Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25 desember 2017

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25. desember 2017 í Háteigskirkju. Sr. Arndís Linn prédikaði

Biðjum saman:

Ljúfi Jesús lýstu mér
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljósið frá þér
ljóma í sálum minni.

Amen

Ljós aðventunnar hafa smátt og smátt sprottið fram, úr endalausu myrkri síðustu vikurnar. Eitt og eitt hafa þau kviknað,  marglitu og glitrandi rafmagnsljósin sem ryðja burt þéttasta skammdeginu.  Smátt og smátt höfum við líka kveikt kertin á aðventukrönsunum okkar, sem á mörgum heimilum skipa stóran sess í undirbúningi og aðdraganda jólanna. Eftir því sem ljósunum fjölgar virðist vetrarmyrkrið hörfa og tilveran, verður örlítið bjartari.

En jólaljósin eru ekki einungis vanmáttug tilraun til að lýsa upp svartasta skammdegið. Þau eru tákn um hátíð ljóss og friðar.

Þau vísa til einhvers sem er meira og máttugra en allt það sem við fáum skilið í þessum heimi. Þau vísa til þess sem við heyrðum hér í Jóhannesarguðspjalli áðan, :

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki.

Hið sanna ljós sem guðspjallið talar um er Jesú, jólabarnið frá Betlehem, sem síðar í sama guðspjalli sagði um sjálfan sig ,,Ég er ljós heimsins“

Fyrir nokkrum árum starfaði ég í barnastarfi hér í  Lágafellskirkju og við kenndum yngstu börnunum að segja þessa tilvitnun úr Biblíunni með höndunum.  ,, Jesús sagði , Ég er ljós heimsins“  Stundum bættum við við og og kenndi nú börnunum að halda áfram og segja ,,Og við getum verið ljós fyrir Jesú“

Og börnin voru áhugasöm: ,,Hvernig ljós“ spurðu þau í einlægni? Hvernig get ég lýst fyrir jólabarnið? Þau réttu upp höndina eitt af öðru og vildu öll leggja sitt af mörkum til að lýsa fyrir litla barnið í jötunni.

Já hvað táknar þetta ljós sem er  […]

Prédikun sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni 9. september 2017

Prédikun sr. Arndísar Linn í Lágafellskirkju sunnudaginn 9. september 2017

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Það má segja að í guðspjalli dagsins séum við lent inní miðju samtali sem Jesús á við fólkið sem hafði fylgt honum og spurningin sem þeir spyrja er beinskeitt:

Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni.

Stundum eru vandamál okkar sem stöndum frammi fyrir textum Biblíunnar í dag ekki ósvipað vandamáli unglingsins sem á erfitt með að skilja ömmu sína. Orðin sem hún notar eru honum framandi því hann hefur hvergi rekist á þau í lífi sínu. Og orðatiltækin sem hún notar koma úr samfélagi sem er honum framandi jafnvel þótt það hafi verið við lýði fyrir svo örstuttu síðan. Þegar amma hvetur hann til að leggja ekki ára í bát kváir hann. Hann á fátt sammerkt með þeim kynslóðum aldanna sem börðust við strendur landsins til að draga björg í bú og framfleyta sínum nánustu. Fyrir rúmri öld eða svo gat það ráðir úrslitum um líf eða dauða að leggja árar í bát og hætta að róa. allNokkrum áratugum síðar ber það milda merkingu um að gefast ekki upp og kannski kemur það til með að verða merkingarlaust með öllu í framtíðinni. Hver veit?

Frammi fyrir texta dagsins gæti eitthvað svipað gerst – og gæti jafnvel að einhverju leiti þegar verið orðið. Kannski könnumst við einhver okkar við mannann í eyðimörkinni, (og nú ég er ekki að tala um þetta sem túristarnir skilja eftir sig) Manni var fæðan sem féll af himni og sem Guð bjargaði fólkinu sínu með í eyðimerkurgöngunni. Í eyðimerkurgöngunni þegar Ísraelsmenn voru leiddir af Móse út í eyðimörkina þar sem þeir dvöldust í 40 ár.  En kannski […]

Prédikun sr. Auðar Eir í Laugarneskirkju 12. mars 2017

Prédikun sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Laugarneskirkja 12. mars 2017

Guðþjónustan í kvöld er á tíma páskaföstunnar og kirkjan um víðfeðma veröldina sekkur sér niður í dagana sem leiddu til krossfestingarinnar.  Við gerum það líka.   Mitt í erlinum tökum við okkur tíma til að líta í kringum okkur og inn til sjálfra okkar.  Í kringum okkur sjáum við ýmislegt sem við vildum að væri þar ekki.  Það eru stríð og flóttafólk sem hrekst og þjáist.  Sjúkdómar og sorgir eru á næsta leyti eins og alltaf og þessi öld er öld kvíðans.  Við sjáum það sjálfar.  Við sjáum fólk bugast af kvíða fyrir lífinu og finnum sjálfar að við komumst ekki frá þessum sama kvíða þótt hann leggi okkur ekki að velli.

Hvers vegna er þetta svona?  Við heyrum sagt að heimurinn sé í rauninni bæði betri og viðráðanlegri.  Það er hægt að ráða við hann með andlegum og líkamlegum æfingum sem hafa verið stundaðar frá fornu fari og okkur standa til boða.   Við getum tekið okkur tíma til að líta inn í dýpstu fylgsni hugar okkar og ná jafnvægi sem læknar kvíða okkar.

Það er gott að heyra boðskap um möguleika.  Við þurfum að læra að nota möguleikana til að njóta lífsins sem við eigum.  Við þurfum það vegna sjálfra okkar og vegna hinna sem við lifum lífinu með.  Þau þarfnast styrks okkar og hugrekkis.  Við höfum öll djúp áhrif hvert á annað og gott eiga allar manneskjur sem fá að þekkja verulega gott fólk  Og gott á hver sú manneskja sem er þessi verulega góða manneskja.

En kristin trú segir ekki að við finnum jafnvægið með því að kyrra huga okkar og finna þar uppsprettu styrks okkar.  Hún segir að jafnvægið sé ekki þar.

Æ.  Af hverju […]

Prédikun Arndísar Linn í Neskirkju í febrúar 2017

Prédikun Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn í Kvennakirkjunni Neskirkju í febrúar 2017

Kæru kirkjugestir

Innilega til hamingju með daginn!  Í kvöld höldum við uppá 24 ára afmæli. Í tuttugu og fjögur ár hefur Kvennakirkjan verið vettvangur kvenna (og stundum karla)  til að móta eigin guðfræði og nota hana svo hversdags og spari. Og í öll þessi ár hefur Kvennakirkjan leitast við að gefa konum tækifæri til að nálgast Guð á eigin forsendum og gefa trú sinni gildi í lífinu. Í Kvennakirkjunni höfum við talað öðruvísi um Guð, farið okkar eigin leiðir í leitinni að boðskap Jesú og uppskorið ríkulega.

Í ár er líka runnið upp mikið afmælisár í Lúhersku kirkjunni. Þess er minnst að 500 ár eru liðin frá því Marteinn Lúther, guðfræðiprófessor og munkur í þýskalandi hengdi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg.  Í 95 greinum setti hann fram kenningar sínar um kristna trú og leiðir til að endurbæta hana. Kveikjan að þeim var sá  gjörningur sem var orðinn vinsæll innan kirkjunnar, að selja syndaaflausnir, að selja fyrirgefninu. Lúther ofbauð – það er ekkert flóknara en það – og hann gat ekki setið aðgerðarlaus þegar embætti Páfa og yfirstjórnar kirkjunnar misbuðu almenningi sem í ótta sínum við Guð reiddi fram kynstrin öll af peningum til að bjarga sálum sínum og ættingja sinna. Með þessum gjörningi sínum kom Lúther af stað mótmælendahreyfingu innan kaþólksu kirkjunnar  sem síðar varð að okkar kirkjudeild, evangelísk lúthersku kirkjunni.

Um margt minnir þessi vegferð Marteins á vegferð Jesú Krists. Jesú misbauð hræsni og valdnýðsla kirkjulegra leiðtoga síns tíma og hristi hressilega upp í hugmyndum samtíma síns um Guð. Hann talaði öðruvísi um Guð og notaði dæmisögur og hugtök sem voru á skjön við það sem tíðkaðist innan gyðingdómsins. Að lokum fór svo að gyðingdómurinn […]

Prédikun Auðar Eir í Hallgrímskirkju í janúar

Prédikun Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 15. janúar 2017

Hildigunnur sagði í spjallinu sínu áðan um heimilishaldið og fjölskylduna að með nýjum tímum kæmu nýjar úlpur.  Hugsum meira um það.  Koma nýjar úlpur með nýjum tímum eða koma nýir tímar með nýjum úlpum?Ég held það sé bara hvort tveggja.  Hvernig var þetta með Lúter?  Nú erum við að byrja afmælisár siðbótarinnar sem Lúter hratt úr vör og varð til að breyta allri kristinni kirkju.  Það komu nýir tímar af því að Lúter fór í nýja úlpu eða með öðrum orðum hugsaði hann nýjar hugsanir.  Og svo upp úr því fór fleira og fleira fólk í nýjar úlpur, hugsaði býjar huganair og þá breyttust tímarnir.

Hvað breyttist?  Kirkjan breyttist úr reglu í frelsi.  Það var ekki lengur lausn lífsins að leggja sig í líma til að gera það besta heldur var lausnin að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að taka á móti frelsi Jesú.  Það er þrennt sem við fáum þegar við tökum á móti Jesú, sagði Lúter.  Við fáum Orðið, trúna og náðina.  Það er allt alveg ókeypis.  Og  það verður að miklum auðævum.  Í Jesú eigum við Orðið sem segir okkur frá grundvelli lífsins og vísar okkar veginn.  Í trúnni grípur Jesús hjarta okkar og gefur okkur kærleikann sem er hin besta allra dyggða af því að það er í kærleikanum sem við tökum hvert annað að okkur, gefum að borða og drekka og spörum ekkert til að koma til hjálpar.  Og það er í náðinni sem við verðum þau sem Guð skapaði okkur til að vera.

Það var sagt að við þyrftum fyrst og fremst að lifa lífi okkar í kærleika.  En það er mesta vitleysa að kærleikurinn frelsi okkur.  Páll postuli sagði […]