- 2019
- Prédikanir 2002
- Prédikanir 2003
- Prédikanir 2004
- Prédikanir 2005
- Prédikanir 2006
- Prédikanir 2007
- Prédikanir 2008
- Prédikanir 2009
- Prédikanir 2010
- Prédikanir 2011
- Prédikanir 2012
- Prédikanir 2013
- Prédikanir 2014
- Prédikanir 2015
- Prédikanir 2016
- Prédikanir 2017
- Prédikanir 2018
- Prédikanir 2019
- Prédikanir 2020
- Prédikanir 2021
- Prédikanir 2022
- Prédikanir 2023
- Prédikanir 2024
Auður Eir Vilhjálmsdóttir Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024
Prédikanir 2023
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024
Ég ætla að segja ykkur sögu. Hún er um þennan fimmtudag fyrir 2000 árum. Það var veisla. Jesús bauð sínu fólki. Pétur og Jóhannes áttu að elda. Eða kannski kaupa mat úti í bæ. Nokkrum öldum seinna málaði Leonardo da Vinci heimsfræga mynd af veislunni. Vinirnir tólf sitja með Jesú við borðið.
En þeir voru ekki tólf. Þeir voru fleiri og það er áreiðanlegt af því að listarnir yfir vinina tólf eru mismunandi í guðspjöllunum og hafa fleiri en tólf nöfn. Og svo hafa áreiðanlega verið konur. Þótt það sé ekki skrifað. Það þótti asnalegt að skrifa um konur. En guðspjallamennirnir skrifuðu samt um þær. María Magdalena, Jóhanna og Súsanna voru þarna í Jerúsalem og höfðu komið með Jesú að norðan og þær voru fleiri sem voru nafngreindar. Heldurðu að það getið verið að Jesús hafi látið þær sitja einhversstaðar í gistiskýli og kaupa skyndibita meðan hann hélt þessa yndislegu veislu, síðustu kvöldmáltíðina? Ég held ekki. Og ætli hann hafi ekki boðið Mörtu og Maríu frá Betaníu þarna rétt hjá? Við vitum það ekki, en ætli ekki bara?
Hann var að tala við hópinn sinn í síðasta sinn. Ég fer, sagði hann en þið takið við stjórninni. Við höldum áfram eins og við höfum gert. Kannski sögðu þau að þau treystu sér ekki til að stjórna. Og Jesús sagði þeim að það væri ekki flókið. Þau sem stjórnuðu ættu bara að bera umhyggu fyrir hinum og láta þau alltaf vita um allt sem þau þyrftu að vita. Kannski sögðu þau að það myndi aldrei ganga en Jesús sagði að galdurinn væri bara sá að þau sem fengju að þiggja forystuna ættu að vinna með […]
Ræða Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024
Prédikanir 2003, Prédikanir 2024
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024
Þetta er afmælismessa. Við erum 31 árs. Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár. Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér. Eins og alltaf. Allar ræður eru okkar ræður.
Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel. Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því. Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur. Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.
Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár. Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri. Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.
Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði. Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar. Við værum eins og tveggja hæða hús. Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur. Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta.
Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur. Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum. Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur. Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]
Ræða Auðar Eir í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024
Prédikanir 2023, Prédikanir 2024
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024
Þetta er afmælismessa. Við erum 31 árs. Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár. Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér. Eins og alltaf. Allar ræður eru okkar ræður.
Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel. Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því. Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur. Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.
Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár. Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri. Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.
Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði. Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar. Við værum eins og tveggja hæða hús. Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur. Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta.
Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur. Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum. Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur. Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]
Jólaprédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 28. desember 2023
Prédikanir 2023
Jólapredikun í Háteigskirkju 28. desember 2023
Við heyrðum jólaguðspjallið. Við skulum hugsa okkur að það gæti líka verið svona. Jósep og María voru komin austan úr Þykkvabæ til að kjósa í Reykjavík af því að þau eru héðan og eiga lögheimili hérna. Þau pöntuðu hvergi og allt var fullt en þau hittu Elisabetu í Bankastrætinu og tókust tali og hún sagði: Ykkur er svo velkomið að gista í Kvennakirkjunni hérna rétt fyrir hornið í Þingholtsstrætinu. Og þau fóru inn í stofnurnar okkar og þar fæddist Jesús. Og vestur á Grund vakti starfsfólkið yfir heimilisfólkinu. Og engill Guðs stóð hjá þeim og sagði: Frelsari ykkar er fæddur. Og himneskar hersveitir sungu á öllum göngum og lofuðu Guð og sungu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim sem hún elskar. Og starfsfólkið þusti yfir Tjarnarbrúna og inn Þingholtssrætið og fann Jesúm. Og söngur englanna bjó í hjarta þeirra alla ævina: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður með þeim sem hún elskar.
Sagan passar auðvitað ekki alveg en það passar að Jesús er í stofunum okkar í Þingholtsstrætinu. Það passar að Guð kom. Og varð manneskja eins og við. Það er það sem jólaguðspjallið segir. Þess vegna töllum við við hana eins og vinkonu okkar. Við getum haldið áfram að segja: Almáttugi Guð og faðir okkar á himnum. Af því að svona er Guð. En við getum líka sagt: Elsku vinkona sem situr hjá mér. Af því að hún er svona.
Guð heldur áfram að vera Guð á himnum sem talaði við Móse í runnanun eins og þú manst en lét ekki sjá sig og lýsti sér með því að segja að hún væri sú sem hún er. Það er ýmislegt sem hún sagði ekki fyrr […]
Hugvekja Önnu Sigríðar í aðventumessu 10. desember 2023
Prédikanir 2023
Hugvekja í aðventumessu Kvennakirkjunnar, 10. desember 2023
I wonder as I wander out under the sky
How Jesus our Savior did come for to die.
For poor orn’ry people like you and like I;
I wonder as I wander out under the sky.
When Mary birthed Jesus, ‘twas in a cow stall,
With wise men and farmers and shepherds and all.
But high from the Heavens, a star’s light did fall,
The promise of ages it then did recall.
If Jesus had wanted of any wee thing,
A star in the sky or a bird on the wing,
Or all of God’s angels in Heav’n for to sing,
He surely could have had it ‘cause He was the King.
I wonder as I wander out under the sky
How Jesus our Savior did come for to die.
For poor orn’ry people like you and like I;
I wonder as I wander out under the sky.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna fólk trúir á guð eða annað æðra afl.
Eftir því sem ég eldist og vonandi þroskast, sannfærist ég meira og meira um að þetta sé eina vitið í þessari veröld. Mér finnst þetta bara svo lógískt og praktískt. Við höfum t.d. ekkert við það að gera að hafa áhyggjur af hlutum sem við ráðum ekki við. Maður þarf ekki annað en að tala við guð og leggja spilin á borðið og treysta henni fyrir vangaveltum okkar og hún tekur áhyggjurnar af herðum okkar og finnur útúr öllu fyrir okkur. Þetta hljómar kannski einfalt og það er það í raun og veru en ég sjálf hef prófað þetta og það virkar. Mér tekst þetta auðvitað ekki alltaf, af því ég er svo ófullkomin, en alltaf oftar og oftar.
Þá er það þetta með ófullkomleikann. Mín kenning er að á meðan við […]
Prédikun í Neskirkju 12. nóvember 2023
Prédikanir 2023
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í Neskirkirkju sunnudaginn 12. nóvember 2023
Ég var að hugsa um að byrja þessa predikun á að segja að við erum alltaf að leita að sjálfum okkur eða að segja að við erum alltaf að lesa Biblíuna. Það er hvort tveggja dagsatt.
Ég ætla að byrja á segja að við séum alltaf að leita að sjálfum okkur. Eitthvern veginn líklega. En líklega erum við löngu búnar að finna meiri hlutann af okkur. Það kemur með árunum. Eða hvað finnst þér?
Er það ekki bara? Finnst þér þú ekki þekkja þig heldur betur en fyrir 20 árum eða kannski bara fyrir 50 árum? Við höfum safnað að okkur reynslu.
Hvað segjum við þá um sjálfar okkur núna? Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hafa hérna stuttan kafla um nokkur bókmenntaverk sem sum telja að séu um leitina að sjálfum okkur. Það getur verið gagnlegt að sjá þessa leit í heimsbókunum. Eins og Oddyseifsskviðu eða Artúr kóngi við hringborðið eða Gúlíver í putalandi. Verst að ég er búin að gleyma mestu um þessa menn sem ég las samt um einu sinni og ég held ekki að ég hafi gert mér nokkra grein fyrir því að Gúliver væri að leita að sjálfum sér.
Við getum líka vitnað í bækur sem við lesum núna. Mér finnst það verða léttilegra en ætla samt ekki að nefna neinar. Þú hefur leisið sumar. Ég ætla hins vegar að vitna í viðtalið í sjónvarpinu milli Sigurlaugar Jónasdóttur og Guðrúnar okkar Pétursdóttur kvennakirkjukonu. Það var í næstsíðustu viku. Guðrún talaði um að taka lífinu léttilega. Og hún sagði að sér liði ekki alltaf vel og depurðin ætti upptökin í einhverju sem gerðist í líkamanum og […]
Prédikun Auðar Eir 17. september 2023
Prédikanir 2023
Ræða í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 17. september 2023
Við skulum tala um eftrvæntinguna. Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin. Finnst þér það ekki? Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu. Og þegar við söfnumst saman. Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar. Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur. Mitt í því góða og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan. Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.
Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina. Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann. Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri. Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni. Af því að við vitum allar að við megum alltaf vænta gleðinnar. Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.
Við lesum Biblíuna. Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar. Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni. Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu. Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.
En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum. Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur. Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann. Og hlusta á hann. Og finna friðinn sem hann gaf. Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og djúpa friðar og fóru […]
Prédikun Auðar Eir 12. mars 2023
Prédikanir 2023
Predikun í guðþjónustu í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
12. mars 2023
Við ætlum að tala um Söru og Abraham. Ef við vildum gátum við lesið um þau í vikunni eins og ég skrifaði í pistlunum okkar. Sagan um Söru og Abraham segir frá fyrstu skrefunum inn í kristna kirkju og er orðin fjögur þúsund ára gömul. Við höfum ekki hugmynnd um hvers vegna Guð valdi þetta ártal því það voru milljónir ára síðan hún skapaði heiminn og fólkið. Hún var sífellt á tali við það og gaf því listir og lögfræði, eins og í skipulögðum stórborgunum í Mesópótamíu, Egyptalandi og Indlandi og í lögunum sem hún gaf Hammúrabí, kóngi í Mesópótamíu þar sem Sara bjó um leið og hann. Seinna fékk Móse boðorðin úr þessu safni.
Við höfum heldur ekki hugmynd um hvers vegna Guð valdi einmitt hjónin Söru og Abraham og kippti sér ekki upp við það að þau voru hálfsystkin. Þau hljóta að hafa verið góðar manneskjur og reisnarleg úr því hún valdi þau. En þau voru líka verulega gölluð. Það kom fyrir að þau reyndust hvort öðru illa og líka öðru fólki. Eins og Abraham sem kom Söru tvisvar í kvennabúr, stórfalleg sem hún var og eins og Sara sem var svo kolbrjáluð út í Hagar sem hún hafði valið sem staðgöngumóður að hún rak hana tvisvar út af heimilinu. Hagar reyndist Söru líka hræðilega illa. Hún fann mikið til sín yfir hlutverkinu og fór að fyrirlíta Söru fyrir að geta ekki átt barn sjálf. Þetta var löng og þung harmsaga þessarar fjölskyldu.
En Guð greip alltaf inn í. Hún tók Söru snarlega úr kvennabúrunum, gaf Hagar nýtt heimili og gaf Söru og Abraham soninn Ísak sem þau elskuðu bæði. Svo dó Sara. […]
Prédikun Auðar Eir í 30 ára afmælismessu
Prédikanir 2022
Prédikun Auðar Eir í Neskirkju í 30 ára afmælismessu Kvennakirkjunnar.
Við erum búnar að fara yfir söguna. Hún heldur áfram og hvað skyldi bíða okkar?
Það hefur margt breyst í heiminum á 30 árum og líka hjá okkur. En sumt er eins í verlöldinni og líka hjá okkur. Við höldum áfram að vera margar. Við höldum áfram að tilheyra hver annarri af því að við tilheyrum Guði. Við biðjum hver fyrir annarri, bjóðum hver annarri í messu og samverustundir. Við höldum áfram að lesa Biblíuna og syngja og tala saman og finna að vinátta okkar gefur okkur öryggi og gleði með öðru fólki.
Við höldum áfram að tilheyra menningunni í kringum okkur, margvíslegri góðri menningu sem á rætur í styrk og gleði kristinnar trúar . Eitthvað í i menningunni er farið að fara aðra vegi og kærir sig minna og minna um kristna trú og meira og meira um ræktina og hollustuna, jóga og hugleiðslu og hópana og listina, allt eftir þeim hugmyndum að það sé einmitt í þessu sem við finnum það besta í sjálfum okkur.
Það er margt í þessum sem styrkir okkur og gleður. En ég býst ekki við að neinar okkar hafi nokkuð af þessu sem grundvöll lífsins. Við höfum auðvitað allar okkar eigin hugmyndir um þetta eins og allt annað. Við ráðum allar hvað við hugsum, segjum við. Við hugsum allar það sem við viljum. En við vitum um leið og við segjum það að það gerum við reyndar ekki alveg. Við hugsum meira og minna það sem berst að okkur. Við sjáum af sögu aldanna að það var alltaf svona. Það komu alltaf bylgjur nýrra hugmynda sem mótuðu nýjar kynslóðir. Með vondum og góðum hugmyndum.
Kvennaguðfræðin […]
Prédikun í Seltjarnarneskirkju í nóvember 2022
Prédikanir 2022
Seltjarnarneskirkja 13. nóvember 2022
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Saga kvöldsins er um sálmasönginn í húsi Guðs og úti í grænu grasinu. Það var einu sinni þegar fólk Guðs var búið að búa í nokkur hundruð ár í landinu sínu að vondur kóngur að austan kom og tók þau höndum, eyðilagði musterið og múrana kringum Jerúsalem og flutti þau langt í burtu þar sem hann átti heima, Þau sátu við fljótið og grétu og seinna sungu þau sálminn sem við heyrðum áðan: Við Babýlonsfljót sátum við og grétum. Hvernig áttum við að syngja Guði ljóð í öðru landi? Næsti kafli Biblíunnar er um það þegar Guð leiddi þau aftur heim. Til að gera langa sögu stutta þá byggðu þau aftur upp musterið og múrana og þegar það var búið var haldin undursamleg hátíð. Það er tekið fram að hún var ekki bara fyrir mennina heldur líka fyrir konurnar og börnin. Og tveir miklir kórar komu syngjandi sitt úr hvorri áttinni og gengu upp á múrana og mættust þar og sungu.
Þriðju kaflinn er um Jesúm sem söng með fólkinu sínu. Í síðustu kvöldmáltíðinni lauk kann máltíðinni með að syngja lofsönginn áður en hann gekk út í Getsemane og var hadtekin og krossfestur.
Hann stofnaði kirkjuna og hún breiddist út með miklum hraða og fólkið kom saman í söfnuðunum sínum og söng sálma. Þau átti heila sálmabók, Davíðssálmana í Gamla testmentinu. Syngið saman, syngið sálmana sem styrkja ykkur og blessa í yndislegri trú ykkar á Jesúm frelsara ykkar. Það stendur aftur og aftur i bréfunum sem söfnuðirnir fengu frá. postulunum., konunum og mönnunum sem sífellt heimsóttu söfnuðina og skrifuðu þeim bréf. Syngið sálma, skrifuðu þau, syngið sálma til að styrkja og gleðja trú ykkar.
Þetta stendur í Postulalsögunni sem við […]
Prédikun Auðar Eir 11. september í Hallgrímskirkju
Prédikanir 2022
Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Predikun í messu Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju
sunnudagskvöldið 11. september 2022
Við ætlum að tala um heilagan anda í kvöld. Af því að við byrjum á morgun að lesa Postulasöguna í mánudagstímunum okkar og hún er öll um heilagan anda. Hún byrjar á því að segja frá því þegar niðurbrotið fólk Jesú beið í Jerúsalem eftir því að hann segði þeim hvað þau ættu að gera. Hann hafði sagt þeim að bíða. Ég skal segja ykkur hvað þið eigið að gera.
Hann sagði þeim það. Þið skuluð fara og segja öllum sem þið hittið að ég elski þau og hafi skapað þau og þau eigi í mér allt sem þau þrá í rauninni. Líka þótt þau geri sér ekki grein fyrir því. Þau fóru og það varð alveg eins og hann hafði sagt. Þau byrjuðu í Jerúsalem en fóru svo til annarra borga og til útlanda, handviss um að heilagur andi leiddi þau.
Hvað segjum við? Hvað segjum við um heilagan anda í okkar eigin lífi?
Við segjum að heilagur andi leiði okkur líka og við heyrum hann tala við okkur.
Hvernig heyrum við hann tala? Við höfum sagt hver annarri frá því. Ein okkar sagði að hún heyrði hvernig Guð hlustaði á bænir hennar og hvernig hún fyndi gleði og frið af því að vita það. Og líka þegar það sem ég bið um verður ekki. Líka þegar djúp sorgin fyllir hjarta mitt og söknuðurinn umlykur mig. Líka þá heyri ég Guð tala við mig. Hún segir mér að allt sé í sinni hendi þótt ég skilji það ekki.
Elsku vinkonur, er það er dásamlegt að heyra vinkonu okkar segja þetta? Að hún viti að Guð sé hjá sér þótt hún hafi ekki svarað bænum hennar eins […]
Prédikun sr. Auðar Eir 19. júní í sölum Kvennakirkjunnar
Prédikanir 2022
Það er ein spurning sem við spyrjum sjálfar okkur núna. Finnst þér þú berjast?
Þetta er nefnilega baráttudagur sjálfra okkar og hluti af baráttudögum allra kvenna heimsins.
Frelsi okkar kostaði mikla baráttu. Við ætlum bara að minnast á einn þáttinn núna. Við stöndum á Bríetartorgi sem heitir eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Hún bjó um tíma hérna í gula húsinu hinu megin við götuna. Þá bjó Hannes Hafstein líka þar og hann hvatti hana til að láta til sín taka í kvenréttindum.
Og seinna bjó hún með manni sínum Valdimar Ásmundssyni ritstjóra innar í götunni í Þingholtsstræti 18, beint á mólti húsi okkar en það er búið að rífa númer 18. Þar stofnaði Bríet Kvenréttindafélagið árið 1907 með 14 öðrum konum. Ein af þeim var amma mín, Þórunn K. P, í okkar húsi númer 17. Hún bjó uppi og niðri erum við í sama anda hinna góðu baráttiu.
Þær börðust. Þær börðust fyrir kosningarétti og fyrir stöðu giftra kvenna, fyrir menntun kvenna og fyrir verkakonum. Styrkur þeirra var að þær komu allar frá heimilum þar sem sífellt var rætt um stjórnmál, þær voru í Reykjavíkurfjölskyldum sem þekktust og mátu hver aðra og þær áttu vináttu sín á milli, kunnu að skipuleggja og tala saman og vinna saman og treystu hver annarri. Þær voru hugrakkar og einstakar.
Og þá kemur spurningin aftur: Finnst þér þú berjast? Þegar við byrjuðum lýstum við starfinu með ýmsum orðum sem sýna góða baráttu okkar, messur, námskeið, bænastundir , söngæfingar, örþing, hugmyndatorg, sálgæsla, bókasafn, bókaútgáfa, ferðalög, erlent samstarf.
Við gerðum þetta allt og gerum það enn. Við berjumst. Tímar breytast og við berjumst öðru vísi en áður. Færri koma og við breytum göngulaginu eftir því og kunnum eins og ekkert sé að breyta um takt. Það er […]
Prédikun sr. Döllu Þórðardóttur í aðventuguðþjónustu Kvennakirkjunnar
Prédikanir 2021
Prédikun sr. Döllu Þórðardóttur prófasts í aðventuguðþjónustu Kvennakirkjunnar í Grensáskirkju.
Segja má að aðallega megi skipta fólki í tvo hópa. Annars vegar eru þau, sem hafa kraft til að halda áfram veginn, þrátt fyrir áföll. Við segjum stundum að sumt fólk þurfi að þola meira en sinn skammt af missi og vonbrigðum, og við skiljum ekki hvernig það getur farið á fætur, stundað vinnu, hlegið og sýnt öðrum samúð.
Svo er nefnilega önnur tegund af fólki, sem er síkvartandi; þessi tegund fólks er að kikna undan álaginu. Þessum persónum finnst að þær beri mesta ábyrgð í vinnunni og að þær séu alltaf beðnar um stærstu og þyngstu verkefnin.
Hvað veldur því að fyrir þessu fólki er lífið byrði en fyrir hinu, sem fyrr var talað um, þá er lífið gott?
Í jólaprédikun veltir presturinn Rudi Popp í Strassborg þessu fyrir sér, en ég hlusta oft á hann á netinu.
Auðvitað er fólk misjafnlega saman sett og hefur erft ýmist veikleika eða styrk.
Svo skipta tengsl og traust miklu máli. Börn sem eiga traust samband við foreldra eignast oft það sem kalla má sveigjanleika, en það er hæfni til að komast í gegnum sorgir og mótlæti.
Þegar við lesum um vegferð Jesú í Jóhannesarguðspjalli, komumst við ekki hjá því að finna til með honum, hvað hann þurfti að líða, en jafnframt finnum við þennan sveigjanleika, hann ekki bara afbar lífið, hann naut þess. Þarna er engin dramtík, engin sorg, hann fagnar lífi sínu.
Skýringin? Jú, í frásögn Jóhannesar er það kjarni lífs Jesú að hann er sendur af föðurnum.
Jesús á traust samband við Guð. Þeirra samband er okkur fyrirmynd.
Jesús fékk það verkefni að koma hingað til jarðar sem eitt af okkur og að hverfa aftur til Guðs.
Guð var viðstaddur á þennan hátt. Þannig er […]
Prédikun Séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Seltjarnarneskirkju
Prédikanir 2021
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju 14. nóvember 2021
Þá sagði Jesús: Sáðmaðurinn fór út að sá. Sum fræin féll við götuna og fuglar komu og átu þau. Sum féllu í grýtta jörð og visnuðu í heitu sólskininu. Sum féllu í þyrna og þistla sem kæfðu þau. En sum féllu í góða jörð og komu upp og urðu að stórkostlegri uppskeru.
Nú skaltu hlusta á þetta, sagði Jesús. Guð blessar okkur orðið sitt. Amen
Ég kem ekki til með að segja eitt einasta aukatekið orð sem þú hefur ekki heyrt mig segja áður. Ég lofa þér því eins og er sagt til að fullyrða eitthvað. Það er auðvitað hallærislegt að sitja hérna og segja ekkert annað en það sem þú hefur heyrt hundrað sinnunm. Hvað er gaman að því? Það er sérlega ömurlegt af því að við erum í sporum frelsara okkar sem sagði það sem fólk hafði aldrei heyrt áður. Þau urðu svo frá sér numin að þau urðu nýjar manneskjur og allt lífið breyttist.
Við erum búnar að lesa fyrstu fimm kaflana í Markúsi. Það stendur þar hvernig þetta var. Það var ekki allt fólkið sem heyrði Jesúm tala sem heyrði hvað hann sagði. Eins og við heyrðum í ritningarlestrinum. Sum nenntu ekki að pæla í því. Sum vildu heldur hlusta á eitthvað annað. Sum máttu bara ekki vera að því. En. Sum heyrðu og hlustuðu og urðu nýjar manneskjur.
Jesús talaði við allt þetta fólk. Hann gaf því alveg ný ráð til að nota í daglegu lífinu. Daglegt lífið skiptir okkur mestu. Vertu ekki alltaf að dæma, sagði hann. Ekki dæma hin. Og ekki dæma sjálfa þig. Gerðu það sem þér finnst rétt, hafðu trú á þér og haltu þínu striki. Ef […]
Prédikun sr. Auðar Eir í Hallgrímskirkju í september 2021
Prédikanir 2020
Predikun sr. Auðar Eir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 19. september 2021
Er það ekki stórkostlegt að hittast eftir þessa löngu fjarveru? Og eins og alltaf svo gaman að sjá hvernig við komum ein af annarri í messuna og verðum glaðari og glaðari þegar við komum ein eftir aðra og fleiri og fleiri. Í kvöld erum við að tala um nýjustu bókina okkar Göngum í hús Guðs. Guðþjónustan okkar.
Við skulum tala um kafla í inngangsorðunum með nokkrum spurningum sem komu frá alheimshreyfingum innan lútersku kirkjunnar. Það var fyrir löngu, fyrir 40 árum en spurningarnar og svörin eru enn efst á blaði hjá okkur.
Þar er spurt: Hvers vegna komum við?
Hvað segir þú?
Þau segja að við komum til að íhuga hjálp Guðs sem við finnum í Ritningunni.
Og sjáum í nærveru Guðs og máttarverkum í hversdeginum.
Við hittumst til að tala við Guð um dýpsta ótta okkar og gleði okkar og vonir.
Og finna gæsku Guðs í lífi okkar og lífi safnaðarins.
Og þakka Guði ást hennar í Jesú Kristi og bera boðskapinn áfram.
Það er yndislegt að fá að vera í þessum hópi og með svo fjölmörgu fólki um alla veröldina. Sumar okkar muna þegar það var sagt að fólk væri bara í kirkjunni í tómu meiningarleysi og kannski væri betra að kirkjan væri hópur sem meinti i alvöru það sem hann segði.
Kannski. Hvort sem það er betra eða verra erum við nú í alheimskirkju sem er miklu minni en fyrir hálfri öld. Það breytir engu fyrir okkur. Við eigum núna eins og þá þessa undursamlegu gjöf að vera vinkonur Guðs. Eða kannski kirkjan sé ekkert minni núna. Af því að þótt Vesturlönd afneiti kristinni trú taka Austurlöndin henni fagnandi og flykkjast til hennar.
Svörin […]
,,Saman með hjálp Guðs“ – Jólahugvekja sr. Huldur Hrannar jólin 2020
Prédikanir 2020
Jólahugleiðing sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur á upptöku sem birtist á fésbókarsíðu Kvennakirkjunnar árið 2020.
Saman með hjálp Guðs.
Elsku Guð: Umvefðu okkur kærleika þínum og nálægð. Opna þú hjörtu okkar og tala þú til okkar, blessaðu okkur þessa stund. Í Jesú nafni. Amen.
Náð sé með þér og friður frá Guði.
Því svo elskaði Guð heiminn, því svo elskaði Guð þig og mig, að hún ákvað að setja ekki nefnd í málið heldur gaf einkason sinn til að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3:16) Ást Guðs er mikil okkur til handa. Og um jól fögnum við fæðingu frelsarans. Til okkar berst ljómandi dýrð Drottins og orð engilsins frá Betlehemsvöllum sem mælti til hirðanna. „Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, yður er í dag frelsari fæddur.”(Lk.2:10-11) Fögnuður og frelsi eru yndisleg orð. Og ekki einungis orð heldur gjafir sem okkur eru gefnar af ást Guðs.
Það var talsvert lagt á Maríu að fá þetta hlutskipti að bera son Guðs í heiminn. Jesús varð elstur 7 barna hennar. Ef til vill átti hún fleiri börn en það vitum við ekki . Alla vega átti hún 4 drengi og tvær stúlkur. Svo Jesús átti nóg af systkinum. Svo það má ætla að það hafi oft verið fjör á þeim bæ eins og annars staðar þar sem mörg systkini koma saman og annir miklar. María var 12-15 ára þegar hún var útvalin til að gegna mikilvægu hlutverki sem ekki var auðvelt, en hún átti trú á Guð og trú á kraftaverk og andi hennar gladdist í Guði. Og hún var ekki ein. Elísabet frænka hennar hafði einnig hlotið blessun, orðið barnshafandi þrátt fyrir að vera hnigin […]
Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju
Prédikanir 2020
Prédikun Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju 27. september 2020 í Guðsþjónustu Kvennakirkjunnar.
Róm 3:23, Matt.5:48, Jóh.3:7,
Náð sé með yður og friður frá Guði.
Stundum skilur maður ekkert í Biblíunni. Og er það enginn furða því þar er talað m.a. um liðna atburði sem eru um leið sístæðir og inn í annan samtíma, og notuð voru þrjú tungumál til að skrifa hana. Það eru margir staðir í Biblíunni sem ég hef ekki skilið í gegnum árin en síðan hefur maður komist til vits og þroska, kynnt sér menningararfleifðir, rýnt í guðfræði og þá sérstaklega kvennaguðfræði og textarnir hafa lokist upp.
Svo var farið um textana í Rómverjabréfinu og Matteusarguðspjalli. Annars vegar eru það orð Páls og hins vegar orð Jesú. Þessir textar virðast vera á ská og skjön. Annas vegar segir Páll að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð og hins vegar segir Jesú okkur að vera fullkomin. Alveg frá ég var barn hef ég ekki skilið samhengi þessi texta að fullu svo nú ákvað ég að gefa mér tíma til rýna betur í þá og horfða þá sérstakleg til orða Jesú. Ég hef aldrei getað gleypt það hrátt að Jesús hafi ýjað að fullkomnunaráráttu.
Þegar ég fór að skoða orð Jesú nánar þá kom auðvitað annað í ljós. Engin fullkomunarárátta. Það er þannig mál með vexti að Nýja textamentið er þýtt úr grísku. Og Jesú talaði arameisku sem var tungumálið m.a. í Ísrael (Abraham var frá Armeníu). Orðið sem þýtt er fullkomin merkir svipað á grísku og arameisku, að vera þroskuð eða heil. Við eigum að þroskast og vaxa og verða heilar. Svo kemur þetta með föðurinn. Jesús notaði ekki orðið faðir heldur orð á arameisku sem getur merkt foreldri eða skapari (stofnandi) og er kynlaust orð. […]
Ræða sr. Auðar Eir við útiguðsþjónustu við Kjarvalstaði 19. júní 2020
Prédikanir 2020
Ræða á 19. júní við Kjarvalsstaði – Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Smásaga í upphafi: Ég sat í hádegisverði í miðbænum með vinkonum mínum og konur sátu við öll hin borðin en eitt var laust. Þá kom tignarleg kona og settist þar, ég vissi að hún var íslensk og nýlega gift útlendum manni í hárri stöðu við alþjóðafyrirtæki. Allar konurnar við öll borðin risu á fætur og fóru til hennar. Allar nema ég auðvitað sem þekkti hana ekki. En sagan er um það að ég fylltist undarlegum tilfinningum sem ég veit ekki hverjar voru, kannski varð ég einmana, kannski fannst mér lífsstíll þeirra ógna mér eða kannski fannst mér eitthvað annað. Sagan búin og geymd til að segja meira um á eftir.
Ég ætla að tala um tilfinningar. Ekki almennt og ekki um fólk úti í heimi eða úti í bæ. Bara okkar. Og biðja þig elskulegast að halda þessa predikun með mér. Mér finnst við verða að halda ræðuna saman um þetta merkilega viðfangsefni, tilfinningar sjálfra okkar.
Fólk er að tala um kvíðann. Ert þú kvíðin? Stundum hugsa ég. Eins og ég líka og líklega allar hinar. Svona rétt umyrðalaust ætla ég stinga upp á öðru heiti um kvíðann. Hvað finnst þér um að kalla hann lífsótta?
Þá er hann einfaldlega óttinn við lífið, alla vega og óútreiknanlegt lífið. Þessi kvíði hefur alltaf verið til og fólk skrifaði mikið um hann í Biblíunni. Það gerist alltaf svo margt sem ætti ekki að gerast. Skyldi ekki sagan sem ég sagði fyrst vera hluti af honum? Er hann ekki líka ótti við ýmsa smávægilega atburði sem gerast aftur og aftur í daglegu lífi okkar? Finnst þér betra fyrir þig að gera þér einhverja grein fyrir tilfinningunum um lífið? Finnst þér það? Skyldi það vera að ef við gerum okkur grein fyrir smáa óttanum getum við heldur skár ráðið við mikla óttann? Hugsum um það meðan […]
Prédikun sr. Huldu Hrannar M. Helgadóttur í Neskirkju í febrúar 2020
Prédikanir 2020
Týnd drakma Lk.15:8-10
Predikun í Kvennakirkjunni Neskirkju 16.02.20
Afmæli Kvennakirkjunnar 27 ára
Bæn: Elsku Guð þakka þér fyrir gleði þína og ást. Gefðu okkur hugrekki og trú á þig og hjálp þína. Endurnýjaðu okkur. Amen.
Náð sé með ykkur og friður frá Guði.
Hvað vitum við og hvað ekki? Hvað hefur okkur verið sagt og hvað ekki?
Þegar við skoðum Biblíuna þá lesum við sögur í G.t. af hetjum, kvenhetjum eins og Rut, Ester, Debóru og Júdit. En á tímum N.t. þegar Jesús gengur um stræti og torg er þeim ekki til að dreif. Við lesturinn, sjáum við sveiflur eftir tímabilum í afstöðunni til kvenna og réttinda þeirra eins og t.d. í Dómarabókinni.
Ef við skoðum Lúkasarguðspjall sérstaklega sem er 24 kaflar, þá eru hvorki meira né minna en 27 sögur þar sem Jesús segir sögur sem tala annars vegar til karla og hins vegar til kvenna. Einn af þessum textum var lesinn hér áðan um týndu drökmuna. Á undan henni fór lík saga um karlinn sem fann týnda sauðinn. Þeirri sögu hefur verið haldið meira á lofti en sögunni um drökmuna. Já Jesús talaði bæði til kvenna og karla með því að taka dæmi úr reynsluheimi beggja kynja og líkja Guði við bæði kynin.
Og ef við bregðum fyrir okkur nútíma viðskiptafræðilegu málfari þá markaðsetti Jesú fagnaðarerindið bæði fyrir konur sem karla. Er ekki dásamlegt að heyra þetta? Og er ekki stórundarlegt í þessu ljósi að einhverjum hafi dottið í hug að draga í efa jafnréttið í guðspjöllunum og spyrja sig þeirra fáránlegu spurningar hvort konur hafi verið í lærisveinahópi Jesú? Er það nú líklegt að Jesús hafi verið að taka dæmi úr reynsluheimi kvenna fyrir karlana? Nei ég held að það segi sig sjálf að hann hafi verið að tala við […]
Prédikun Huldu Hrannar í Grensáskirkju í mars 2019
Prédikanir 2019
Kærleikurinn
Predikun í Kvennakirkjunni – Grensáskirkju 17 mars 2019
I.Kor.13:1,13
Við skulum biðja:
Elsku Guð, við biðjum þig um að umfaðma okkur með kærleika þínum. Kom þú til okkar. Opna þú hjörtu okkar svo við séum fær að taka á móti lífgefandi afli kærleikans. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk. Í Jesú nafni. Amen.
Náð sé með yður og friður frá Guði.
Ég ætla að íhuga um stund kærleikann og leitast við að kafa dýpra í merkingu hans og hvernig hann getur haft áhrif inn í líf okkar. Það er þörf á að efla kærleikann með því að taka hann til umfjöllunar og dýpka skilning okkar á honum. E.t.v. er einnig þörf á að spyrja sig hvort við séum á flótta frá kærleikanum þó við séum á sama tíma að leita að mennsku okkar. Kærleikann er hægt að nota sem hugmyndafræði. Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því kærleikurinn og ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana,
Kærleikurinn er nefnilega afl. Komið frá Guði. Því uppspretta kærleikans er hjá Guði.
Eins og segir í I. Jóhannesarbréfi:
„Þetta er kærleikurinn: Ekki að við elskuðum Guð heldur að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir okkar.“ (I.Jóh.4:10)
Já Guð er miskunnsamur og elskar okkur, hvert og eitt (hverja og eina). Í því liggja gæði okkar.
En hvaða mynd höfum við af kærleikanum? Hann hefur stundum verið okkur konum fjötur um fót þar sem það hefur verið ætlast til þess að við værum svo góðar og kærleiksríkar. Og oftar en ekki höfuð við fengið skakka mynd af honum.
Ég veit ekki hvernig þú túlkar kærleikann en stundum hef ég á tilfinningunni að sumir túlki orðið þannig að það merki að […]
Prédikun séra Auðar Eir 29. desember 2019 í Háteigskirkju
Prédikanir 2019
Háteigskirkja, sunnudagskvöldið 29 .desember 2019
Einu sinni enn heyrum við undursamlegt jólaguðspjallið um samtal Maríu við engilinn, ferð Maríu og Jósefs til Betlehem, fæðingu Jesú í fjárhúsinu, englasönginn hjá hirðunum og komu vitringanna frá Austurlöndum. Einu sinni enn fyllumst við gleði og friði.
Heyrum líka formálann. Hann stendur í öllu Gamla testamentinu og er um sköpun heimsins og vandræði hans um allar aldir, stríðin og kvenfyrirlitniguna en líka um ómælda ást Guðs sem var alltaf með fólki sínu í einu og öllu. Hún ákvað að koma sjálf. Ég kem bráðum, sagði hún og gef ykkur frið. Þá verða öll hermannastígvél brennd og heima hjá ykkur er djúpur friður og smábörnin leika sér við góð og blíð dýr sem eru hætt að vera vond og hættuleg.
Svo kom Guð. Hún kom og var Jesús. Fæddur af Maíu og heilögum anda. Lúkas og Matteus segja söguna, Markús segir frá upphafi starfsins og Jóhannes segir: Í upphafi var Orðið og Orðið var Guð sem kom og var manneskja eins og við.
Það er rifist um sögurnar um fæðinguna og líka um Orðið sem varð Jesús. Það er hnakkrifist um það að Jesús var alltaf til og var alltaf Guð og heilagur andi. Ég steig niður af himni, sagði hann sjálfur og við trúum því af því að hann sagði það. Við skiljum það ekki. Engin skilja það en við trúum því.
Það breytir öllu lífi okkar að Guð varð ein af okkur. Við sem viljum segjum að hún sé vinkona okkar. Þær sem kæra sig ekki um að segja það segja það ekki. En við játum allar að Guð kom eins og jólaguðspjallið segir.
Þess vegna getum við talað við Guð um allt sem liggur okkur á hjarta. Hún steig niður og til okkar. Hún heyrir alltaf og hjálpar alltaf. Hún breytir huga okkar. Hún tekur frá okkur hugsanirnar sem eru okkur svo erfiðar að þær […]
Prédikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
2019
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
sunnudagskvöldið 19. október 2019
Kristín las fyrir okkur úr 25. kafla Matteusar um meyjarniar tíu. Nú skulum hlusta á útskýringarnar sem Elizabeth Cady Stanton skrifaði í Kvennabiblíuna sem kom út 1895 og 1898. Kvennabiblían er útskýringar á köflum um konur í Biblíunni og hún er undristaða kvennaguðfræðinnar sem við höfum lesið saman öll okkar ár.
Elizabeth var konan sem stofnaði fyrstu kvenréttindasamtök Bandaríkjanna. Hún og vinkona hennar Lucretia Mott stofnuðu samtökin árið 1848. Lucretia var prestur kvekara og frábær kona. Elizabeth var alla ævi forystukona. Pabbi hennar var lögfræðingur og Elizabeth vann á lögfræðistofu hans en fékk ekki frekar en aðrar konur að læra lögfræði í skólum þótt konur væru komnar til mennta á mörgum sviðum. En hún lærði lögfræði á skrifstofunni og hét að helga líf sitt því að berjast fyrir réttlæti kvenna sem voru fótum troðnar og bjuggu við hörmulegt óréttlæti laganna. Hópur lærðra kvenna vann með henni að Kvennabiblíunni og ein, Júlía Smith þýddi Biblíuna úr hebresku og grísku. Starfshópurinn er vitni um að konur voru komnar til mennta. Öðrum menntakonum var boðið að taka þátt í þýðingunni en þær höfnuðu boðinu og töldu að frami þeirra myndi skaðast af samvinnunni. Sem var ugglaust laukrétt. Elizabeth sagði að það væri búið að segja svo mikið um ofbeldi Biblíunnar gagnvart konum að nú yrðu þær sjálfar að gá hvað væri satt í því.
Sagan um stúlkurnar tíu er um mikla skrúðgöngu brúðhjóna og þeirra sem var boðið í brúðkaupið. Þeim var boðið öllum stúlkunum tíu sem sagan segir frá.. Fimm voru tilbúnar til að fara í brúðkaupið en fimm voru það ekki. Það dróst fram að miðnætti að brúðhjónin kæmu og stúlkurnar voru allar orðnar þreyttar og sofnuðu þegar það dróst að boðið byrjaði. Þegar þær vöknuðu var slokknað á […]
Prédikun Auðar Eir í afmælisguðþjónustu í Neskirkju 29. september 2019
2019, Prédikanir 2019
Ég æta að segja þér sögu. Einu sinni týndi ég litlu brúnu töskunni minni með kortunum, lyklunum og símanum. Óhuggulegt. Einhver gætu verið farin að eyða af kortunum mínum og hringja úr símanum og komið og opnað húsið mitt um miðja nótt. Svona getur lífið verið og ég segi þér framhandið á eftir.
Ég á afmæli í dag, 45 ára vígsluafmæli. Takk fyrir hátíðahöld kvöldsins. Þetta er yndislegt kvöld og ég hef hlakkað svo til að vera hérna með ykkur. Dagarnir fyrir og eftir prestvísluna fyrir 45 árum voru baráttudagar en ekki bara baráttudagar heldur mörg baráttuár. Það tók allt líf mitt og líka dætra minna og Þórðar mannsins míns því ég var alltaf með hugann við baráttuna. Það gat ekki verið öðruvísi og það var líka svona í öðrum löndum. En nú er stríðið unnið og við skulum gleðjast.
Það er flókið að bjóðast til að vera prestur því fólk hefur alla vega hugmyndir og ræður yfir okkur sem bjóðum okkur fram. Sum vilja hávaxna presta en sum lágvaxna, sum fjölskyldur en sum einhleypt fólk, sum vilja fólk sem kann eitthvað annað en guðfræði en sum vilja fólk sem fer ekki að skipta sér af neinu og svo framvegis og svo framvegis fram með öllum götum.
En Lúter var ekkert að vesenast í þvíessu. Hann sagði að prestar hefðu það aleina hlutverk að boða Orðið. Það væri nefnilega réttur alls kristins fólks að fá alltaf að heyra Orðið . Af því að Orðið gæfi frelsi og réttlæti, gleði og kjark hvern einasta dag.
Nú sjáum við hér hjá okkur og heyrum frá gjörvöllum Vesturlöndum að fólk vill alls ekki koma í kirkju. Það verður fólk að ákveða sjálft. Lúter sagði að við skyldum endilega koma í […]
Prédikun Auðar Eir í febrúarmessu Kvennakirkjunnar í Neskirkju
Prédikanir 2019
Innilega til hamingju með afmælið okkar á fimmtudaginn, 14. febrúar. Við erum nú búnar að vera saman í 26 ár og það hefur verið yndislegt og heldur því áfram. Í kvöld eins og í öllum messum tölum við um Guð og okkur.
Ég ætla að segja þér tvær smásögur til af reifa málið. Fyrri er svona: Ég fór á bensínstöð. Maðurinn kom og dældi fyrir mig og við spjölluðum saman og ég spjallaði líka við konuna sem tók á móti borguninni. Sögulok. Hin sagan er svona: Svo fór ég í bankann og konan þar gerði upp reikningana fyrir mig og svo spjölluðum við örlítð. Sagan búin.
Ég hugsaði með mér að þessar manneskjur væru andlit þessara miklu fyrirtækja. Það eru þær sem við hittum og eru miklu mikilvægari fyrir okkur en fólkð sem situr á skrifstofunum og stjórnar öllu og við höfum aldrei séð. Samt þarf að stjórna þessu öllu því það þarf alltaf bæði manneskjur sem hafa yfirlit og framkvæmdir fyrir allar deildir og þær sem sjá um verkin á sínum stöðum
Þessar smásögur leiða til þess að tala um Guð og okkur. Guð gerir nefnilega hvort tveggja, að vera á staðnum og sjá svo um allt. Hún á heiminn og er þar alltaf í eigin persónu. Bara alltaf til viðtals og hjálpar. Það er dásamlegt og við skulum hugsa meira um það.
Finnst þér það ekki stórkostlegt að eiga alltaf aðgang að henni sem stjórnar þessu stóra fyrirtæki þar sem milljónir vinna. Og hafa það starf að hafa áhrif á aðrar milljónir. Og að hún skuli vera í afgreiðslunni. Og að hún skuli vera vinkona þín?
Við skulum tala um það í kvöld hver hún er. Hver er Guð? Og hverjar erum við sem erum vinkonur hennar?
Þótt hún […]
Prédikun Auðar Eir í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018
Prédikanir 2018
Predikun í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018
Ég var að hugsa um að tala um fullveldð og umræður þessara daga. Bara eitt í umræðunni. Bara eitt. Við getum talað saman um þetta allt og við erum áreiðanlega sammála um margt og ósammála um annað. Það er svo prýðilegt eins og ævinlega að víkka sjónarmiðin.
Eg ætla að tala um umtalið um okkar eigin persónulega fullveldi. Það er talað aftur og aftur um þjóðkjörið fólk sem sé meira en við venjulegar ókjörnar manneskjurnar. Ég held ekki að það sé rétt.
Við skiptumst ekki í tvo flokka. Við erum öll þjóðkjörin og fullvalda og berum öll ábyrgð á fullveldi okkar. Það er alveg satt að margt fólk, þjóðkjörið og ráðiið til starfa þarf að taka ákvarðinar um margt sem við hin þurfum ekki. Þau þurfa að koma fram þar sem við þurfum ekki að vera og lýsa yfir skoðunum sem við þurfum ekki. En ábyrgðin sem þau bera er ábyrgð okkar allra.
Þegar þeim tekst vel er það af því að okkur tekst vel í því að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda þjóð. Þau eru hluti af okkur öllum í kringum sig.
Það verða alltaf deilur um ákvarðanir og framkvæmdir. Það var deilt um ákvörðunina um fullveldið 1918. Og um lýðveldið 1944. Og um Atlandshafsbandalagið og um Evrópusambandið. Það er sífellt deilt um launakjör. Og um velferðarmál og um skólamál. Við gefumst stundum upp á að hafa einbeittar skoðanir á þessu öllu og felum það fólkinu sem hefur fallist á að hafa skoðanir og framkvæmdir. Sumum treystii ég og öðrum treystir þú. Þetta er svo alvanalegt eins og maðurinn á Akranesi sagði alltaf.
En við erum öll fullvalda og jafn fullvalda og þau sem við kusum eða treystum. Þau mótast af skoðunum okkar […]
Gleðin – Prédikun flutt í Breiðholtskirkju 18. nóvember 2018
Prédikanir 2018
Gleðin predikun í Breiðholtskirkju 18.11.18, Neh.8:1-12
Bæn: Elsku Guð, þakka þér fyrir að þú frelsar okkur, þakka þér fyrir gleði þína. Við biðjum þig um að gefa okkur fullt af gleði í frelsinu. Í Jesú nafni. Amen.
Náð sé með yður og friður frá Guði.
Ég ætla að gera gleðina að umtalsefni. Og ekki bara einhverja gleði heldur gleði Guðs. Í Esekíel segir að gleði Guðs sé styrkur okkar. Það er bara ekkert annað! Ég er viss um að við hefðum getað talið upp flest annað sem væri styrkur okkar en gleðin t.d. hvað við erum skemmtilegar, skrifum vel, færar í fótbolta eða hverjir allir þessir eiginleikar og hæfileikar eru nú. Því hefur verið haldið fram að við Lútheranar séum nú ekki svo glaðleg, þar sem við höfum víst tilhneigingu til að hanga meira í syndinni frekar en að lifa frelsinu. Líklegast er eitthvað til í því. Sjaldan er gleðin er hafin upp til vegs og virðingar í kirkjunni og er ein ástæðan sú að fólkið í söfnuðunum er á mismunandi stað í lífinu og alltaf eru einhverjir sem syrgja og eiga erfitt og á þeim tímapunkti erum við e.t.v. ekki tilbúin í gleðiumræðu. Ég man þó til þess að gleðin hafi verið gerð af áhersluefni eitt árið innan kirkjunnar.
En gleðin kemur víða við í Biblíunni. Og áhugavert finnst mér að sjá í Biblíunni að á gleðitímum brustu konur í gleðidans eins og t.d. spákonan Miriam. Dans kemur víða við í Biblíunni og dans hefur sinn tíma. Maður les jafnvel að karlar hafi dansað með miklum tilþrifum. Við ættum ef til vill oftar að bresta í dans líkt og konurnar í Biblíunni því dansinn getur verið bæði tákn gleði og frelsis. Já að lifa frelsinu sem Guð gefur […]
Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. október 2018 – Auður Eir
Prédikanir 2018
Pédikun í Seltjarnarneskirkja 21. október 2018. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti
Við erum að tala um sjálfstraustið þessa dagana í Kvennakirkjunni. Auðvitað erum við alltaf að tala um sjálfstraustið því við erum sammála um að kristin trú boði okkur að við eigum að hafa trú á sjálfum okkur. Guð þarf á því að halda að við treystum sjálfum okkur. Af því að hún þarf á okkur að halda í baráttu sinni fyrir heiminum sem hún skapaði og á og elskar. Og af því að hún elskar okkur og vill okkur allt það besta. Hún vill að okkur líði vel. Treystum Guði svo að við treystum sjálfum okkur, öðrum og lífinu segjum við í kvennaguðfræði okkar.
Ég kem með þessa þrjá poka sem ég set á mitt gólfið. Þeir eru fullir af sjálfstrausti. Í þessum fyrsta er þetta brothætta glas og litli rauði klúturinn sem er einn af þeim sem við gáfum hver annarri í einni messunni til að fara heim með og minna okkur á litríka gleði kristinnar trúar. Þetta er til að segja okkur að það er betra að eiga mjúkt sjálfstraust sem réttir úr sér þegar það bögglast heldur en að eiga glerfínt sjálfstraust sem brotnar þegar það verður fyrir áfalli.
Í miðpokanum eru uppástungur um það hvað ræðst á sjálfstraust okkar aftur og aftur. Mér finnst ég pödduleg þegar ég rifja upp mínar hugsanir um það. En ég ætla samt að gera það. Það er tilfinning fyrir því að annað fólk sé flottara en ég. Skelfilega pöddulegt. Og að mér hafi mistekist svo svakalega margt. Hvort tveggja er alveg satt. Þó það nú væri. Margt fólk stendur mér auðvitað miklu miklu framar og mér hefur mistekist ýmislegt. Það er satt en ekki gagnlegt að […]
Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaði
Prédikanir 2018
Prédikun í Laugarneskirkju í september – Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédikaðiþ
Náð sé með yður og friður frá Guði. Amen.
Ég ætla að byrja á því að segja ykkur skemmtisögu:
Ég sat á hjóli í ræktinni og hreyfði mig ekki. Sat bara og hélt í stýrið og horfði fram fyrir mig.
Karl sem var líka í ræktinni, fannst þetta furðulegt að ég skyldi ekki hjóla fyrst ég var komin á hjólið.
Hann spurði af forvitni: ”Af hverju situr þú á hjólinu og hjólar ekkert?”
”Ég er að fara niður brekku, viltu far?”
Já það er gott að taka lífið ekki of alvarlega og geta slegið á létta strengi, já að geta staldrað við og einnig að geta leikið sér.
Ég vona að þið hafið komið vel undan sumri andlega, þrátt fyrir dumbungsveðrið. Það er blessun hvað haustið hefur verið gott þó nú sé farið að kólna all hressilega. Við höfum fengið að njóta nú í haust litadýrð blómanna sem hafa glatt augað og fjöllin hafa birst okkur í allri sinni fegurð.
Veðurfarið hefur áhrif á okkur. Lítil sól getur leitt til d-vitamíns skorts og drunga í sinni. Ég hef tekið eftir því í prestsstarfinu að sólarlítil sumur hafa leitt til aukins þunga og andlegrar vanlíðan um veturinn. En þá er um að gera að bæta sér sólarleysið upp með d-vitamíni og jafnvel bregða sér til sólarlanda. Því við þörfnumst birtu og yls bæði hið ytra sem innra og að hafa lífið í litum – það gleður sinnið. Svo er nú magnesíumið gott m.a. fyrir geðið. En við erum ólík mannanna börn og sum hafa nóg af vítamínum meðan önnur þurfa að bæta sér upp skort. Það er sláandi til þess að vita að um 33% fólks í heiminum líður næringarskort (offita er meðtalin). Ekkert […]
Prédikun Huldu Hrönn M Helgadóttur í innsetningu í Hallgrímskirkju
Prédikanir 2018
Prédikun Huldu Hrönn M Helgdóttur ,,Gestrisni og samstaða“ út frá texta Rómverjabréfs 12.13 í innsetningarmessu hennar til Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju 18. mars 2018
Náð sé með ykkur og friður frá Guði.
Það er ánægjulegt að koma til Kvennakirkjunnar og fá að þjóna hér saman meðal skapandi kvenna sem stunda kvennaguðfræði. Það er spennandi og skemmtilegt að iðka þau fræði saman og opna glugga fyrir straumum Heilagrar andar sem endurnýjar, lífgar og blessar.
Í dag ætla ég að tala við ykkur um gestrisni og samstöðu. Það hefur verið sagt að þetta séu ein helstu einkenni kristins fólks. En tímarnir breytast og mennirnir með og nú er tekist á um það hversu gestrisin við eigum að vera og hversu mikil samstaða okkar eigi að vera.
Í Biblíunni erum við hvött til að sýna gestrisni. Í Rómverjabréfinu segir: „Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.“ (Róm.12:13)
Gestrisnin hefur margar hliðar. Hún hefur haft þrönga skilgreiningu sbr. þegar þú tekur á móti einhverjum heima hjá þér eða býður einhverjum heim til þín að borða. En við þurfum að skilgreina gestrisni víðar, því hún er svo mikið meira, því hún er einnig innri gestrisni, sem kemur frá hjarta þínu. Hvernig sýnir þú þína innri gestrisni? Ert þú t.d. gestrisin gagnvart þeim sem eiga erfitt eða þeim sem ganga þér við hlið í daglega lífinu?
Gestrisni er vinsemd, hún er að deila hvert með öðru, og nú á dögum eigum við víst erfitt með það segja þau sem vinna í kærleiksþjónustunni: Gestrisni er það hvernig við tengjumst hvert öðru í því samfélagi sem lifum og hrærumst í. Gestrisni felur í sér virðingu gagnvart hvort öðru, þótt við séum ólík innbyrðis, og viðurkenna ófullkomleika okkar sjálfra og annarra. Gestrisni er að opna hjörtu okkar og dyr fyrir þeim […]
Prédikun í Kvennakirkjunni í Seltjarnarneskirkju janúar 2018
Prédikanir 2018
Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju
Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.
Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru
orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag
Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.
Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.
En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.
Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:
Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.
Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.
Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára […]