Auður Eir Vilhjálmsdóttir Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024

Ég ætla að segja ykkur sögu.  Hún er um þennan fimmtudag fyrir 2000 árum.  Það var veisla.  Jesús bauð sínu fólki.  Pétur og Jóhannes áttu að elda.  Eða kannski kaupa mat úti í bæ.  Nokkrum öldum seinna málaði Leonardo da Vinci heimsfræga mynd af veislunni.  Vinirnir tólf sitja með Jesú við borðið.  

En þeir voru ekki tólf.  Þeir voru fleiri og það er áreiðanlegt af því að listarnir yfir vinina tólf eru mismunandi í guðspjöllunum og hafa fleiri en tólf nöfn.  Og svo hafa áreiðanlega verið konur.  Þótt það sé ekki skrifað.  Það þótti asnalegt að skrifa um konur.  En guðspjallamennirnir skrifuðu samt um þær.    María Magdalena, Jóhanna og Súsanna voru þarna í Jerúsalem og höfðu komið með Jesú að norðan og þær voru fleiri sem voru nafngreindar.  Heldurðu að það getið verið að Jesús hafi látið þær sitja einhversstaðar í gistiskýli og kaupa skyndibita meðan hann hélt þessa yndislegu veislu, síðustu kvöldmáltíðina?  Ég held ekki.  Og ætli hann hafi ekki boðið Mörtu og Maríu frá Betaníu þarna rétt hjá?  Við vitum það ekki, en ætli ekki bara?  

Hann var að tala við hópinn sinn í síðasta sinn.  Ég fer, sagði hann en þið takið við stjórninni.  Við höldum áfram eins og við höfum gert.  Kannski sögðu þau að þau treystu sér ekki til að stjórna.  Og Jesús sagði þeim að það væri ekki flókið.  Þau sem stjórnuðu ættu bara að bera umhyggu fyrir hinum og láta þau alltaf vita um allt sem þau þyrftu að vita.  Kannski sögðu þau að það myndi aldrei ganga en Jesús sagði að galdurinn væri bara sá að þau sem fengju að þiggja forystuna ættu að vinna með […]

Ræða Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024

,

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024

Þetta er afmælismessa.  Við erum 31 árs.  Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár.  Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér.  Eins og alltaf.  Allar ræður eru okkar ræður.

Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel.  Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því.  Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur.  Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.  

Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár.  Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri.  Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.  

Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði.  Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar.  Við værum eins og tveggja hæða hús.  Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur.   Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta. 

Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur.  Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum.  Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur.  Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]

Ræða Auðar Eir í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024

,

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024

Þetta er afmælismessa.  Við erum 31 árs.  Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár.  Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér.  Eins og alltaf.  Allar ræður eru okkar ræður.

Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel.  Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því.  Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur.  Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.  

Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár.  Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri.  Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.  

Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði.  Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar.  Við værum eins og tveggja hæða hús.  Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur.   Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta. 

Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur.  Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum.  Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur.  Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]

Jólaprédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 28. desember 2023

Jólapredikun í Háteigskirkju 28. desember 2023

Við heyrðum jólaguðspjallið.  Við skulum hugsa okkur að það gæti líka verið svona.  Jósep og María voru komin austan úr Þykkvabæ til að kjósa í Reykjavík af því að þau eru héðan  og eiga lögheimili hérna.  Þau pöntuðu hvergi og allt var fullt en þau hittu Elisabetu í Bankastrætinu og tókust tali og hún sagði:  Ykkur er svo velkomið að gista í Kvennakirkjunni hérna rétt fyrir hornið í Þingholtsstrætinu.  Og þau fóru inn í stofnurnar okkar og þar fæddist Jesús.  Og vestur á Grund vakti starfsfólkið yfir heimilisfólkinu.  Og engill Guðs stóð hjá þeim og sagði:  Frelsari ykkar er fæddur.  Og  himneskar hersveitir sungu á öllum göngum og lofuðu Guð og sungu:  Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim sem hún elskar.  Og starfsfólkið þusti yfir Tjarnarbrúna og inn Þingholtssrætið og fann Jesúm.  Og söngur englanna bjó í hjarta þeirra alla ævina:  Dýrð sé Guði í upphæðum og friður með þeim sem hún elskar.

Sagan passar auðvitað ekki alveg en það passar að Jesús er í stofunum okkar í Þingholtsstrætinu.  Það passar að Guð kom.  Og varð manneskja eins og við. Það er það sem jólaguðspjallið segir.  Þess vegna töllum við við hana eins og vinkonu okkar.  Við getum haldið áfram að segja:  Almáttugi Guð og faðir okkar á himnum.  Af því að svona er Guð.  En við getum líka sagt:  Elsku vinkona sem situr hjá mér.  Af því að hún er svona.

Guð heldur áfram að vera Guð á himnum sem talaði við Móse í runnanun eins og þú manst en lét ekki sjá sig og lýsti sér með því að segja að hún væri sú sem hún er.  Það er ýmislegt sem hún sagði ekki fyrr […]

Prédikun í Neskirkju 12. nóvember 2023

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Predikun í Neskirkirkju sunnudaginn 12. nóvember 2023

Ég var að hugsa um að byrja þessa predikun á að segja að við erum alltaf að leita að sjálfum okkur eða að segja að við erum alltaf að lesa Biblíuna.   Það er hvort tveggja dagsatt.

Ég ætla að byrja á segja að við séum alltaf að leita að sjálfum okkur.  Eitthvern veginn líklega.  En líklega erum við löngu búnar að finna meiri hlutann af okkur.  Það kemur með árunum.  Eða hvað finnst þér?   

Er það ekki bara?  Finnst þér þú ekki þekkja þig heldur betur en fyrir 20 árum eða kannski bara fyrir 50 árum?  Við höfum safnað að okkur reynslu.  

Hvað segjum við þá um sjálfar okkur núna?  Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hafa hérna stuttan kafla um nokkur bókmenntaverk sem sum telja að séu um leitina að sjálfum okkur.  Það getur verið gagnlegt að sjá þessa leit í heimsbókunum.  Eins og Oddyseifsskviðu   eða Artúr kóngi við hringborðið eða Gúlíver í putalandi.  Verst að ég er búin að gleyma mestu um þessa menn sem ég las samt um einu sinni og ég held ekki að ég hafi gert mér nokkra grein fyrir því að Gúliver væri að leita að sjálfum sér.

Við getum líka vitnað í bækur sem við lesum núna.   Mér finnst það verða léttilegra en ætla samt ekki að nefna neinar.  Þú hefur leisið sumar.   Ég ætla hins vegar að vitna í viðtalið í sjónvarpinu milli Sigurlaugar Jónasdóttur og Guðrúnar okkar Pétursdóttur kvennakirkjukonu.  Það var í næstsíðustu viku.  Guðrún talaði um að taka lífinu léttilega.  Og hún sagði að sér liði ekki alltaf vel og depurðin ætti upptökin í einhverju sem gerðist í líkamanum og […]

Prédikun Auðar Eir 17. september 2023

Ræða í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 17. september 2023

Við skulum tala um eftrvæntinguna. Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin. Finnst þér það ekki? Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu. Og þegar við söfnumst saman. Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar. Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur. Mitt í því góða og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan. Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.

Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina. Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann. Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri. Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni. Af því að við vitum allar að við megum alltaf vænta gleðinnar. Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.

Við lesum Biblíuna. Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar. Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni. Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu. Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.

En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum. Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur. Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann. Og hlusta á hann. Og finna friðinn sem hann gaf. Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og djúpa friðar og fóru […]

Prédikun Auðar Eir 12. mars 2023

Predikun í guðþjónustu í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
12. mars 2023

Við ætlum að tala um Söru og Abraham.  Ef við vildum gátum við lesið um þau í vikunni eins og ég skrifaði í pistlunum okkar.  Sagan um Söru og Abraham segir frá fyrstu skrefunum inn í kristna kirkju og  er orðin fjögur þúsund ára gömul.  Við höfum ekki hugmynnd um hvers vegna Guð valdi þetta ártal því það voru milljónir ára síðan hún skapaði heiminn og fólkið. Hún var sífellt á tali við það og gaf því listir og lögfræði, eins og í skipulögðum stórborgunum í Mesópótamíu, Egyptalandi og Indlandi og í lögunum sem hún gaf Hammúrabí, kóngi í Mesópótamíu þar sem Sara bjó um leið og hann.  Seinna fékk Móse boðorðin úr þessu safni.

Við höfum heldur ekki hugmynd um hvers vegna Guð valdi einmitt hjónin Söru og Abraham og kippti sér ekki upp við það að þau voru hálfsystkin.   Þau hljóta að hafa verið góðar manneskjur og  reisnarleg úr því hún valdi þau.  En þau voru líka verulega gölluð.  Það kom fyrir að þau reyndust hvort öðru illa og líka öðru fólki.  Eins og Abraham sem kom Söru tvisvar í kvennabúr, stórfalleg sem hún var og eins og Sara sem var svo kolbrjáluð út í Hagar sem hún hafði valið sem staðgöngumóður að hún rak hana tvisvar út af heimilinu.  Hagar reyndist Söru líka hræðilega illa.   Hún fann mikið til sín yfir hlutverkinu og fór að fyrirlíta Söru fyrir að geta ekki átt barn sjálf.  Þetta var löng og þung harmsaga þessarar fjölskyldu.

En Guð greip alltaf inn í.  Hún tók Söru snarlega úr kvennabúrunum, gaf Hagar nýtt heimili og gaf Söru og Abraham soninn Ísak sem þau elskuðu bæði.  Svo dó Sara.  […]

Prédikun Auðar Eir í 30 ára afmælismessu

Prédikun Auðar Eir í Neskirkju í 30 ára afmælismessu Kvennakirkjunnar.

Við erum búnar að fara yfir söguna.  Hún heldur áfram og hvað skyldi bíða okkar?  

Það  hefur margt breyst í heiminum á 30 árum og líka hjá okkur.  En sumt er eins í verlöldinni og líka hjá okkur.  Við höldum áfram að vera margar.  Við höldum áfram að tilheyra hver annarri af því að við tilheyrum Guði.  Við  biðjum hver fyrir annarri,  bjóðum hver annarri í messu og samverustundir.  Við höldum áfram að lesa Biblíuna og syngja og tala saman og finna að vinátta okkar gefur okkur öryggi og gleði með öðru fólki.  

 Við höldum áfram að  tilheyra menningunni í kringum okkur,  margvíslegri góðri menningu sem á rætur í  styrk og gleði kristinnar trúar .   Eitthvað í i menningunni er farið að fara aðra vegi og  kærir sig minna og minna um kristna trú og meira og meira um ræktina og hollustuna, jóga og hugleiðslu og hópana og  listina, allt eftir þeim hugmyndum að það sé einmitt í þessu sem við finnum það besta í sjálfum okkur.

Það er margt í þessum sem styrkir okkur og gleður.    En ég býst ekki við að neinar okkar hafi nokkuð af þessu sem grundvöll lífsins.  Við höfum auðvitað allar okkar eigin hugmyndir um þetta eins og allt annað.   Við ráðum allar hvað við hugsum, segjum við.  Við hugsum allar það sem við viljum.   En við  vitum um leið og við segjum það að það gerum við reyndar ekki alveg.  Við hugsum meira og minna það sem berst að okkur.   Við sjáum af sögu aldanna að það var alltaf svona.  Það komu alltaf bylgjur nýrra hugmynda sem mótuðu nýjar kynslóðir.  Með vondum og góðum hugmyndum.   

Kvennaguðfræðin […]

Prédikun í Seltjarnarneskirkju í nóvember 2022

Seltjarnarneskirkja 13. nóvember 2022

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Saga kvöldsins er um sálmasönginn í húsi Guðs og úti í grænu grasinu.  Það var einu sinni þegar fólk Guðs var búið að búa í nokkur hundruð ár í landinu sínu að vondur kóngur að austan kom og tók þau höndum, eyðilagði musterið og múrana kringum Jerúsalem og flutti þau langt í burtu þar sem hann átti heima,  Þau sátu við fljótið og grétu og seinna sungu þau sálminn sem við heyrðum áðan:  Við Babýlonsfljót sátum við og grétum.  Hvernig áttum við að syngja Guði ljóð í öðru landi?  Næsti kafli Biblíunnar er um það þegar Guð leiddi þau aftur heim.  Til að gera langa sögu stutta þá byggðu þau aftur upp musterið og múrana og þegar það var búið var haldin undursamleg hátíð.  Það er tekið fram að hún var ekki bara fyrir mennina heldur líka fyrir konurnar og börnin.  Og tveir miklir kórar komu syngjandi sitt úr hvorri áttinni og gengu upp á múrana og mættust þar og sungu.   

Þriðju kaflinn er um Jesúm sem söng með fólkinu sínu.  Í síðustu kvöldmáltíðinni lauk kann máltíðinni með að syngja lofsönginn áður en hann gekk út í Getsemane og var hadtekin og krossfestur.  

Hann stofnaði kirkjuna og hún breiddist út með miklum hraða og fólkið kom saman í söfnuðunum sínum og söng sálma.  Þau átti heila sálmabók, Davíðssálmana í Gamla testmentinu.  Syngið saman, syngið sálmana sem styrkja ykkur og blessa í yndislegri trú ykkar á Jesúm frelsara ykkar.  Það stendur aftur og aftur i bréfunum sem söfnuðirnir fengu frá. postulunum., konunum og mönnunum sem sífellt heimsóttu söfnuðina og skrifuðu þeim bréf.  Syngið sálma, skrifuðu þau,  syngið sálma til að styrkja og gleðja trú ykkar.

Þetta stendur í Postulalsögunni sem við […]

Prédikun Auðar Eir 11. september í Hallgrímskirkju

Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Predikun í messu Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju
sunnudagskvöldið 11. september 2022

Við ætlum að tala um heilagan anda í kvöld.  Af því að við byrjum á morgun að lesa Postulasöguna í mánudagstímunum okkar og hún er öll um heilagan anda.  Hún byrjar á því að segja frá því þegar niðurbrotið fólk Jesú beið í Jerúsalem eftir því að hann segði þeim hvað þau ættu að gera.  Hann hafði sagt þeim að bíða.  Ég skal segja ykkur hvað þið eigið að gera.

Hann sagði þeim það.  Þið skuluð fara og segja öllum sem þið hittið að ég elski þau og hafi skapað þau og þau eigi í mér allt sem þau þrá í rauninni.  Líka þótt þau geri sér ekki grein fyrir því.  Þau fóru og það varð alveg eins og hann hafði sagt.   Þau byrjuðu  í Jerúsalem  en fóru svo til annarra borga og til útlanda, handviss um að heilagur andi leiddi þau.

Hvað segjum við?  Hvað segjum við um heilagan anda í okkar eigin lífi?  

Við segjum að heilagur andi leiði okkur líka og við heyrum hann tala við okkur.  

Hvernig heyrum við hann tala?  Við höfum sagt hver annarri frá því.  Ein okkar sagði að hún heyrði hvernig Guð hlustaði á bænir hennar og hvernig hún fyndi gleði og frið af því að vita það.  Og líka þegar það sem ég bið um verður ekki.  Líka þegar djúp sorgin fyllir hjarta mitt og söknuðurinn umlykur mig.  Líka þá heyri ég Guð tala við mig.  Hún segir mér að allt sé í  sinni hendi þótt ég skilji það ekki.

 

Elsku vinkonur, er það er dásamlegt að heyra vinkonu okkar segja þetta?  Að hún viti að Guð sé hjá sér þótt hún hafi ekki svarað bænum hennar eins […]

Prédikun sr. Auðar Eir 19. júní í sölum Kvennakirkjunnar

Það er ein spurning sem við spyrjum sjálfar okkur núna.  Finnst þér þú berjast?

Þetta er nefnilega baráttudagur sjálfra okkar og hluti af baráttudögum allra kvenna heimsins.
Frelsi okkar kostaði mikla baráttu.  Við ætlum bara að minnast á einn þáttinn núna.  Við stöndum á Bríetartorgi sem heitir eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.  Hún bjó um tíma hérna í gula húsinu hinu megin við götuna.  Þá bjó Hannes Hafstein líka þar og hann hvatti hana til að láta til sín taka í kvenréttindum.

 Og seinna bjó hún með manni sínum Valdimar Ásmundssyni ritstjóra innar í götunni í Þingholtsstræti 18, beint á mólti húsi okkar en það er búið að rífa númer 18.  Þar  stofnaði Bríet Kvenréttindafélagið árið 1907 með 14 öðrum konum.   Ein af þeim var amma mín, Þórunn K. P, í okkar húsi númer 17.  Hún bjó uppi og niðri erum við í sama anda hinna góðu baráttiu.

Þær börðust.  Þær börðust fyrir kosningarétti og fyrir stöðu giftra kvenna, fyrir menntun kvenna og fyrir verkakonum.  Styrkur þeirra var að þær komu allar frá heimilum þar sem sífellt var rætt um stjórnmál, þær voru í Reykjavíkurfjölskyldum sem þekktust og mátu hver aðra og þær áttu vináttu sín á milli, kunnu að skipuleggja og tala saman og vinna saman og treystu hver annarri.   Þær voru hugrakkar og einstakar. 

Og þá kemur spurningin aftur:  Finnst þér þú berjast?  Þegar við byrjuðum lýstum við starfinu með ýmsum orðum sem sýna góða baráttu okkar, messur, námskeið, bænastundir , söngæfingar, örþing, hugmyndatorg, sálgæsla, bókasafn, bókaútgáfa, ferðalög, erlent samstarf.

Við gerðum þetta allt og gerum það enn.  Við berjumst.  Tímar breytast og við berjumst öðru vísi en áður.  Færri koma og við breytum göngulaginu eftir því og kunnum eins og ekkert sé að breyta um takt.  Það er […]

Prédikun Séra Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Seltjarnarneskirkju

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju 14. nóvember 2021

Þá sagði Jesús:  Sáðmaðurinn fór út að sá.  Sum fræin féll við götuna og fuglar komu og átu þau.   Sum féllu í grýtta jörð og visnuðu í heitu sólskininu.  Sum féllu í þyrna og þistla sem kæfðu þau.  En sum féllu í góða jörð og komu upp og urðu að stórkostlegri uppskeru.

Nú skaltu hlusta á þetta, sagði Jesús.  Guð blessar okkur orðið sitt.  Amen

Ég kem ekki til með að segja eitt einasta aukatekið orð sem þú hefur ekki heyrt mig segja áður.  Ég lofa þér því eins og er sagt til að fullyrða eitthvað.  Það er auðvitað hallærislegt að sitja hérna og segja ekkert annað en það sem þú hefur heyrt hundrað sinnunm. Hvað er gaman að því?  Það er sérlega ömurlegt af því að  við erum í sporum frelsara okkar sem sagði það sem fólk hafði aldrei heyrt áður.  Þau urðu svo frá sér numin að þau urðu nýjar manneskjur og allt lífið breyttist.   

Við erum búnar að lesa fyrstu fimm kaflana í Markúsi.  Það stendur þar hvernig þetta var.  Það var ekki allt fólkið sem heyrði Jesúm tala sem heyrði hvað hann sagði.  Eins og við heyrðum í ritningarlestrinum.  Sum nenntu ekki að pæla í því.  Sum vildu heldur hlusta á eitthvað annað.  Sum máttu bara ekki vera að því.  En.  Sum heyrðu og hlustuðu og urðu nýjar manneskjur.

Jesús talaði við allt þetta fólk.  Hann gaf því alveg ný ráð til að nota í daglegu lífinu.  Daglegt lífið skiptir okkur mestu.  Vertu ekki alltaf að dæma, sagði hann.  Ekki dæma hin.  Og ekki dæma sjálfa þig.  Gerðu það sem þér finnst rétt, hafðu trú á þér og haltu þínu striki.  Ef […]

Prédikun sr. Auðar Eir í Hallgrímskirkju í september 2021

Predikun sr. Auðar Eir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 19. september 2021

Er það ekki stórkostlegt að hittast eftir þessa löngu fjarveru?  Og eins og alltaf svo gaman að sjá hvernig við komum ein af annarri í messuna og verðum glaðari og glaðari þegar við komum ein eftir aðra og  fleiri og fleiri.  Í kvöld erum við að tala um nýjustu bókina okkar Göngum í hús Guðs.  Guðþjónustan okkar.

Við skulum tala um kafla í inngangsorðunum með nokkrum spurningum sem komu frá alheimshreyfingum innan lútersku kirkjunnar.  Það var fyrir löngu, fyrir 40 árum  en spurningarnar og svörin eru enn efst á blaði hjá okkur.

Þar er spurt:  Hvers vegna komum við?  

Hvað segir þú?  

Þau segja að við komum til að íhuga hjálp Guðs sem við finnum í Ritningunni.

Og sjáum í  nærveru Guðs og máttarverkum í hversdeginum.  

Við hittumst til að tala við Guð um dýpsta ótta okkar og gleði okkar og vonir.  

Og finna gæsku Guðs í lífi okkar og lífi safnaðarins.  

Og þakka Guði ást hennar í Jesú Kristi og bera boðskapinn áfram.  

Það er yndislegt að fá að vera í þessum hópi og með svo fjölmörgu fólki um alla veröldina.  Sumar okkar muna þegar það var sagt að fólk væri bara í kirkjunni í tómu meiningarleysi og kannski væri betra að kirkjan væri hópur sem meinti i alvöru það sem hann segði.

Kannski.  Hvort sem það er betra eða verra erum við nú í alheimskirkju sem er miklu minni en fyrir hálfri öld.  Það breytir engu fyrir okkur.  Við eigum núna eins og þá þessa undursamlegu gjöf að vera vinkonur Guðs.  Eða kannski kirkjan sé ekkert minni núna.  Af því að þótt Vesturlönd afneiti kristinni trú taka Austurlöndin henni fagnandi og flykkjast til hennar.  

Svörin […]

Ræða sr. Auðar Eir við útiguðsþjónustu við Kjarvalstaði 19. júní 2020

Ræða á 19. júní við Kjarvalsstaði – Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Smásaga í upphafi:  Ég sat í hádegisverði í miðbænum með vinkonum mínum og konur sátu við öll hin borðin en eitt var laust.  Þá kom tignarleg kona og settist þar, ég vissi að hún var íslensk og nýlega gift útlendum manni í hárri stöðu við alþjóðafyrirtæki.  Allar konurnar við öll borðin risu á fætur og fóru til hennar.  Allar nema ég auðvitað sem þekkti hana ekki.  En sagan er um það að ég fylltist undarlegum tilfinningum sem ég veit ekki hverjar voru, kannski varð ég einmana, kannski fannst mér lífsstíll þeirra ógna mér eða kannski fannst mér eitthvað annað.  Sagan búin og geymd til að segja meira um á eftir.

Ég ætla að tala um tilfinningar.  Ekki almennt og ekki um fólk úti í heimi eða úti í bæ.  Bara okkar.  Og biðja þig elskulegast að halda þessa predikun með mér.   Mér finnst við verða að halda ræðuna saman  um þetta merkilega viðfangsefni, tilfinningar sjálfra okkar.

Fólk er að tala um kvíðann.  Ert þú kvíðin?  Stundum hugsa ég.  Eins og ég líka og líklega allar hinar.  Svona rétt umyrðalaust ætla ég stinga upp á öðru heiti um kvíðann.  Hvað finnst þér um að kalla hann lífsótta? 

Þá er hann einfaldlega óttinn við lífið, alla vega og óútreiknanlegt lífið.  Þessi kvíði hefur alltaf verið til og fólk skrifaði mikið um hann í Biblíunni.  Það gerist alltaf svo margt sem ætti ekki að gerast.  Skyldi ekki sagan sem ég sagði fyrst vera hluti af honum?  Er hann ekki líka ótti við ýmsa smávægilega atburði sem gerast aftur og aftur í daglegu lífi okkar?  Finnst þér betra fyrir þig að gera þér einhverja grein fyrir tilfinningunum um lífið?  Finnst þér það?  Skyldi það vera að ef við gerum okkur grein fyrir smáa óttanum getum við heldur skár ráðið við mikla óttann?  Hugsum um það meðan […]

Prédikun séra Auðar Eir 29. desember 2019 í Háteigskirkju

Háteigskirkja, sunnudagskvöldið 29 .desember 2019

Einu sinni enn heyrum við undursamlegt jólaguðspjallið um samtal Maríu við engilinn, ferð Maríu og Jósefs til Betlehem, fæðingu Jesú í fjárhúsinu, englasönginn hjá hirðunum og komu vitringanna frá Austurlöndum.  Einu sinni enn fyllumst við gleði og friði.

Heyrum líka formálann.  Hann stendur í öllu Gamla testamentinu og er um sköpun heimsins og vandræði hans um allar aldir, stríðin og kvenfyrirlitniguna en líka um ómælda ást Guðs sem var alltaf með fólki sínu í einu og öllu.  Hún ákvað að koma sjálf.  Ég kem bráðum, sagði hún og gef ykkur frið.  Þá verða öll hermannastígvél brennd og heima hjá ykkur er djúpur friður og smábörnin leika sér við góð og blíð dýr sem eru hætt að vera vond og hættuleg.

Svo kom Guð.   Hún kom og var Jesús.  Fæddur af Maíu og heilögum anda.  Lúkas og Matteus segja söguna, Markús segir frá upphafi starfsins og Jóhannes segir:  Í upphafi var Orðið og Orðið var Guð sem kom og var manneskja eins og við.  

Það er rifist um sögurnar um fæðinguna og líka um Orðið sem varð Jesús.  Það er hnakkrifist um það að Jesús var alltaf til og var alltaf Guð og heilagur andi.  Ég steig niður af himni, sagði hann sjálfur og við trúum því af því að hann sagði það.  Við skiljum það ekki.  Engin skilja það en við trúum því.  

Það breytir öllu lífi okkar að Guð varð ein af okkur.  Við sem viljum segjum að hún sé vinkona okkar.  Þær  sem kæra sig  ekki um að segja það segja það ekki.  En við játum allar að Guð kom eins og jólaguðspjallið segir.

Þess vegna getum við talað við Guð um allt sem liggur okkur á hjarta.  Hún steig niður og til okkar.  Hún heyrir alltaf og hjálpar alltaf.   Hún breytir huga okkar.  Hún tekur frá okkur hugsanirnar sem eru okkur svo erfiðar að þær […]

Prédikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Predikun í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17

sunnudagskvöldið 19. október 2019

 

Kristín las fyrir okkur úr 25. kafla Matteusar um meyjarniar tíu.  Nú skulum hlusta á útskýringarnar sem Elizabeth Cady Stanton skrifaði í Kvennabiblíuna sem kom út 1895 og 1898.  Kvennabiblían er útskýringar á köflum um konur í Biblíunni og hún er undristaða kvennaguðfræðinnar sem við höfum lesið saman öll okkar ár.

Elizabeth var konan sem stofnaði fyrstu kvenréttindasamtök Bandaríkjanna.  Hún og vinkona hennar Lucretia Mott stofnuðu samtökin árið 1848.  Lucretia var prestur kvekara og frábær kona.  Elizabeth var alla ævi forystukona.  Pabbi hennar var lögfræðingur og Elizabeth vann á lögfræðistofu hans en fékk ekki frekar en aðrar konur að læra lögfræði í skólum þótt konur væru komnar til mennta á mörgum sviðum. En hún lærði lögfræði á skrifstofunni og hét að helga líf sitt því að berjast fyrir réttlæti kvenna sem voru fótum troðnar og bjuggu við hörmulegt óréttlæti laganna.  Hópur lærðra kvenna vann með henni að Kvennabiblíunni og ein, Júlía Smith þýddi Biblíuna úr hebresku og grísku.   Starfshópurinn er vitni um að konur voru komnar til mennta. Öðrum menntakonum var boðið að taka þátt í þýðingunni en þær höfnuðu boðinu og töldu að frami þeirra myndi skaðast af samvinnunni.  Sem var ugglaust laukrétt.  Elizabeth sagði að það væri búið að segja svo mikið um ofbeldi Biblíunnar gagnvart konum að nú yrðu þær sjálfar að gá hvað væri satt í því.

Sagan um stúlkurnar tíu er um mikla skrúðgöngu brúðhjóna og þeirra sem var boðið í brúðkaupið. Þeim var boðið öllum stúlkunum tíu sem sagan segir frá..  Fimm voru tilbúnar til að fara í brúðkaupið en fimm voru það ekki.  Það dróst fram að miðnætti að brúðhjónin kæmu og stúlkurnar voru allar orðnar þreyttar og sofnuðu þegar það dróst að boðið byrjaði.  Þegar þær vöknuðu var slokknað á […]

Prédikun Auðar Eir í afmælisguðþjónustu í Neskirkju 29. september 2019

,

Ég æta að segja þér sögu.  Einu sinni týndi ég litlu brúnu töskunni minni með kortunum, lyklunum og símanum.  Óhuggulegt.  Einhver gætu verið farin að eyða af kortunum mínum og hringja úr símanum og komið og opnað húsið mitt um miðja nótt.  Svona getur lífið verið og ég segi þér framhandið á eftir.

Ég á afmæli í dag, 45 ára vígsluafmæli.  Takk fyrir hátíðahöld kvöldsins. Þetta er yndislegt kvöld og ég hef hlakkað svo til að vera hérna með ykkur.   Dagarnir fyrir og eftir prestvísluna  fyrir 45 árum voru  baráttudagar en ekki bara baráttudagar heldur mörg baráttuár. Það tók allt líf mitt og líka dætra minna  og Þórðar mannsins míns því ég var alltaf með hugann við baráttuna. Það gat ekki verið öðruvísi  og  það var líka svona í öðrum löndum.  En nú er stríðið unnið og við skulum gleðjast.

Það er flókið að bjóðast til að vera prestur því fólk hefur alla vega hugmyndir og ræður yfir okkur sem bjóðum okkur fram.  Sum vilja hávaxna presta en sum lágvaxna, sum fjölskyldur en sum einhleypt fólk, sum vilja fólk sem kann eitthvað annað en guðfræði en sum vilja fólk sem fer ekki að skipta sér af neinu  og svo framvegis og svo framvegis fram með öllum götum.

En Lúter var ekkert að vesenast í þvíessu.   Hann sagði að prestar hefðu það aleina hlutverk að boða Orðið.  Það væri nefnilega réttur alls kristins fólks að fá alltaf að heyra Orðið .  Af því að Orðið gæfi frelsi og réttlæti, gleði og kjark hvern einasta dag.

Nú sjáum við hér hjá okkur og heyrum frá gjörvöllum Vesturlöndum að fólk vill alls ekki koma í kirkju. Það verður fólk að ákveða sjálft.  Lúter sagði að við skyldum endilega koma í […]

Prédikun Auðar Eir í febrúarmessu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Innilega til hamingju með afmælið okkar á fimmtudaginn, 14. febrúar.  Við erum nú búnar að vera saman í 26 ár og það hefur verið yndislegt og heldur því áfram.  Í kvöld eins og í öllum messum tölum við um Guð og okkur.

Ég ætla að segja þér tvær smásögur til af reifa málið.  Fyrri er svona:  Ég fór á bensínstöð.  Maðurinn kom og dældi fyrir mig og við spjölluðum saman og ég spjallaði líka við konuna sem tók á móti borguninni.  Sögulok. Hin sagan er svona:  Svo fór ég í bankann og konan þar gerði upp reikningana fyrir mig og svo spjölluðum við örlítð. Sagan búin.

 Ég hugsaði með mér að þessar manneskjur væru andlit þessara miklu fyrirtækja.  Það eru þær sem við hittum og eru miklu mikilvægari fyrir okkur en fólkð sem situr á skrifstofunum og stjórnar öllu og við höfum aldrei séð.  Samt þarf að stjórna þessu öllu því það þarf alltaf bæði manneskjur sem hafa yfirlit og framkvæmdir fyrir allar deildir og þær sem sjá um verkin á sínum stöðum

Þessar smásögur leiða til þess að tala um Guð og okkur.  Guð gerir nefnilega hvort tveggja, að vera á staðnum og sjá svo um allt.  Hún á heiminn og er þar alltaf í eigin persónu. Bara alltaf til viðtals og hjálpar.  Það er dásamlegt og við skulum hugsa meira um það.

Finnst þér það ekki stórkostlegt að eiga alltaf aðgang að henni sem stjórnar þessu stóra fyrirtæki þar sem milljónir vinna.  Og hafa það starf að hafa áhrif á aðrar milljónir.  Og að hún skuli vera í afgreiðslunni.  Og að hún skuli vera vinkona þín?

Við skulum tala um það í kvöld hver hún er.  Hver er Guð?  Og hverjar erum við sem erum vinkonur hennar?

Þótt hún […]

Prédikun Auðar Eir í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Predikun í stofum Kvennakirkjunnar 2. desember 2018

Ég var að hugsa um að tala um fullveldð og umræður þessara daga.  Bara eitt í umræðunni.  Bara eitt.  Við getum talað saman um þetta allt og við erum áreiðanlega sammála um margt og ósammála um annað.  Það er svo prýðilegt eins og  ævinlega að víkka sjónarmiðin.

Eg ætla að tala um umtalið um okkar eigin persónulega fullveldi.  Það er talað aftur og aftur um þjóðkjörið fólk sem sé meira en við venjulegar ókjörnar manneskjurnar.  Ég held ekki að það sé rétt.

Við skiptumst ekki í tvo flokka.  Við erum öll þjóðkjörin og fullvalda og berum öll ábyrgð á fullveldi okkar.  Það er alveg satt að margt fólk, þjóðkjörið og ráðiið til starfa þarf að taka ákvarðinar um margt sem við hin þurfum ekki.  Þau þurfa að koma fram þar sem við þurfum ekki að vera og lýsa yfir skoðunum sem við þurfum ekki.  En ábyrgðin sem þau bera er ábyrgð okkar allra.

Þegar þeim tekst vel er það af því að okkur tekst vel í því að vera fullvalda einstaklingar í fullvalda þjóð.  Þau eru hluti af okkur öllum í kringum sig.

Það verða alltaf deilur um ákvarðanir og framkvæmdir. Það var deilt um ákvörðunina um fullveldið 1918.  Og um lýðveldið 1944.  Og um Atlandshafsbandalagið og um Evrópusambandið.  Það er sífellt deilt um launakjör.  Og um velferðarmál og um skólamál.  Við gefumst stundum upp á að hafa einbeittar skoðanir á þessu öllu og felum það fólkinu sem hefur fallist á að hafa skoðanir og framkvæmdir.  Sumum treystii ég og öðrum treystir þú.  Þetta er svo alvanalegt eins og maðurinn á Akranesi sagði alltaf.

En við erum öll fullvalda og jafn fullvalda og þau sem við kusum eða treystum.  Þau mótast af skoðunum okkar […]

Prédikun í Seltjarnarneskirkju 21. október 2018 – Auður Eir

Pédikun í Seltjarnarneskirkja 21. október 2018. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flutti

Við erum að tala um sjálfstraustið þessa dagana í Kvennakirkjunni.  Auðvitað erum við alltaf að tala um sjálfstraustið því við erum sammála um að kristin trú boði okkur að við eigum að hafa trú á sjálfum okkur.  Guð þarf á því að halda að við  treystum sjálfum okkur.  Af því að hún þarf á okkur að halda í baráttu sinni fyrir heiminum sem hún skapaði og á og elskar.  Og af því að hún elskar okkur og vill okkur allt það besta.  Hún vill að okkur líði vel.  Treystum Guði svo að við treystum sjálfum okkur,  öðrum og lífinu segjum við í kvennaguðfræði okkar.

Ég kem með þessa þrjá poka sem ég set á mitt gólfið.  Þeir eru fullir af sjálfstrausti.  Í þessum fyrsta er þetta brothætta glas og litli rauði klúturinn sem er einn af þeim sem við gáfum hver annarri í einni messunni til að fara heim með og minna okkur á litríka gleði kristinnar trúar.  Þetta er til að segja okkur að það er betra að eiga mjúkt sjálfstraust sem réttir úr sér þegar það  bögglast heldur en að eiga glerfínt sjálfstraust sem brotnar þegar það  verður fyrir áfalli.

Í miðpokanum eru uppástungur um það hvað ræðst á sjálfstraust okkar aftur og aftur.  Mér finnst ég pödduleg þegar  ég rifja upp mínar hugsanir um það.  En ég ætla samt að gera það.  Það er tilfinning fyrir því að annað fólk sé flottara en ég.  Skelfilega pöddulegt.  Og að mér hafi mistekist svo svakalega margt.  Hvort tveggja er alveg satt.  Þó það nú væri.  Margt fólk stendur mér auðvitað miklu miklu framar og mér hefur mistekist ýmislegt.   Það er satt en ekki gagnlegt að […]

Prédikun sr. Auðar Eir í Laugarneskirkju 12. mars 2017

Prédikun sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Laugarneskirkja 12. mars 2017

Guðþjónustan í kvöld er á tíma páskaföstunnar og kirkjan um víðfeðma veröldina sekkur sér niður í dagana sem leiddu til krossfestingarinnar.  Við gerum það líka.   Mitt í erlinum tökum við okkur tíma til að líta í kringum okkur og inn til sjálfra okkar.  Í kringum okkur sjáum við ýmislegt sem við vildum að væri þar ekki.  Það eru stríð og flóttafólk sem hrekst og þjáist.  Sjúkdómar og sorgir eru á næsta leyti eins og alltaf og þessi öld er öld kvíðans.  Við sjáum það sjálfar.  Við sjáum fólk bugast af kvíða fyrir lífinu og finnum sjálfar að við komumst ekki frá þessum sama kvíða þótt hann leggi okkur ekki að velli.

Hvers vegna er þetta svona?  Við heyrum sagt að heimurinn sé í rauninni bæði betri og viðráðanlegri.  Það er hægt að ráða við hann með andlegum og líkamlegum æfingum sem hafa verið stundaðar frá fornu fari og okkur standa til boða.   Við getum tekið okkur tíma til að líta inn í dýpstu fylgsni hugar okkar og ná jafnvægi sem læknar kvíða okkar.

Það er gott að heyra boðskap um möguleika.  Við þurfum að læra að nota möguleikana til að njóta lífsins sem við eigum.  Við þurfum það vegna sjálfra okkar og vegna hinna sem við lifum lífinu með.  Þau þarfnast styrks okkar og hugrekkis.  Við höfum öll djúp áhrif hvert á annað og gott eiga allar manneskjur sem fá að þekkja verulega gott fólk  Og gott á hver sú manneskja sem er þessi verulega góða manneskja.

En kristin trú segir ekki að við finnum jafnvægið með því að kyrra huga okkar og finna þar uppsprettu styrks okkar.  Hún segir að jafnvægið sé ekki þar.

Æ.  Af hverju […]

Prédikun Auðar Eir í Hallgrímskirkju í janúar

Prédikun Auðar Eir Vilhjálmsdóttur í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 15. janúar 2017

Hildigunnur sagði í spjallinu sínu áðan um heimilishaldið og fjölskylduna að með nýjum tímum kæmu nýjar úlpur.  Hugsum meira um það.  Koma nýjar úlpur með nýjum tímum eða koma nýir tímar með nýjum úlpum?Ég held það sé bara hvort tveggja.  Hvernig var þetta með Lúter?  Nú erum við að byrja afmælisár siðbótarinnar sem Lúter hratt úr vör og varð til að breyta allri kristinni kirkju.  Það komu nýir tímar af því að Lúter fór í nýja úlpu eða með öðrum orðum hugsaði hann nýjar hugsanir.  Og svo upp úr því fór fleira og fleira fólk í nýjar úlpur, hugsaði býjar huganair og þá breyttust tímarnir.

Hvað breyttist?  Kirkjan breyttist úr reglu í frelsi.  Það var ekki lengur lausn lífsins að leggja sig í líma til að gera það besta heldur var lausnin að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að taka á móti frelsi Jesú.  Það er þrennt sem við fáum þegar við tökum á móti Jesú, sagði Lúter.  Við fáum Orðið, trúna og náðina.  Það er allt alveg ókeypis.  Og  það verður að miklum auðævum.  Í Jesú eigum við Orðið sem segir okkur frá grundvelli lífsins og vísar okkar veginn.  Í trúnni grípur Jesús hjarta okkar og gefur okkur kærleikann sem er hin besta allra dyggða af því að það er í kærleikanum sem við tökum hvert annað að okkur, gefum að borða og drekka og spörum ekkert til að koma til hjálpar.  Og það er í náðinni sem við verðum þau sem Guð skapaði okkur til að vera.

Það var sagt að við þyrftum fyrst og fremst að lifa lífi okkar í kærleika.  En það er mesta vitleysa að kærleikurinn frelsi okkur.  Páll postuli sagði […]

Prédikun úr guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Auður Eir Vilhjálmsdóttir í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Neskirkju

sunnudaginn 16. október 2016

 

Við erum að tala um kvíðann á námskeiðinu okkar og tölum líka um hann í kvöld.

Við höfum sagt margt um kvíðann.  Við höfum sagt að okkur finnst hann vera búnt af ýmsum tilfinningum og helst sektarkenndinni en líka einsemdinni og reiðinni og streitunni og ýmsu fleiru.

Kvíðinn er hluti af öllu hinu sem er öðru vísi en það á að vera.  Það tilheyrir böli heimsins.  Og hvað er  eiginlega böl heimsins?

Rétt um 500 árum fyrir Krist voru miklar hugmyndir í gangi á mörgum stöðum í heiminum.  Alveg eins og fyrr og síðar hafa miklar  hugmyndir orðið til á sama tíma á ýmsum stöðum.  Eins og kvennaguðfræðin.  500 árum fyrir Krist var Sókrates í Grikklandi og Búdda í Indlandi og í Kína voru Lao Tse og Konfúsíus.

Sókrates sagði að bölið væri fáfræðin og björgunin væri að hugsa skýrar.    Búdda sagði að það væri löngunin eftir einu og öðru og læknaðist með því að forðast langanir  og hugsa og tala fallega og hegða sér rétt.   Laó Tse sagði að það væri skortur okkar á sambandi við náttúruna og læknaðist með meira sambandi og dulúðugri íhugun.  En Konfúsíus sagði að við ættum bara að  vera raunsæ og sjá að svona væri nú lífið og við skyldum skella okkur í að taka þátt í því og bæta það.   Hann sagði að þegar liði á lífið yrði alltaf fleira sem við vildum að hefði verið öðru vísi og við skyldum horfast í augu við það og drífa okkur svo út úr þeim hugsunum.

Svo kom Jesús 500 árum seinna.  Hvað sagði hann?  Hann sagði að bölið væri syndin og björgunin væri hann sjálfur.   Vertu í mér eins og […]

Prédikun í Grensáskirkju í september 2016 – Auður Eir

Við ætlum að tala um kvíðann og það er upphafið að námskeiðunum sem við höldum til jóla og kannski í allan heila vetur.  Við sjáum bara til.

Ég ætla að setja upp ræðustíl sem er þrisvar sinnum þrisvar, aðallega bara að gamni og líka til að hafa þetta skýrt og klárt.  Það verða þrjár línur með þremur atriðum hver.

Fyrstar lína:

Það var sagt á síðustu öld að kvíðinn yrði aðaleinkenni þessarar aldar.  Og það varð.  Kvíðinn er svo yfirþyrmandi að fólk verður örmagna og öryrkjar af djúpum og þungum kvíða sem það ræður ekki við.

En kvíðinn hefur verið einkenni allra alda.  Við sjáum það á því hvernig Biblían talar um kvíðann.  Þar er sífellt sagt:  Óttastu ekki.  Ekki vera hrædd.  Það er af því að fólk var kvíðið. Fólk hefur verið kvíðið öld eftir öld.

  Það er gott fyrir okkur að sjá að kvíðinn er hluti af veröldinni og það er ekkert nýtt.  Það er ekkert óeðlilegt að við kvíðum sjálfar mikið eða lítið.

Önnur lína:

Það er áreiðanlega gagnlegt fyrir okkur að athuga okkar eigin kvíða.  Hvers vegna skyldum vð vera svona kvíðnar?  Kannski kvíðum við af því að við erum  bara kvíðnar týpur eins og ein okkar segir.  Kannski erum við af kvíðnu fólki.  Það er ekki ólíklegt að sumar okkar kvíði meira en aðrar og líka að stundum kvíðum við sjálfar meira  á einum tím e  öðrum.

Ég held að það séu aðallega tveir flokkar af kvíða sem við glímum við:  Annar er að kvíða fyrir einhverju sérstöku, eins og vinkona okkar kveið fyrir að eiga að mæta á ættarmót með sallat fyrir sextíu manns.  Þegar ættarmótið var búið var kvíðinn það líka.  Hitt er að kvíða fyrir einhverju sem við vitum ekki hvað er.  Ég held […]

Ræða Auðar Eir á guðþjónustu 19. júní 2016

Auður Eir Vilhjálmsdóttir   Guðþjónusta við Kjarvalsstaði 19. júní 2016 kl. 20

Ymdislega fólk.  Til hamingju með daginn og frelsið.  Við heyrðum ritningarlestur um frelsið og ætlum að halda áfram að tala um það.  Við skulum tala um frelsið til að vera til og njóta lífsins.

Og þá ætla ég að segja ykkur sögu.  Það var sunnudagar og ekki messa hjá okkur en ég sá auglýst að það yrðu fyrirlestrar í Hannesarholti.  Klukkan var næstum fjögur svo ég rauk af stað, lagði bílnum í Miðstrætinu og skundaði upp Skálholtsstíginn.  ÉG sá mér til furðu að fyrirlestrarnir voru niðri og fullt veitingum úti og inni og ég hugsað:  Enn flott og gekk inn.  Það var fullt af fólki en engir fyrirlestra byrjaðir og ég settist við borð.   Þá kom vingjarnlegur maður og sagði að ég ætlaði líklega að vera uppi þvi þetta væri fermingaraveisla.  Ég fór bara upp og þar var allt byrjað og þéttsetið og ég sá bara einn stól lausan við eitt kringlótta borðið og settist þar hjá viingjjarnlegri konu.sem ér þótti ég hafa séð áður.  Svo fann ég að einhver stóð fyrr aftur mig  og leit upp:  Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að setja hjá konu sinni, á stólinn þar sem ég sat.

Nema bara að þetta er allt saman lygi, allt saman skraddaralygi, skradd skradd skraddaralygi, já, allt saman haugalygi.

Mér dytti ekki i hug að vera að bjóða ykkur upp á svoddan lygi ef ég væri ekki handviss um að þið skrökvið líka.  Þið skrökvið ótal sinnum að sjálfum ykkur.  Öllu mögulegu um það hvað þið gerið miklar endemis vitleysur og getið verið alveg út í blátinn.  Þið skröfkvið að ykkur um það hvað þið sögðuð og gerðuð í gær og fyrir 50 árum og hafið aldrei […]

Prédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 27. desember 2015

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Jólaguþjónusta í Háteigskirkju 27. desember 2015

Veljum að vera eins og Jesú á jólanóttina í Betlehem

Gleðileg jól.  Tölum um Betlehem.   Um hirðana í haganum sem heyrðu englana syngja og segja þeim að fara að sjá frelsarann.  Og um vitringana og um Maríu og Jósef.  Þau sem voru í fjárhúsinu á jólakvöldinu vissu öll hver Jesús var.  Þau vissu að smábarnið í jötunni var Guð sem skapaði alla veröldina.  Hún var komin til þeirra og alls heimsins.

Hugsum okkur að við séum einhver þeirra í fjárhúsinu.  Hver viltu vera?  Ég sting upp á því að við hugsum okkur að við séum Jesús, smábarnið í jötunni

Er það ekki of mikið fyrir okkur að þykjast vera Jesús?   Er það ekki hrokafullt og alveg út í bláinn?

Nei, það er ekki hroki.  Jesús sagði sjálfur að við gætum ekki tekið á móti öllu því stórkostlega og undursamlega  sem hann vildi gefa okkur nema við yrðum eins og börn.  Og hann sagði að við skyldum vera í sér og þá myndi hann fylla hjarta okkar og allt líf okkar myndi verða fyllt af vináttu hans.

Á jólanóttina hvíldi Jesús í umhyggju og ást fólksins sem Guð gaf honum.  Svo hélt hann áfram og gekk inn í lífsstarf sitt.  Við gerum það líka.  Hann gekk út í flókna og hættulega veröld.  Við gerum það líka.  Hann samdi sér lífsstíl.  Við gerum það líka.

Það skiptir mestu máli hvernig lífsstíl við semjum.  Það eru margar aðferðir og þær fara eftir margvíslegum viðhorfum.   Við veljum úr því sem við heyrum og lærum og  því sem við hugsum sjálfar.  Það skiptir mestu hvað við hugsum.  Ég segi það aftur og aftur og líka að þess vegna skiptir það öllu hverju við trúum.  Af því […]

Prédikun Auðar Eir í guðþjónustu í Laugarneskirkju 15. nóvember 2015

En eftir eldinn heyrðist blíður vindblær hvísla og Elía heyrði það.

Fyrri Konungabók 19. 12 – 13.

 
Við ætlum að heyra um það þegar Guð talaði við Elía í blíðum blæ en ekki í stormi, jarðskjálfta og eldi.  Það er sagt frá því í Fyrri Konungabók  og lesið úr henni áðan.  Frásagan er svona:  Kóngarnir í Ísrael voru orðnir verulega vondir menn.  Einn hét Akab og hann var duglegur herforingi en brást algjörlega þeirri einu skyldu sem hann hafði í raum og veru en það var að standa vörð um trúna á Guð.

Hann giftist Jessebel sem var hræðilega grimmlynd og dýrkaði guðinn Bal og Akab opnaði dyr þjóðar sinnar fyrir þeirri trú.  Elía gekkst fyrir keppni milli Bals og Guðs, lét 450 presta Bals setja upp altari og setti annað upp sjálfur, ekkert gerðist á altari þeirra en Guð sendi eld á altari sitt.  Þá drap Elía alla balsprestana.  Akab sagði Jessebel frá því og hún lét skila til Elía:  Á morgun um þetta leyti verður þú sjálfur dauður.  Og þá varð Elía þessi mikli kjarkmaður svo hræddur að hann flýði og faldi sig í helli.  Guð kom til hans og sendi á undan sér storm sem tætti björgin og jarðskjálfta og eld.  En Guð var ekki þar.  Þá kom blíður blær og straukst um hellisopið.  Þar var Guð og talaði við Elía.  Komdu nú Elía, ég er hérna með mat handa þér og svo skaltu halda áfram að vinna fyrir mig.

Ég vildi segja okkur þessa sögu af því að ég held að Guð tali við okkur núna í blíðum blæ og við skulum treysta því.  Stundum talar Guð með miklum krafti í vakningum sem kalla saman þúsundir fólks sem breyta öllu í kringum sig með sterkri […]

Veldu lífið – Prédikun úr Seltjarnarneskirkju 13. september

Veldu lífið

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Seltjarnarneskirkja,  13. september 2015

Í Gamla testamentinu sagði Guð við fólkið sitt:  Ég legg fyrir þig lífið og dauðann.  Veldu lífið. Og Jesús sagði:  Ég er lífið.  Í vináttunni við mig geturðu valið lífið.  Gerðu það. 5. Mós. 30.19.  Jóh. 14.6.

Ég ætla að segja ykkur frá því sem ég gerði á þriðjudaginn.  Þá var ég úti um allar trissur allan daginn og kom loksins við í kjötbúðinni til að kaupa í kvöldmatinn.  Ég kaupi alltaf lambalundir ef ég er svo sein að það er búið að loka fiskbúðinni.  En það voru bara til kindalundir og ég keypti þær, kom heim, setti upp kartöflur og hitaði pönnuna og setti kindalundirnar á hana.  En þegar kartöflurnar voru soðnar voru lundirnar enn seigar svo ég lét þær vera áfram og opnaði baunadósina.  Þá hringdi síminn og ég ætlaði að setja baunirnar í pott enn setti þær óvart á pönnuna.  En lundirnar voru jafn  seigar þegar ég gáði næst og á kafi í baununum.  Það var hlægilegt svo ég stappaði baunirnar og svo setti ég sinnep út í og svo skar ég lundirnr í bita og svo í næstu athugun setti ég fleira krydd út í og bjó til sallat og svo sá ég að ég varð bara að hætta þessu og bað fólk að setjast og setti matinn á borðið.  Ég var orðin tætt á taugum og sagði að þetta væri uppskrift úr Tidens kvinder og steingleymdi að líklega er það blað ekki lengur til.  En engin gerðu athugasemd – og viti konur og menn  – þetta var orðinn flottur réttur.  Aldeilis létti mér.  Og ég hafði sett apríkósutertu í mót um morguninn og meðan ég barðist við lundirnar bakaðist tertan og ilmaði um húsið.

Hvers vegna skyldi ég […]

Það verður að segja það. Prédikun 19. júní 2015 á Klambratúni

Til hamingju með daginn – þetta er dásamlegur dagur og þakklæti okkar til þeirra sem börðust fyrir kosningarétti okkar fyrir 100 árum er mikið og fallegt og sjálfsagt.

Síðan hefur svo margt gerst að allt er orðið nýtt.   Þess vegna geta fleiri nýir hlutir gerst, þeir sem verða að gerast.  Konur eru allsstaðar í stjórn og áhrifum og framkvæmdum.  Þær hafa þekkingu og menntun til að leysa flóknustu mál og stýra mikilfenglegum verkefnum.  Við sem erum í hógværari verkum þurfum að styðja þær – þær þurfa að eiga okkur sem bakland, þær þurfa að finna að við treystum þeim og dáumst að þeim.  Af því að það er erfitt að stjórna og ábyrgðarmikið að taka ákvarðanir fyrir annað fólk.  Við megum allar þakka fyrir konurnar sem eru komnar í forystu.

Og þær mega þakka fyrir okkur, hugsanir okkar og hugrekki.   Það veitir ekki af.  Því nú þurfum við að gera eitthvað allar saman.  Og eins gott að taka þennan merka dag til að taka nýjar ákvarðanir um nýjar framkvæmdir.

Konurnar fyrir 100 árum sáu hvað þurfti að gera og gerðu það bara.  Þær fengu konur og menn til að drífa í því.  Það tók langan tíma.   En það varð.  Af því að  það var auðséð hvað þurfti að gera.   Við urðum að fá kosningarétt.

Það er eitthvað mikilvægt sem við þurfum núna.   Það er bara verst að við vitum ekki almennilega hvað það er.  Samt heyrast raddir um það og þær eru orðnar sífelldar, að ég ekki segi síbylja.  Við þurfum betra þjóðfélag, betri  atvinnuvegi, betra Alþingi,  betra skólakerfi, betra heilbrigðiskerfi og betra velferðarkerfi.  Ég les um það í blöðunum á hverjum einasta morgni – og þú lest það líklega þar eða annars staðar […]

Nesti fyrir gesti en einkum fyrir heimafólk. Prédikun í Garðakirkju 17. maí 2015

Við ætlum að tala um nesti fyrir gesti en einkum fyrir heimafólk.  Það er einfaldlega af því að við  tökum alltaf með okkur nesti úr öllum messum .  Ég var í Strassborg og fór í fínu kirkjubókabúðina og kom með þrjár bækur úr því nesti hingað í kvöld.  Sjáum nú til hvort við viljum eitthvað af því til að fara með heim.

Þessi bók heitir  Guð er ekki eins og þú hélst.  Það er mikið skrifað um það í guðfræði núna.  En ég held bara ekki að við setjum þetta í nestið.  Af því að ég held að Guð sé alveg eins og við héldum.  Við erum löngu búnar að sjá að Guð er vinkona okkar.  Við höldum ekkert um það.  Við höfum vitað það lengi.  Og það er alveg stórkostlegt.  Svo við setjum ekki þessa bók í nestið.

Þessi þykir mér svakaleg brandarabók og þess vegna gæti hún verið í nestinu.  Hún heitir Hvað ef Jesús er nú ekki Guð?  Ég hélt að höfundurinn yrði alveg dolfallinn yfir svoleiðis hugsunum en hann er það ekki.  Hann segir í fullri alvöru að Jesús sé alls ekki Guð.  Hann skrifar samtal milli sín og Jesú.  Heyrðu Jesú, þú ert sonur  Guðs er það ekki?  Og Jesús svarar:  Neineinei,  láttu þér ekki detta það í hug.  En þú gerðir kraftaverk?  Ekki eitt einasta.  En hvað um fiskinn og brauðið uppi í óbyggðinni?  Ekkert kraftaverk.  Fólkið var með nógan mat og ég bað það bara að gefa þeim sem höfðu ekkert.  En hvað með  lamaða fólkið sem þú læknaðir.  Ég læknaði það ekki.  Ég sá bara að þetta var fólk sem hafði engan viljastyrk og ég gaf því trú á sjálft sig svo að það gæti staðið upprétt gagnvart öðru […]