Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember 2017í Háteigskirkju.

Uppi á bláum boga, bjartar stjörnur glitra

Norðurljósin loga, leiftra, iða, titra

Jólaklukkur klingja, hvíta foldu yfir.

Hátíð inn þær hringja, hans sem dó en lifir. (AGJ)

 

Já jólahátíðinni hefur verið hringt inn. Steikinn er kólnuð, skrjáfið í umbúðapappírnum þagnað, kertin eru brunnin upp. Andrúmsloftið breytt. Eftir annasaman aðdraganda hefur helg og heilög kyrrð jólanna smám saman færst yfir. Henni fylgir ró, friðsæld, kannski tilfinning um að nú sé allt nokkurn veginn eins og það á að vera, eins og það ætti að vera – og hvert okkar vildi ekki halda í þessa tilfinningu eins lengi og við mögulega gætum – að allt yrði áfram svolítið fullkomið, afslappað, fyrirhafnarlaust, pínu himneskt.

En hvað er hún þessi upplifun sem við skynjum á jólum, upplifuna af að geta dregið djúp að sér andann og fundið ró, helgan frið og sanna gleði í hjartanu? Er hún kannski feginleiki yfir að aðdragandi jólanna sé loksins búin eða skynjum við að hún snúist um eitthvað meira og risti dýpra, snúist um einhvers konar leyndardóm – eitthvað sem er heilagt.

Hvað með þennan umtalaða dreng sem fæðist aftur og aftur og hefur breytt heiminu.

Komdu, Við skulum krjúpa saman við jötuna.  Hvað sjáum við?

Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn. Því fylgir undrun og lotning  yfir lífinu og skapara þess. Undrun og lotning yfir einhverju sem við náum ekki alveg utanum en skynjum að er mikilvægara en allt annað.

Og Þarna liggur hann, Jesús sjálfur og ilmar eins og ungabarn þrátt fyrir óþefinn í fjárhúsinu allt í kring. Það skín frá honum helg og hlý birtann þrátt fyrir myrkrið allt í kring.

Það var ekki pláss fyrir hann, ófæddann þetta fyrsta kvöld í gistihúsinu. […]

Prédikun í Kvennakirkjunni í nóvember 2016

Prédikun í Kvennakirkjunni í NÓVEMBER  2016 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Á kvennaárinu mikla, 2015 sá ég áhrifamikla leiksýningu í heimabæ mínum Mosfellsbæ. Það var Leikfélag Mosfellsbæjar sem setti upp þessa metnaðarfullu sýningu sem hét Mæður Íslands. Leikara hópurinn hafi skapað verkið  í samvinnu við leikstjóran og það fjallaði um veruleika íslenksra kvenna á einlægan og ögrandi hátt.

Mér er sérstaklega minnistæð ein senan þar sem leikararnir, konur á öllum aldri, stilltu sér upp í hálfhring, snéru andlitum sínum að áhorfendum og stóðu þöglar um stund. Svo byrjaði sú fyrsta; Ég hefði ekki átt að gera þetta svona. Svo kom löng þögn. Önnur kona, allt annarsstaðar í röðinni hóf þá upp rausn sína og sagði ; ohh, það er svo ömurlegt á mér hárið. Sú þriðja, hvað ég er vitlaus? Síðan héldu þær áfram hver af annarri með stuttar, hnitmiðaðar setningar. Ég man gæsahúðina sem hríðslaðist upp eftir bakinu á mér þegar ég gerði mér grein fyrir hvað var að gerast. Þær voru að túlka samtölin sem við eigum innra með okkur, við okkur sjálf. Þegar við drögum okkur niður og teljum sjálfum okkur trú um að við séum ekki nógu hitt eða þetta.

Og ég hugsaði, Vá ég sem hélt þetta væri bara ég ! hvert stefnum við vesalings mannfólkið, er það virkilega svona sem við tölum til okkar sjálfra á Íslandi í dag, eru þetta áhrifin sem við höfum hvort á annað á 21 öldinni… heimur versnandi fer, ekki satt?

Í haust, ári seinna hef ég svo setið námskeið í Lágafellskirkju um hugrekki. Það er byggt á rannsóknum konu sem heitir Brené Brown og er prófessor við háskóla í Houston. Hún hefur síðasta áratuginn rannsakað skömm og hugrekki, berskjöldun og verðugleika og tekið viðtöl við tugþúsundir fólks […]

Prédikun úr guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Auður Eir Vilhjálmsdóttir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

sunnudaginn 16. október 2016

 

Við erum að tala um kvíðann á námskeiðinu okkar og tölum líka um hann í kvöld.

Við höfum sagt margt um kvíðann.  Við höfum sagt að okkur finnst hann vera búnt af ýmsum tilfinningum og helst sektarkenndinni en líka einsemdinni og reiðinni og streitunni og ýmsu fleiru.

Kvíðinn er hluti af öllu hinu sem er öðru vísi en það á að vera.  Það tilheyrir böli heimsins.  Og hvað er  eiginlega böl heimsins?

Rétt um 500 árum fyrir Krist voru miklar hugmyndir í gangi á mörgum stöðum í heiminum.  Alveg eins og fyrr og síðar hafa miklar  hugmyndir orðið til á sama tíma á ýmsum stöðum.  Eins og kvennaguðfræðin.  500 árum fyrir Krist var Sókrates í Grikklandi og Búdda í Indlandi og í Kína voru Lao Tse og Konfúsíus.

Sókrates sagði að bölið væri fáfræðin og björgunin væri að hugsa skýrar.    Búdda sagði að það væri löngunin eftir einu og öðru og læknaðist með því að forðast langanir  og hugsa og tala fallega og hegða sér rétt.   Laó Tse sagði að það væri skortur okkar á sambandi við náttúruna og læknaðist með meira sambandi og dulúðugri íhugun.  En Konfúsíus sagði að við ættum bara að  vera raunsæ og sjá að svona væri nú lífið og við skyldum skella okkur í að taka þátt í því og bæta það.   Hann sagði að þegar liði á lífið yrði alltaf fleira sem við vildum að hefði verið öðru vísi og við skyldum horfast í augu við það og drífa okkur svo út úr þeim hugsunum.

Svo kom Jesús 500 árum seinna.  Hvað sagði hann?  Hann sagði að bölið væri syndin og björgunin væri hann sjálfur.   Vertu í mér eins og […]

Prédikun í Grensáskirkju í september 2016 – Auður Eir

Við ætlum að tala um kvíðann og það er upphafið að námskeiðunum sem við höldum til jóla og kannski í allan heila vetur.  Við sjáum bara til.

Ég ætla að setja upp ræðustíl sem er þrisvar sinnum þrisvar, aðallega bara að gamni og líka til að hafa þetta skýrt og klárt.  Það verða þrjár línur með þremur atriðum hver.

Fyrstar lína:

Það var sagt á síðustu öld að kvíðinn yrði aðaleinkenni þessarar aldar.  Og það varð.  Kvíðinn er svo yfirþyrmandi að fólk verður örmagna og öryrkjar af djúpum og þungum kvíða sem það ræður ekki við.

En kvíðinn hefur verið einkenni allra alda.  Við sjáum það á því hvernig Biblían talar um kvíðann.  Þar er sífellt sagt:  Óttastu ekki.  Ekki vera hrædd.  Það er af því að fólk var kvíðið. Fólk hefur verið kvíðið öld eftir öld.

  Það er gott fyrir okkur að sjá að kvíðinn er hluti af veröldinni og það er ekkert nýtt.  Það er ekkert óeðlilegt að við kvíðum sjálfar mikið eða lítið.

Önnur lína:

Það er áreiðanlega gagnlegt fyrir okkur að athuga okkar eigin kvíða.  Hvers vegna skyldum vð vera svona kvíðnar?  Kannski kvíðum við af því að við erum  bara kvíðnar týpur eins og ein okkar segir.  Kannski erum við af kvíðnu fólki.  Það er ekki ólíklegt að sumar okkar kvíði meira en aðrar og líka að stundum kvíðum við sjálfar meira  á einum tím e  öðrum.

Ég held að það séu aðallega tveir flokkar af kvíða sem við glímum við:  Annar er að kvíða fyrir einhverju sérstöku, eins og vinkona okkar kveið fyrir að eiga að mæta á ættarmót með sallat fyrir sextíu manns.  Þegar ættarmótið var búið var kvíðinn það líka.  Hitt er að kvíða fyrir einhverju sem við vitum ekki hvað er.  Ég held […]

Ræða Auðar Eir á guðþjónustu 19. júní 2016

Auður Eir Vilhjálmsdóttir   Guðþjónusta við Kjarvalsstaði 19. júní 2016 kl. 20

Ymdislega fólk.  Til hamingju með daginn og frelsið.  Við heyrðum ritningarlestur um frelsið og ætlum að halda áfram að tala um það.  Við skulum tala um frelsið til að vera til og njóta lífsins.

Og þá ætla ég að segja ykkur sögu.  Það var sunnudagar og ekki messa hjá okkur en ég sá auglýst að það yrðu fyrirlestrar í Hannesarholti.  Klukkan var næstum fjögur svo ég rauk af stað, lagði bílnum í Miðstrætinu og skundaði upp Skálholtsstíginn.  ÉG sá mér til furðu að fyrirlestrarnir voru niðri og fullt veitingum úti og inni og ég hugsað:  Enn flott og gekk inn.  Það var fullt af fólki en engir fyrirlestra byrjaðir og ég settist við borð.   Þá kom vingjarnlegur maður og sagði að ég ætlaði líklega að vera uppi þvi þetta væri fermingaraveisla.  Ég fór bara upp og þar var allt byrjað og þéttsetið og ég sá bara einn stól lausan við eitt kringlótta borðið og settist þar hjá viingjjarnlegri konu.sem ér þótti ég hafa séð áður.  Svo fann ég að einhver stóð fyrr aftur mig  og leit upp:  Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að setja hjá konu sinni, á stólinn þar sem ég sat.

Nema bara að þetta er allt saman lygi, allt saman skraddaralygi, skradd skradd skraddaralygi, já, allt saman haugalygi.

Mér dytti ekki i hug að vera að bjóða ykkur upp á svoddan lygi ef ég væri ekki handviss um að þið skrökvið líka.  Þið skrökvið ótal sinnum að sjálfum ykkur.  Öllu mögulegu um það hvað þið gerið miklar endemis vitleysur og getið verið alveg út í blátinn.  Þið skröfkvið að ykkur um það hvað þið sögðuð og gerðuð í gær og fyrir 50 árum og hafið aldrei […]

Það voru konur ! Prédikun flutt í Grensáskirkju 13. mars 2016

Prédikun Arndísar Linn flutt í Grensáskirkju, 13. mars 2016
Markúsarguðspjall 15 kafli 33 – 40

33Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns. 

34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35Nokkrir þeirra er hjá stóðu heyrðu þetta og sögðu: „Heyrið, hann kallar á Elía!“ 36Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: „Látum sjá hvort Elía kemur að taka hann ofan.“
37En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá og allt niður úr.
39Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“
40Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme. 41Þær höfðu fylgt honum og þjónað er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
Kæru vitni

Já ég segi kæru vitni – því hér áðan urðuð þið vitni að krossfestingu Jesú þegar ______________las úr lokum Markúsargupsjalls.

Helsta hátíð kristinna manna er rétt handan við hornið. Dymbilvikan hefst á Pálmasunnudag eftir viku og á hverju ári rifjum við upp þessa örlagaríku sögu. Grundvöll trúarinnar. Söguna af því hvernig Jesú var fagnað og hann hyltur þegar hann reið á Asna inní Jerúsalem. Hvernig hann kallaði lærisveina sína saman til síðustu kvöldmáltíðarinnar og þvoði fætur þeirra. Hvernig hann var svikinn. Við rifjum upp hvernig vikan endaði með handtöku, húðstrýkingu, og krossfestingu.

Við urðum vitni að því áðan hvernig Jesús gaf upp andan. Myrkur grúfði yfir öllu, fortjald musterisins rifnaði og til hliðar stóðu vitnin, einu raunverulegu vitnin sem sagt er frá. – […]

Misbeiting valds og leið Guðs – Prédikun Arndísar Linn 17. janúar í Kirkju Óháða Safnaðarins

Prédikun Arndísar Linn flutt 17. janúar í Kvennakirkjunni. (Einnig flutt í Lágafellskirkju 3. janúar)
Guðspjall: Matt 2.16-21
Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“
Milli jóla og nýars var nýtt lag í efsta sæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar. Lagið sem heitir 18 konur er með Bubba Morthens og er af samnefndri plötu. Titillinn vísar til þess að 18 konum var drekkt í dreykkingarhyl á Þingvöllum á 17. Og 18. öld. Lagið er fallegt og grípandi – textinn áleitinn. Bubbi yrkir um konurnar sem öllum var drekkt í hylnum vegna skírlífsbrota og hórdóms.

Í texta lagsins segir meðal annars:

Konum sem áttu sér enga vörn

var drekkt fyrir það eitt að eignast börn

ég starði ofaní ólguna og sá

andlit kvennanna fljóta hjá.

Ég nam í vindinum kvennana vein

kannski í dýpinu eru þeirra bein.

Nafnið var Þórdís sem fyrst hér fór

í svelgin meðan ýlfraði prestanna kór.

Eins og Bubba einum er lagið tekst honum að segja þessa sögu á áhrifaríkan og beinskeittan hátt. Og hann vandar prestum og kirkju þess tíma ekki kveðjurnar. Kannski er hann að færa aðeins í stílinn – engar frásagnir eru til  en staðreyndirnar eru engu á síður á hreinu. 18 Konum var drekkt. Og jafnvel þó dómsvaldið í siðferðismálum hafi […]