Jesús er hjá fólkinu sínu  í 40 daga eftir upprisuna og segir að þau munu eignast kraft til að boða fagnaðarerindið um allan heiminn

Lúkasarguðspjalli lýkur á frásögunni um himnaför Jesú þegar hann skildist við hópinn sinn.  Þá hafði hann  verið hjá honum í 40 daga eftir upprisuna. Þessi dagur er kallaður uppstigningardagur í kristinni kirkju, dagurinn þegar Jesús  steig upp til himna.  Frá honum eru 10 dagar til hvítasunnu.   Það var í nánd við Betaníu sem Jesús sté til himna og þar byrjar Postulasagan.  Jesús  er enn hjá þeim og þau geta spurt hann.  Þau spyrja hvort hann ætli nú að endurreisa ríkið handa þjóð sinni.  Þið þurfið ekki að vita tímann, segir Jesús, en þið eigið eftir að boða fagnaðarerindið bæði hér og til endimarka jarðarinnar.  Heilagur andi gefur ykkur kraftinn til þess.