Prédikun í Neskirkju 12. nóvember 2023
Prédikanir 2023
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í Neskirkirkju sunnudaginn 12. nóvember 2023
Ég var að hugsa um að byrja þessa predikun á að segja að við erum alltaf að leita að sjálfum okkur eða að segja að við erum alltaf að lesa Biblíuna. Það er hvort tveggja dagsatt.
Ég ætla að byrja á segja að við séum alltaf að leita að sjálfum okkur. Eitthvern veginn líklega. En líklega erum við löngu búnar að finna meiri hlutann af okkur. Það kemur með árunum. Eða hvað finnst þér?
Er það ekki bara? Finnst þér þú ekki þekkja þig heldur betur en fyrir 20 árum eða kannski bara fyrir 50 árum? Við höfum safnað að okkur reynslu.
Hvað segjum við þá um sjálfar okkur núna? Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hafa hérna stuttan kafla um nokkur bókmenntaverk sem sum telja að séu um leitina að sjálfum okkur. Það getur verið gagnlegt að sjá þessa leit í heimsbókunum. Eins og Oddyseifsskviðu eða Artúr kóngi við hringborðið eða Gúlíver í putalandi. Verst að ég er búin að gleyma mestu um þessa menn sem ég las samt um einu sinni og ég held ekki að ég hafi gert mér nokkra grein fyrir því að Gúliver væri að leita að sjálfum sér.
Við getum líka vitnað í bækur sem við lesum núna. Mér finnst það verða léttilegra en ætla samt ekki að nefna neinar. Þú hefur leisið sumar. Ég ætla hins vegar að vitna í viðtalið í sjónvarpinu milli Sigurlaugar Jónasdóttur og Guðrúnar okkar Pétursdóttur kvennakirkjukonu. Það var í næstsíðustu viku. Guðrún talaði um að taka lífinu léttilega. Og hún sagði að sér liði ekki alltaf vel og depurðin ætti upptökin í einhverju sem gerðist í líkamanum og […]
Prédikun Auðar Eir 17. september 2023
Prédikanir 2023
Ræða í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 17. september 2023
Við skulum tala um eftrvæntinguna. Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin. Finnst þér það ekki? Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu. Og þegar við söfnumst saman. Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar. Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur. Mitt í því góða og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan. Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.
Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina. Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann. Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri. Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni. Af því að við vitum allar að við megum alltaf vænta gleðinnar. Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.
Við lesum Biblíuna. Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar. Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni. Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu. Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.
En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum. Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur. Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann. Og hlusta á hann. Og finna friðinn sem hann gaf. Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og djúpa friðar og fóru […]
Prédikun Auðar Eir 12. mars 2023
Prédikanir 2023
Predikun í guðþjónustu í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
12. mars 2023
Við ætlum að tala um Söru og Abraham. Ef við vildum gátum við lesið um þau í vikunni eins og ég skrifaði í pistlunum okkar. Sagan um Söru og Abraham segir frá fyrstu skrefunum inn í kristna kirkju og er orðin fjögur þúsund ára gömul. Við höfum ekki hugmynnd um hvers vegna Guð valdi þetta ártal því það voru milljónir ára síðan hún skapaði heiminn og fólkið. Hún var sífellt á tali við það og gaf því listir og lögfræði, eins og í skipulögðum stórborgunum í Mesópótamíu, Egyptalandi og Indlandi og í lögunum sem hún gaf Hammúrabí, kóngi í Mesópótamíu þar sem Sara bjó um leið og hann. Seinna fékk Móse boðorðin úr þessu safni.
Við höfum heldur ekki hugmynd um hvers vegna Guð valdi einmitt hjónin Söru og Abraham og kippti sér ekki upp við það að þau voru hálfsystkin. Þau hljóta að hafa verið góðar manneskjur og reisnarleg úr því hún valdi þau. En þau voru líka verulega gölluð. Það kom fyrir að þau reyndust hvort öðru illa og líka öðru fólki. Eins og Abraham sem kom Söru tvisvar í kvennabúr, stórfalleg sem hún var og eins og Sara sem var svo kolbrjáluð út í Hagar sem hún hafði valið sem staðgöngumóður að hún rak hana tvisvar út af heimilinu. Hagar reyndist Söru líka hræðilega illa. Hún fann mikið til sín yfir hlutverkinu og fór að fyrirlíta Söru fyrir að geta ekki átt barn sjálf. Þetta var löng og þung harmsaga þessarar fjölskyldu.
En Guð greip alltaf inn í. Hún tók Söru snarlega úr kvennabúrunum, gaf Hagar nýtt heimili og gaf Söru og Abraham soninn Ísak sem þau elskuðu bæði. Svo dó Sara. […]