Upplýsingar

Auður Eir Vilhjálmsdóttir   Guðþjónusta við Kjarvalsstaði 19. júní 2016 kl. 20

Ymdislega fólk.  Til hamingju með daginn og frelsið.  Við heyrðum ritningarlestur um frelsið og ætlum að halda áfram að tala um það.  Við skulum tala um frelsið til að vera til og njóta lífsins.

Og þá ætla ég að segja ykkur sögu.  Það var sunnudagar og ekki messa hjá okkur en ég sá auglýst að það yrðu fyrirlestrar í Hannesarholti.  Klukkan var næstum fjögur svo ég rauk af stað, lagði bílnum í Miðstrætinu og skundaði upp Skálholtsstíginn.  ÉG sá mér til furðu að fyrirlestrarnir voru niðri og fullt veitingum úti og inni og ég hugsað:  Enn flott og gekk inn.  Það var fullt af fólki en engir fyrirlestra byrjaðir og ég settist við borð.   Þá kom vingjarnlegur maður og sagði að ég ætlaði líklega að vera uppi þvi þetta væri fermingaraveisla.  Ég fór bara upp og þar var allt byrjað og þéttsetið og ég sá bara einn stól lausan við eitt kringlótta borðið og settist þar hjá viingjjarnlegri konu.sem ér þótti ég hafa séð áður.  Svo fann ég að einhver stóð fyrr aftur mig  og leit upp:  Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að setja hjá konu sinni, á stólinn þar sem ég sat.

Nema bara að þetta er allt saman lygi, allt saman skraddaralygi, skradd skradd skraddaralygi, já, allt saman haugalygi.

Mér dytti ekki i hug að vera að bjóða ykkur upp á svoddan lygi ef ég væri ekki handviss um að þið skrökvið líka.  Þið skrökvið ótal sinnum að sjálfum ykkur.  Öllu mögulegu um það hvað þið gerið miklar endemis vitleysur og getið verið alveg út í blátinn.  Þið skröfkvið að ykkur um það hvað þið sögðuð og gerðuð í gær og fyrir 50 árum og hafið aldrei getað gleymt.  Svo er þetta bara lygi að mestu leyti.

Það er svo yndslegt að núna eru kenndar svo góðar aðferðir til að hjálpa okkur til að ráða við  allar þessar lygar okkar.  Þær eru dásamalegar og við lærum þær í Kvennakirkjunni og hðfðum langt námskeð í fyrra með Láru Scheving Thorsteinsson og Hrund systur hennar sem kenndu okkur svo mikið.  Síðan erum við enn flínkari og flottari í göngulagi.

Þessi gullgóðu ráð heita tilfinningagreind og jákvæð sálfræði og núvitund og hreyfing og grænmeti og enn fleira.

Mér finnst þetta liggja í því að við náum tökum á sjálfum okkur.  Og mér finnst fyrir mitt leyti að mér líði best þegar ég hef sæmilega pent hjá mér, hef góð verkefni og hitti gott fólk og sé líka pen við það.  Viðmælanleg er ekki yfirþyrmandi.  Hvað þá þegar ég sting læri í ofninn og húsið ilmar og fólk kemur í matinn sem heppnast svona líka vel.

En svo misheppnast ég samt aftur.  Ég segi vitleysu og það er drasl og lærið skorpnar eða er óþarflega mauksoðið eða of mikið eða lítð kryddað og hver veit hvað.

Samt veit ég að sumt af þessu er ekki eins afbakað og ég held.  Því sumt sem ég segi við sjálfa mig er bara skraddarlygi og ég ætti að hætta henni.

Ég fór á bókasafnið og fann bók eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing sem hefur komið til okkar og  spjallaða við okkur í Kvennakirkjunni.  Hún talar um allar þessa hugsanaflækjur í bókinni sinni.  Og svo segir hún:  Þú setur þetta upp sjálf.  Þetta er bara vitleysa í þér.  Það eru nú meiri sápuóperurnar sem þú setur upp í höfðinu á þér.

Hvað segirðu um þetta?  Trúirðu því að þú sért alltaf að setja upp sápuóperur í höfðinu á þér?

Ég trúi því.  Alveg statt og stöðugt og mér finnst það verulegur frelsisboðskapur að heyra það.  Það er alveg dásamlegt að finna frelsið af því að vita að þetta eru nú meiri sápuóperurnar og við ættum bara að láta tjaldið falla og segja leikurunum svo upp.

En það er samt ekki nóg.  Við höldum áfram að misheppnast aftur og aftur.  Það er eitthvað sem vantar.  Ég þarf ekki að segja þér það því þú veist vel hvað það er.  Það er að við erum sköpun Guðs og verðum aldrei í takt við sjálfar okkur nema við séum í takt við hana.  En við erum í takt við hana.  Við elskum hana og finnum að hún er vinkona okkar.  Hvers vegna dettum við samt út takti? Biblían segir okkur það:  Það er af því að allur heimurinn kaus sínar eigin leiðir og við um leið.  Veröldin sagði upp vináttu Guðs.

En Guð hélt okkur samt föstum.  Hún kom og var Jesús frelsari okkar.

Þess vegna megum við byrja hvern dag með því að drekka morgunkaffið með Guði.  Hún réttir okkur náð sína og biður okkur og nota hana allan daginn.  Og þegar dagurinn er liðinn þökkum við henni fyrir allt það góða sem gerðist og biðjum hana aða fyrirgefa okkur það sem fór úrskeiðis.  Og næsta morgun við morgunkaffið segir hún kannski að henni sýnist við alls ekki hafa tekið á móti fyrirgefningunni í gærkveldi.  Henni sýnist ekki að við höfum fyrirgefið sjálfum okkur. En elskan mín, segir hún, ég er búin að fyrirgefa þér og geru það nú líka.  Og farðu svo glöð út í daginn.

Það er undirstaða lífs okkar.  Traustið til Guðs sem skapaði og kom og frelsaði í Jesú Kristi.  Hann kemur aftur og gerir allt nýtt. Þetta er sannleikur veraldarinnar og þótt engin tryðu þessu er það samt satt.

En við trúum því.  Allr heimurinn er sköpun Guðs.  Við erum vinkonur hennar og vinir.  Og það er hamingja okkar að sjá það og njóta þess og vinna með henni svo að við getum unnið saman og gert gagn í margvíslegum dögunum.

Það er eins og var sagt í auglýsingunum um Lillu lyftiduftið í blöðunum þegar ég var lítil:  Þetta er nú allur galdurinn, Ólöf mín.