Biblían er grundvallarrit kristinnar trúar.  Án Bibliunnar væri engin kristin trú og við vissum ekki af komu Jesú.  Við erum í hópi allra milljónanna sem treysta Biblíunni og elska hana, lesa hana og rannsaka.  Kvennakirkjur alls heimsins eru torg þar sem allar konur hennar eru kvaddar saman til að rannsaka Biblíuna.  Mikið eigum við gott að vera í hópnum.  Fólk heillaðist af kristinni trú af því að hún var öðruvísi en öll hin trúarbrögðin.  Hún var ekki um Guð í musteri eða styttum heldur um Guð sem elskar hverja einustu manneskju eins og hún er.  Hún er skapari allra og frelsari þeirra og er alltaf hjá þeim öllum í senn og hverri einustu.  Og þá hjá þér og mér.  Markús segir frá þessu öllu og mikið eigum við honum að þakka fyrir gullvönduð og áreiðanleg skrifin.  Ef hann og hinir hefðu ekki skrifað vissum við ekki að Jesús væri til.  Blíðar kveðjur,  Auður Eir