Dagleg trú

Guð gefur okkur trúna og talar um hana við okkur í Biblíunni og daglegu lífi okkar.  Trúin er vinátta Guðs og okkar.  Í trúnni gefur Guð okkar náðina.  Og náðin umlykur okkur og fyllir hjarta okkar án þess að við gerum nokkurn skapaðan hlutt.  Við tökum bara á móti henni.  Eins og sumarfötunum sem við drögum fram úr skápum eða búðum og gera okkur svo fallegar.  Og eins og kaffinu eða gulrótarsafanum sem við drekkum og streymir um okkur og lætur okkur líða svo vel, þótt við vitum ekki hvernig það gerist.