audurilitminnstKonfúsíus var og er hinn mikli spekingur Kínverja.  Hann var uppi um 500 fyrir Krist.  Við getum með gleði tekið til okkar margt í speki hans.  Hann segir:

Ef við erum laus við óró, ráðleysi og ótta höfum við minni ástæðu til að kvarta yfir því sem gerist kringum okkur og við finnum betur og betur til hamingju okkar.  Það er mesti lærdómur okkar að auka hæfileika okkar til að vera hamingjusöm.

Í kristinni trú treystum við því að Guð gefi okkur ró, ráð og hugrekki. Það byrjar hvern dag með bæn, samtali okkar og Guðs,  og heldur áfram allan daginn í vináttu Guðs.   Það er dásamlegt.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir