Það voru margar konur í hópnum

Lúkas er hvorki að segja ævisögur þeirra  Péturs,  Jóhannesar og Páls sem hann skrifar mest um né annarra í kirkjunni.  Hann er að skýra frá því hvernig fagnaðarerindið um upprisu Jesú Krists sigraði í margslungnum heiminum.   Hann segir varla nokkuð um konurnar í hópnum.  Hann  segir frá nokkrum þeirra í guðspjallinu og í upphafi 8. kaflans nafngreinir hann nokkrar þeirra sem unnu með Jesú.  Í  síðasta kafla Rómverjabréfisins, sem Páll skrifar,  er getið nokkurra kvenna sem höfðu þá forystuhlutverk í kirkjunni.   Störf þeirra hafa verið þau sömu og forystustörf mannanna í söfnuðunum.  Meðal þessara kvenna er Júnía sem var postuli.  Jesús kallaði konur til starfa og gerði þær að fyrstu vottum upprisunnar.  Hann breytti lífi þeirra og kirkjan fylgdi því um skeið eins og sést í bréfum Páls.  Páll átti margar samstarfskonur og  var kvenréttindamaður þótt það brygði stundum út af því.  En  það var ekki oft.