Auður Eir Vilhjálmsdóttir Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Predikun í Vídalínskirkju á skírdag , 28. mars 2024

Ég ætla að segja ykkur sögu.  Hún er um þennan fimmtudag fyrir 2000 árum.  Það var veisla.  Jesús bauð sínu fólki.  Pétur og Jóhannes áttu að elda.  Eða kannski kaupa mat úti í bæ.  Nokkrum öldum seinna málaði Leonardo da Vinci heimsfræga mynd af veislunni.  Vinirnir tólf sitja með Jesú við borðið.  

En þeir voru ekki tólf.  Þeir voru fleiri og það er áreiðanlegt af því að listarnir yfir vinina tólf eru mismunandi í guðspjöllunum og hafa fleiri en tólf nöfn.  Og svo hafa áreiðanlega verið konur.  Þótt það sé ekki skrifað.  Það þótti asnalegt að skrifa um konur.  En guðspjallamennirnir skrifuðu samt um þær.    María Magdalena, Jóhanna og Súsanna voru þarna í Jerúsalem og höfðu komið með Jesú að norðan og þær voru fleiri sem voru nafngreindar.  Heldurðu að það getið verið að Jesús hafi látið þær sitja einhversstaðar í gistiskýli og kaupa skyndibita meðan hann hélt þessa yndislegu veislu, síðustu kvöldmáltíðina?  Ég held ekki.  Og ætli hann hafi ekki boðið Mörtu og Maríu frá Betaníu þarna rétt hjá?  Við vitum það ekki, en ætli ekki bara?  

Hann var að tala við hópinn sinn í síðasta sinn.  Ég fer, sagði hann en þið takið við stjórninni.  Við höldum áfram eins og við höfum gert.  Kannski sögðu þau að þau treystu sér ekki til að stjórna.  Og Jesús sagði þeim að það væri ekki flókið.  Þau sem stjórnuðu ættu bara að bera umhyggu fyrir hinum og láta þau alltaf vita um allt sem þau þyrftu að vita.  Kannski sögðu þau að það myndi aldrei ganga en Jesús sagði að galdurinn væri bara sá að þau sem fengju að þiggja forystuna ættu að vinna með […]

Ræða Auðar Eir í Seltjarnarneskirkju 18. febrúar 2024

,

Auður Eir Vilhjálmsdóttir
ræða í guðþjónustu Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 18. febrúar 2024

Þetta er afmælismessa.  Við erum 31 árs.  Og ætlum að spyrja hver aðra hvað við gerðum í 31 ár.  Ég treysti því að þú haldir ræðuna með mér.  Eins og alltaf.  Allar ræður eru okkar ræður.

Í stuttu máli þá tókum við hver aðra að okkur og pössuðum að okkur liði öllum vel.  Það er ekki alltaf hægt, sögðum við, stundum getur okkur ekki liðið vel og við skulum taka því.  Við sögðum hver annarri að Guð huggar og hughreystir, gefur okkur hugrekki og gleði og fer aldrei og trúir alltaf á okkur.  Hún þarfnast okkar eins og við þörfnumst hennar.  

Við hittumst aftur og aftur og alltaf í öll þessi ár.  Til að vera saman hjá Guði og hver með annarri.  Við lásum Biblíuna og báðum og sungum sálmana með Öllu, buðum gestum til að segja okkur margt og mikið og fórum í ferðalög.  

Einu sinni kom frábær kona og talaði um sálfræði.  Hún sagði að við ættum grundvöll í sjálfum okkur þar sem tilfinningar okkar væru eins og fræ sem yxu upp í huga okkar.  Við værum eins og tveggja hæða hús.  Við töluðum um það, vissum að við erum alltaf tilbúnar til að taka á móti þekkingu um sjálfar okkur.   Það er einfaldlega af því að við viljum sjálfum okkur og hver annarri allt það besta. 

Það skiptir svo miklu máli að við skiljum sjálfar okkur.  Við töluðum um það á mánudaginn var hvaða orð við vildum hafa um það þegar okkur liði vel með okkur sjálfum.  Við vorum sammála um að við skyldum vera sáttar við okkur.  Við gætum sagt að við værum ánægðar með okkur, værum í jafnvægi eða hvíldum í […]

Jólaprédikun Auðar Eir í Háteigskirkju 28. desember 2023

Jólapredikun í Háteigskirkju 28. desember 2023

Við heyrðum jólaguðspjallið.  Við skulum hugsa okkur að það gæti líka verið svona.  Jósep og María voru komin austan úr Þykkvabæ til að kjósa í Reykjavík af því að þau eru héðan  og eiga lögheimili hérna.  Þau pöntuðu hvergi og allt var fullt en þau hittu Elisabetu í Bankastrætinu og tókust tali og hún sagði:  Ykkur er svo velkomið að gista í Kvennakirkjunni hérna rétt fyrir hornið í Þingholtsstrætinu.  Og þau fóru inn í stofnurnar okkar og þar fæddist Jesús.  Og vestur á Grund vakti starfsfólkið yfir heimilisfólkinu.  Og engill Guðs stóð hjá þeim og sagði:  Frelsari ykkar er fæddur.  Og  himneskar hersveitir sungu á öllum göngum og lofuðu Guð og sungu:  Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim sem hún elskar.  Og starfsfólkið þusti yfir Tjarnarbrúna og inn Þingholtssrætið og fann Jesúm.  Og söngur englanna bjó í hjarta þeirra alla ævina:  Dýrð sé Guði í upphæðum og friður með þeim sem hún elskar.

Sagan passar auðvitað ekki alveg en það passar að Jesús er í stofunum okkar í Þingholtsstrætinu.  Það passar að Guð kom.  Og varð manneskja eins og við. Það er það sem jólaguðspjallið segir.  Þess vegna töllum við við hana eins og vinkonu okkar.  Við getum haldið áfram að segja:  Almáttugi Guð og faðir okkar á himnum.  Af því að svona er Guð.  En við getum líka sagt:  Elsku vinkona sem situr hjá mér.  Af því að hún er svona.

Guð heldur áfram að vera Guð á himnum sem talaði við Móse í runnanun eins og þú manst en lét ekki sjá sig og lýsti sér með því að segja að hún væri sú sem hún er.  Það er ýmislegt sem hún sagði ekki fyrr […]

Hugvekja Önnu Sigríðar í aðventumessu 10. desember 2023

Hugvekja í aðventumessu Kvennakirkjunnar, 10. desember 2023

I wonder as I wander out under the sky

How Jesus our Savior did come for to die.

For poor orn’ry people like you and like I;

I wonder as I wander out under the sky.

 

When Mary birthed Jesus, ‘twas in a cow stall,

With wise men and farmers and shepherds and all.

But high from the Heavens, a star’s light did fall,

The promise of ages it then did recall.

 

If Jesus had wanted of any wee thing,

A star in the sky or a bird on the wing,

Or all of God’s angels in Heav’n for to sing,

He surely could have had it ‘cause He was the King.

 

I wonder as I wander out under the sky

How Jesus our Savior did come for to die.

For poor orn’ry people like you and like I;

I wonder as I wander out under the sky.

 

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna fólk trúir á guð eða annað æðra afl.

Eftir því sem ég eldist og vonandi þroskast, sannfærist ég meira og meira um að þetta sé eina vitið í þessari veröld. Mér finnst þetta bara svo lógískt og praktískt. Við höfum t.d. ekkert við það að gera að hafa áhyggjur af hlutum sem við ráðum ekki við. Maður þarf ekki annað en að tala við guð og leggja spilin á borðið og treysta henni fyrir vangaveltum okkar og hún tekur áhyggjurnar af herðum okkar og finnur útúr öllu fyrir okkur. Þetta hljómar kannski einfalt og það er það í raun og veru en ég sjálf hef prófað þetta og það virkar. Mér tekst þetta auðvitað ekki alltaf, af því ég er svo ófullkomin, en alltaf oftar og oftar.

Þá er það þetta með ófullkomleikann. Mín kenning er að á meðan við […]

Prédikun í Neskirkju 12. nóvember 2023

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Predikun í Neskirkirkju sunnudaginn 12. nóvember 2023

Ég var að hugsa um að byrja þessa predikun á að segja að við erum alltaf að leita að sjálfum okkur eða að segja að við erum alltaf að lesa Biblíuna.   Það er hvort tveggja dagsatt.

Ég ætla að byrja á segja að við séum alltaf að leita að sjálfum okkur.  Eitthvern veginn líklega.  En líklega erum við löngu búnar að finna meiri hlutann af okkur.  Það kemur með árunum.  Eða hvað finnst þér?   

Er það ekki bara?  Finnst þér þú ekki þekkja þig heldur betur en fyrir 20 árum eða kannski bara fyrir 50 árum?  Við höfum safnað að okkur reynslu.  

Hvað segjum við þá um sjálfar okkur núna?  Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hafa hérna stuttan kafla um nokkur bókmenntaverk sem sum telja að séu um leitina að sjálfum okkur.  Það getur verið gagnlegt að sjá þessa leit í heimsbókunum.  Eins og Oddyseifsskviðu   eða Artúr kóngi við hringborðið eða Gúlíver í putalandi.  Verst að ég er búin að gleyma mestu um þessa menn sem ég las samt um einu sinni og ég held ekki að ég hafi gert mér nokkra grein fyrir því að Gúliver væri að leita að sjálfum sér.

Við getum líka vitnað í bækur sem við lesum núna.   Mér finnst það verða léttilegra en ætla samt ekki að nefna neinar.  Þú hefur leisið sumar.   Ég ætla hins vegar að vitna í viðtalið í sjónvarpinu milli Sigurlaugar Jónasdóttur og Guðrúnar okkar Pétursdóttur kvennakirkjukonu.  Það var í næstsíðustu viku.  Guðrún talaði um að taka lífinu léttilega.  Og hún sagði að sér liði ekki alltaf vel og depurðin ætti upptökin í einhverju sem gerðist í líkamanum og […]

Prédikun Auðar Eir 17. september 2023

Ræða í Seltjarnarneskirkju
sunnudagskvöldið 17. september 2023

Við skulum tala um eftrvæntinguna. Það kemur alltaf ný eftirvænting á haustin. Finnst þér það ekki? Þegar sólskinið verður öðruvísi á litinn og nýr ferskur andardráttur í veðrinu. Og þegar við söfnumst saman. Ég fór í stofurnar okkar í Þingholtsstræti í vikunni til að senda Fréttabréfið og fann eftirvæntinguna í friðinum og fegurðinni strax og ég opnaði dyrnar. Nú verður eitthvað nýtt og gott í stofunum okkar í vetur. Mitt í því góða og venjulega sem við þekkjum frá því í fyrra og árunum á undan. Við ætlum að hittast strax á morgun í fyrstu samverustundinni og tala saman um veturinn.

Við segjum það alltaf þegar við tölum um gleðina að við vitum líka um sorgina. Þegar við tölum um eftrivæntinguna vitum við líka um kvíðann. Við vitum að lífið er alla vega og segjum það hver annarri. Þess vegna segjum við hver annari frá eftivæntingunni. Af því að við vitum allar að við megum alltaf vænta gleðinnar. Líka þegar andradrátturinn í lífi okkar er ekki blíður blær haustsins heldur gustur vetrarins.

Við lesum Biblíuna. Af því að það sem hún segir okkur er grundvöllur og uppspretta eftirvæntingar okkar. Gáum að eftirvæntingu fólksins í Biblíunni. Þau væntu þess fyrst og fremst að hitta Guð í musterinu. Þar var Guð í réttlæti sínu sem hún umvafði um þau.

En hvað við hlökkum til að koma til þín í musterið, það er það yndislegasta sem við eigum. Þar ríkir réttlæti þitt. Í réttlæti þínu verndar þú okkur gegn öðru fólki og líka gegn sjálfum okkur. Þegar Jesús kom vænti fólk þess að sjá hann. Og hlusta á hann. Og finna friðinn sem hann gaf. Í kirkjunni væntu þau þessa nýja og djúpa friðar og fóru […]

Prédikun Auðar Eir 12. mars 2023

Predikun í guðþjónustu í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17
12. mars 2023

Við ætlum að tala um Söru og Abraham.  Ef við vildum gátum við lesið um þau í vikunni eins og ég skrifaði í pistlunum okkar.  Sagan um Söru og Abraham segir frá fyrstu skrefunum inn í kristna kirkju og  er orðin fjögur þúsund ára gömul.  Við höfum ekki hugmynnd um hvers vegna Guð valdi þetta ártal því það voru milljónir ára síðan hún skapaði heiminn og fólkið. Hún var sífellt á tali við það og gaf því listir og lögfræði, eins og í skipulögðum stórborgunum í Mesópótamíu, Egyptalandi og Indlandi og í lögunum sem hún gaf Hammúrabí, kóngi í Mesópótamíu þar sem Sara bjó um leið og hann.  Seinna fékk Móse boðorðin úr þessu safni.

Við höfum heldur ekki hugmynd um hvers vegna Guð valdi einmitt hjónin Söru og Abraham og kippti sér ekki upp við það að þau voru hálfsystkin.   Þau hljóta að hafa verið góðar manneskjur og  reisnarleg úr því hún valdi þau.  En þau voru líka verulega gölluð.  Það kom fyrir að þau reyndust hvort öðru illa og líka öðru fólki.  Eins og Abraham sem kom Söru tvisvar í kvennabúr, stórfalleg sem hún var og eins og Sara sem var svo kolbrjáluð út í Hagar sem hún hafði valið sem staðgöngumóður að hún rak hana tvisvar út af heimilinu.  Hagar reyndist Söru líka hræðilega illa.   Hún fann mikið til sín yfir hlutverkinu og fór að fyrirlíta Söru fyrir að geta ekki átt barn sjálf.  Þetta var löng og þung harmsaga þessarar fjölskyldu.

En Guð greip alltaf inn í.  Hún tók Söru snarlega úr kvennabúrunum, gaf Hagar nýtt heimili og gaf Söru og Abraham soninn Ísak sem þau elskuðu bæði.  Svo dó Sara.  […]