með yður og friður frá Guði.  Amen.

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur skemmtisögu:

Ég sat á hjóli í ræktinni og hreyfði mig ekki.  Sat bara og hélt í stýrið og horfði fram fyrir mig.

Karl sem var líka í ræktinni, fannst þetta furðulegt að ég skyldi ekki hjóla fyrst ég var komin á hjólið.

Hann spurði af forvitni:  ”Af hverju situr þú á hjólinu og hjólar ekkert?”

”Ég er að fara niður brekku, viltu far?”

Já það er gott að taka lífið ekki of alvarlega og geta slegið á létta strengi, já að geta staldrað við og einnig að geta leikið sér.

Ég vona að þið hafið komið vel undan sumri andlega, þrátt fyrir dumbungsveðrið.  Það er blessun hvað haustið hefur verið gott þó nú sé farið að kólna all hressilega.  Við höfum fengið að njóta nú í haust litadýrð blómanna sem hafa glatt augað og fjöllin hafa birst okkur í allri sinni fegurð.

Veðurfarið hefur áhrif á okkur.  Lítil sól getur leitt til d-vitamíns skorts og drunga í sinni.  Ég hef tekið eftir því í prestsstarfinu að sólarlítil sumur hafa leitt til aukins þunga og andlegrar vanlíðan um veturinn.  En þá er um að gera að bæta sér sólarleysið upp með d-vitamíni og jafnvel bregða sér til sólarlanda.  Því við þörfnumst birtu og yls bæði hið ytra sem innra og að hafa lífið í litum – það gleður sinnið.  Svo er nú magnesíumið gott m.a. fyrir geðið.  En við erum ólík mannanna börn og sum hafa nóg af vítamínum meðan önnur þurfa að bæta sér upp skort.  Það er sláandi til þess að vita að um 33%  fólks í heiminum líður næringarskort (offita er meðtalin). Ekkert […]

Prédikun Huldu Hrönn M Helgadóttur í innsetningu í Hallgrímskirkju

Prédikun Huldu Hrönn M Helgdóttur ,,Gestrisni og samstaða“ út frá texta Rómverjabréfs 12.13 í innsetningarmessu hennar til Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju 18. mars 2018

Náð sé með ykkur og friður frá Guði.

Það er ánægjulegt að koma til Kvennakirkjunnar og fá að þjóna hér saman meðal skapandi kvenna sem stunda kvennaguðfræði.  Það er spennandi og skemmtilegt að iðka þau fræði saman og opna glugga fyrir straumum Heilagrar andar sem endurnýjar, lífgar og blessar.

Í dag ætla ég að tala við ykkur um gestrisni og samstöðu.  Það hefur verið sagt að þetta séu ein helstu einkenni kristins fólks.  En tímarnir breytast og mennirnir með og nú er tekist á um það hversu gestrisin við eigum að vera og hversu mikil samstaða okkar eigi að vera.

Í Biblíunni erum við hvött til að sýna gestrisni.  Í Rómverjabréfinu segir:  „Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.“ (Róm.12:13)

Gestrisnin hefur margar hliðar.   Hún hefur haft þrönga skilgreiningu sbr. þegar þú tekur á móti einhverjum heima hjá þér eða býður einhverjum heim til þín að borða.  En við þurfum að skilgreina gestrisni víðar,  því hún er svo mikið meira, því hún er einnig innri gestrisni, sem kemur frá hjarta þínu.  Hvernig sýnir þú þína innri gestrisni?  Ert þú t.d. gestrisin gagnvart þeim sem eiga erfitt  eða þeim sem ganga þér við hlið í daglega lífinu?

Gestrisni er vinsemd, hún er að deila hvert með öðru, og nú á dögum eigum við víst erfitt með það segja þau sem vinna í kærleiksþjónustunni:   Gestrisni er það hvernig við tengjumst hvert öðru í því samfélagi sem lifum og hrærumst í.  Gestrisni felur í sér virðingu gagnvart hvort öðru, þótt við séum ólík innbyrðis,  og viðurkenna ófullkomleika okkar sjálfra og annarra.  Gestrisni er að opna hjörtu okkar og dyr fyrir þeim […]

Prédikun í Kvennakirkjunni í Seltjarnarneskirkju janúar 2018

Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru

orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag

Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.

Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.

En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.

Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:

Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.

Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.

Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára […]