Ræða Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024

,

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024

Þetta er afmælismessa.  Við erum 31 árs.  Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár.  Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér.  Eins og alltaf.  Allar ræður eru okkar ræður.

Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel.  Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því.  Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur.  Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.  

Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár.  Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri.  Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.  

Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði.  Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar.  Við værum eins og tveggja hæða hús.  Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur.   Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta. 

Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur.  Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum.  Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur.  Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]

Ræða Auðar Eir í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024

,

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024

Þetta er afmælismessa.  Við erum 31 árs.  Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár.  Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér.  Eins og alltaf.  Allar ræður eru okkar ræður.

Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel.  Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því.  Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur.  Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.  

Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár.  Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri.  Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.  

Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði.  Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar.  Við værum eins og tveggja hæða hús.  Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur.   Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta. 

Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur.  Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum.  Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur.  Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]