Postulasagan   2. 1 -13  –   Hvítasunnan

Hvítasunnan var komin.  Hún var hátíð Ísraels til að minnast þess þegar lögmálið var gefið á Sínaí.  Hvítasunnan er hátíð kristinnar trúar af því að þá var kirkjan stofnuð.  Þau voru öll í loftstofunni.  Þá gerist undrið sem Jesús hafði heitið þeim en þau gátu ekki ímyndað sér  hvernig yrði.  Heilagur andi birtist með gný af himni og fyllti húsið.  Þeim birtust eldtungur sem settust á þau öll svo þau töluðu útlend tungumál sem þau kunnu ekki en andinn gaf þeim.  Fólk streymir að og öll heyra talað á sinni eigin tungu.   Það var undrið mikla, gjöf andans.