Postulasagan   1. 9 – 26  –  Jesús fer til himna og hverfur í skýjunum 

Eftir þetta fór hann til himna og hvarf í skýjum himinsins.  En englar koma og segja hópnum að Jesús komi aftur eins og hann fór.  Þau fara fagnandi til Jerúsalem og safnast saman í loftstofunni sem þau höfðu til umráða og velja  Matteus í stað Júdasar til að koma í hóp postulanna.  Lúkas nafngreinir nokkra mannanna og segir að fjölskylda Jesú hafi líka verið þarna.   Hann nafngreinir ekki konurnar í hópnum nema Maríu mömmu Jesú.  En hann segir frá því að konurnar hafi líka verið þar:  Konurnar voru einnig í hópnum, skrifar hann.