DallaÉg var að hugsa um það einhvern tíma um daginn að það væri dásamlegt að vera stödd einmitt hér og á þessu skeiði ársins. Þann morgun, í það morgunsár var greinileg breyting í lofti, það var vorilmur  og fuglar sungu. Allt á réttri leið. Og enn er vorið ekki komið, svo að við höfum tíma til að hlakka til, og við finnum það nálgast litlum fótum og hljóðlegum.

Við göngum burt frá vetri og inn í hlýju.  Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir