Prédikun Auðar Eir í 30 ára afmælismessu

Prédikun Auðar Eir í Neskirkju í 30 ára afmælismessu Kvennakirkjunnar.

Við erum búnar að fara yfir söguna.  Hún heldur áfram og hvað skyldi bíða okkar?  

Það  hefur margt breyst í heiminum á 30 árum og líka hjá okkur.  En sumt er eins í verlöldinni og líka hjá okkur.  Við höldum áfram að vera margar.  Við höldum áfram að tilheyra hver annarri af því að við tilheyrum Guði.  Við  biðjum hver fyrir annarri,  bjóðum hver annarri í messu og samverustundir.  Við höldum áfram að lesa Biblíuna og syngja og tala saman og finna að vinátta okkar gefur okkur öryggi og gleði með öðru fólki.  

 Við höldum áfram að  tilheyra menningunni í kringum okkur,  margvíslegri góðri menningu sem á rætur í  styrk og gleði kristinnar trúar .   Eitthvað í i menningunni er farið að fara aðra vegi og  kærir sig minna og minna um kristna trú og meira og meira um ræktina og hollustuna, jóga og hugleiðslu og hópana og  listina, allt eftir þeim hugmyndum að það sé einmitt í þessu sem við finnum það besta í sjálfum okkur.

Það er margt í þessum sem styrkir okkur og gleður.    En ég býst ekki við að neinar okkar hafi nokkuð af þessu sem grundvöll lífsins.  Við höfum auðvitað allar okkar eigin hugmyndir um þetta eins og allt annað.   Við ráðum allar hvað við hugsum, segjum við.  Við hugsum allar það sem við viljum.   En við  vitum um leið og við segjum það að það gerum við reyndar ekki alveg.  Við hugsum meira og minna það sem berst að okkur.   Við sjáum af sögu aldanna að það var alltaf svona.  Það komu alltaf bylgjur nýrra hugmynda sem mótuðu nýjar kynslóðir.  Með vondum og góðum hugmyndum.   

Kvennaguðfræðin […]

Prédikun í Seltjarnarneskirkju í nóvember 2022

Seltjarnarneskirkja 13. nóvember 2022

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Saga kvöldsins er um sálmasönginn í húsi Guðs og úti í grænu grasinu.  Það var einu sinni þegar fólk Guðs var búið að búa í nokkur hundruð ár í landinu sínu að vondur kóngur að austan kom og tók þau höndum, eyðilagði musterið og múrana kringum Jerúsalem og flutti þau langt í burtu þar sem hann átti heima,  Þau sátu við fljótið og grétu og seinna sungu þau sálminn sem við heyrðum áðan:  Við Babýlonsfljót sátum við og grétum.  Hvernig áttum við að syngja Guði ljóð í öðru landi?  Næsti kafli Biblíunnar er um það þegar Guð leiddi þau aftur heim.  Til að gera langa sögu stutta þá byggðu þau aftur upp musterið og múrana og þegar það var búið var haldin undursamleg hátíð.  Það er tekið fram að hún var ekki bara fyrir mennina heldur líka fyrir konurnar og börnin.  Og tveir miklir kórar komu syngjandi sitt úr hvorri áttinni og gengu upp á múrana og mættust þar og sungu.   

Þriðju kaflinn er um Jesúm sem söng með fólkinu sínu.  Í síðustu kvöldmáltíðinni lauk kann máltíðinni með að syngja lofsönginn áður en hann gekk út í Getsemane og var hadtekin og krossfestur.  

Hann stofnaði kirkjuna og hún breiddist út með miklum hraða og fólkið kom saman í söfnuðunum sínum og söng sálma.  Þau átti heila sálmabók, Davíðssálmana í Gamla testmentinu.  Syngið saman, syngið sálmana sem styrkja ykkur og blessa í yndislegri trú ykkar á Jesúm frelsara ykkar.  Það stendur aftur og aftur i bréfunum sem söfnuðirnir fengu frá. postulunum., konunum og mönnunum sem sífellt heimsóttu söfnuðina og skrifuðu þeim bréf.  Syngið sálma, skrifuðu þau,  syngið sálma til að styrkja og gleðja trú ykkar.

Þetta stendur í Postulalsögunni sem við […]

Prédikun Auðar Eir 11. september í Hallgrímskirkju

Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Predikun í messu Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju
sunnudagskvöldið 11. september 2022

Við ætlum að tala um heilagan anda í kvöld.  Af því að við byrjum á morgun að lesa Postulasöguna í mánudagstímunum okkar og hún er öll um heilagan anda.  Hún byrjar á því að segja frá því þegar niðurbrotið fólk Jesú beið í Jerúsalem eftir því að hann segði þeim hvað þau ættu að gera.  Hann hafði sagt þeim að bíða.  Ég skal segja ykkur hvað þið eigið að gera.

Hann sagði þeim það.  Þið skuluð fara og segja öllum sem þið hittið að ég elski þau og hafi skapað þau og þau eigi í mér allt sem þau þrá í rauninni.  Líka þótt þau geri sér ekki grein fyrir því.  Þau fóru og það varð alveg eins og hann hafði sagt.   Þau byrjuðu  í Jerúsalem  en fóru svo til annarra borga og til útlanda, handviss um að heilagur andi leiddi þau.

Hvað segjum við?  Hvað segjum við um heilagan anda í okkar eigin lífi?  

Við segjum að heilagur andi leiði okkur líka og við heyrum hann tala við okkur.  

Hvernig heyrum við hann tala?  Við höfum sagt hver annarri frá því.  Ein okkar sagði að hún heyrði hvernig Guð hlustaði á bænir hennar og hvernig hún fyndi gleði og frið af því að vita það.  Og líka þegar það sem ég bið um verður ekki.  Líka þegar djúp sorgin fyllir hjarta mitt og söknuðurinn umlykur mig.  Líka þá heyri ég Guð tala við mig.  Hún segir mér að allt sé í  sinni hendi þótt ég skilji það ekki.

 

Elsku vinkonur, er það er dásamlegt að heyra vinkonu okkar segja þetta?  Að hún viti að Guð sé hjá sér þótt hún hafi ekki svarað bænum hennar eins […]

Prédikun sr. Auðar Eir 19. júní í sölum Kvennakirkjunnar

Það er ein spurning sem við spyrjum sjálfar okkur núna.  Finnst þér þú berjast?

Þetta er nefnilega baráttudagur sjálfra okkar og hluti af baráttudögum allra kvenna heimsins.
Frelsi okkar kostaði mikla baráttu.  Við ætlum bara að minnast á einn þáttinn núna.  Við stöndum á Bríetartorgi sem heitir eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.  Hún bjó um tíma hérna í gula húsinu hinu megin við götuna.  Þá bjó Hannes Hafstein líka þar og hann hvatti hana til að láta til sín taka í kvenréttindum.

 Og seinna bjó hún með manni sínum Valdimar Ásmundssyni ritstjóra innar í götunni í Þingholtsstræti 18, beint á mólti húsi okkar en það er búið að rífa númer 18.  Þar  stofnaði Bríet Kvenréttindafélagið árið 1907 með 14 öðrum konum.   Ein af þeim var amma mín, Þórunn K. P, í okkar húsi númer 17.  Hún bjó uppi og niðri erum við í sama anda hinna góðu baráttiu.

Þær börðust.  Þær börðust fyrir kosningarétti og fyrir stöðu giftra kvenna, fyrir menntun kvenna og fyrir verkakonum.  Styrkur þeirra var að þær komu allar frá heimilum þar sem sífellt var rætt um stjórnmál, þær voru í Reykjavíkurfjölskyldum sem þekktust og mátu hver aðra og þær áttu vináttu sín á milli, kunnu að skipuleggja og tala saman og vinna saman og treystu hver annarri.   Þær voru hugrakkar og einstakar. 

Og þá kemur spurningin aftur:  Finnst þér þú berjast?  Þegar við byrjuðum lýstum við starfinu með ýmsum orðum sem sýna góða baráttu okkar, messur, námskeið, bænastundir , söngæfingar, örþing, hugmyndatorg, sálgæsla, bókasafn, bókaútgáfa, ferðalög, erlent samstarf.

Við gerðum þetta allt og gerum það enn.  Við berjumst.  Tímar breytast og við berjumst öðru vísi en áður.  Færri koma og við breytum göngulaginu eftir því og kunnum eins og ekkert sé að breyta um takt.  Það er […]