Prédikun í Kvennakirkjunni í Seltjarnarneskirkju janúar 2018

Prédikun Sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni í janúar 2018 í Seltjarnarneskirkju

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Hvernig gekk þér að læra margföldunartöfluna þegar þú varst barn ? Mannsu kannski eftir því að hafa þulið upp romsuna – einu sinni einn eru einn, einu sinni tveir eru tveir… og ertu kannski eins og ég að þurfa að byrja á , 5 sinnum 5 eða 6 sinnum 6 eða 7 sinnum 7 til að geta fikrað þig upp eftir talna rununni. Og svo þegar níu sinnum níu eru

orðnir 81 og tíu sinnum tíu 100 fer að sirta í álinn og eftir það þarf að sækja reiknivélina – eða draga upp síman eins og er auðveldast. í dag

Margföldunartaflan fer eftir ákveðnum lögmálum – ekki kannski náttúrulögmálum en hún hefur reglubuninn rythma og er óskaplega fyrirsjáanleg.

Það er Margföldun sem er til umræðu í Biblíutextanum sem við heyrðum hér áðan.

En það er ekki margföldun eins og við þekkjum hana – það er margföldun af allt annarri stærðargráðu en við , þú og ég gætum nokkurn tíman lært utanbókar – enda lítur hún ekki sömu lögmálum og margföldunartaflan.

Nú veit ég ekki hvort þú hefur lagt fyrir þig garðrækt en nokkur vor hef ég verið upptekin af fræjum, allskonar fræjum og meirisegja pantað slík frá útlöndum. Ég tók með mér sýnishorn:

Þessi fræ – sem eru af Perutré og væntalega svo smá að þið sjáið þau varla, bera með sér loforð um að verða 15 metra hátt tré með fagur hvítum blómum þegar þau standa í blóma.

Þessi fræ af Pálowníu Tomentósu sem minna meira á ryk en eitthvað annað verða líka fimmtán metra há, vaxa mun hraðar en önnur tré og fá fallega fölblá blóm á vorin.

Og einhverju sem getur lifað í þúsundir ára […]

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25 desember 2017

Prédikun í Jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar 25. desember 2017 í Háteigskirkju. Sr. Arndís Linn prédikaði

Biðjum saman:

Ljúfi Jesús lýstu mér
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljósið frá þér
ljóma í sálum minni.

Amen

Ljós aðventunnar hafa smátt og smátt sprottið fram, úr endalausu myrkri síðustu vikurnar. Eitt og eitt hafa þau kviknað,  marglitu og glitrandi rafmagnsljósin sem ryðja burt þéttasta skammdeginu.  Smátt og smátt höfum við líka kveikt kertin á aðventukrönsunum okkar, sem á mörgum heimilum skipa stóran sess í undirbúningi og aðdraganda jólanna. Eftir því sem ljósunum fjölgar virðist vetrarmyrkrið hörfa og tilveran, verður örlítið bjartari.

En jólaljósin eru ekki einungis vanmáttug tilraun til að lýsa upp svartasta skammdegið. Þau eru tákn um hátíð ljóss og friðar.

Þau vísa til einhvers sem er meira og máttugra en allt það sem við fáum skilið í þessum heimi. Þau vísa til þess sem við heyrðum hér í Jóhannesarguðspjalli áðan, :

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki.

Hið sanna ljós sem guðspjallið talar um er Jesú, jólabarnið frá Betlehem, sem síðar í sama guðspjalli sagði um sjálfan sig ,,Ég er ljós heimsins“

Fyrir nokkrum árum starfaði ég í barnastarfi hér í  Lágafellskirkju og við kenndum yngstu börnunum að segja þessa tilvitnun úr Biblíunni með höndunum.  ,, Jesús sagði , Ég er ljós heimsins“  Stundum bættum við við og og kenndi nú börnunum að halda áfram og segja ,,Og við getum verið ljós fyrir Jesú“

Og börnin voru áhugasöm: ,,Hvernig ljós“ spurðu þau í einlægni? Hvernig get ég lýst fyrir jólabarnið? Þau réttu upp höndina eitt af öðru og vildu öll leggja sitt af mörkum til að lýsa fyrir litla barnið í jötunni.

Já hvað táknar þetta ljós sem er  […]

Prédikun sr. Arndísar Linn í Kvennakirkjunni 9. september 2017

Prédikun sr. Arndísar Linn í Lágafellskirkju sunnudaginn 9. september 2017

Ég heilsa ykkur í Jesú nafni.

Það má segja að í guðspjalli dagsins séum við lent inní miðju samtali sem Jesús á við fólkið sem hafði fylgt honum og spurningin sem þeir spyrja er beinskeitt:

Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni.

Stundum eru vandamál okkar sem stöndum frammi fyrir textum Biblíunnar í dag ekki ósvipað vandamáli unglingsins sem á erfitt með að skilja ömmu sína. Orðin sem hún notar eru honum framandi því hann hefur hvergi rekist á þau í lífi sínu. Og orðatiltækin sem hún notar koma úr samfélagi sem er honum framandi jafnvel þótt það hafi verið við lýði fyrir svo örstuttu síðan. Þegar amma hvetur hann til að leggja ekki ára í bát kváir hann. Hann á fátt sammerkt með þeim kynslóðum aldanna sem börðust við strendur landsins til að draga björg í bú og framfleyta sínum nánustu. Fyrir rúmri öld eða svo gat það ráðir úrslitum um líf eða dauða að leggja árar í bát og hætta að róa. allNokkrum áratugum síðar ber það milda merkingu um að gefast ekki upp og kannski kemur það til með að verða merkingarlaust með öllu í framtíðinni. Hver veit?

Frammi fyrir texta dagsins gæti eitthvað svipað gerst – og gæti jafnvel að einhverju leiti þegar verið orðið. Kannski könnumst við einhver okkar við mannann í eyðimörkinni, (og nú ég er ekki að tala um þetta sem túristarnir skilja eftir sig) Manni var fæðan sem féll af himni og sem Guð bjargaði fólkinu sínu með í eyðimerkurgöngunni. Í eyðimerkurgöngunni þegar Ísraelsmenn voru leiddir af Móse út í eyðimörkina þar sem þeir dvöldust í 40 ár.  En kannski […]

Prédikun Arndísar Linn í Neskirkju í febrúar 2017

Prédikun Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn í Kvennakirkjunni Neskirkju í febrúar 2017

Kæru kirkjugestir

Innilega til hamingju með daginn!  Í kvöld höldum við uppá 24 ára afmæli. Í tuttugu og fjögur ár hefur Kvennakirkjan verið vettvangur kvenna (og stundum karla)  til að móta eigin guðfræði og nota hana svo hversdags og spari. Og í öll þessi ár hefur Kvennakirkjan leitast við að gefa konum tækifæri til að nálgast Guð á eigin forsendum og gefa trú sinni gildi í lífinu. Í Kvennakirkjunni höfum við talað öðruvísi um Guð, farið okkar eigin leiðir í leitinni að boðskap Jesú og uppskorið ríkulega.

Í ár er líka runnið upp mikið afmælisár í Lúhersku kirkjunni. Þess er minnst að 500 ár eru liðin frá því Marteinn Lúther, guðfræðiprófessor og munkur í þýskalandi hengdi táknrænt skjal á dyr kirkjunnar í Wittenberg.  Í 95 greinum setti hann fram kenningar sínar um kristna trú og leiðir til að endurbæta hana. Kveikjan að þeim var sá  gjörningur sem var orðinn vinsæll innan kirkjunnar, að selja syndaaflausnir, að selja fyrirgefninu. Lúther ofbauð – það er ekkert flóknara en það – og hann gat ekki setið aðgerðarlaus þegar embætti Páfa og yfirstjórnar kirkjunnar misbuðu almenningi sem í ótta sínum við Guð reiddi fram kynstrin öll af peningum til að bjarga sálum sínum og ættingja sinna. Með þessum gjörningi sínum kom Lúther af stað mótmælendahreyfingu innan kaþólksu kirkjunnar  sem síðar varð að okkar kirkjudeild, evangelísk lúthersku kirkjunni.

Um margt minnir þessi vegferð Marteins á vegferð Jesú Krists. Jesú misbauð hræsni og valdnýðsla kirkjulegra leiðtoga síns tíma og hristi hressilega upp í hugmyndum samtíma síns um Guð. Hann talaði öðruvísi um Guð og notaði dæmisögur og hugtök sem voru á skjön við það sem tíðkaðist innan gyðingdómsins. Að lokum fór svo að gyðingdómurinn […]

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember

Prédikun Arndísar Linn í jólaguðþjónustu Kvennakirkjunnar í desember 2017í Háteigskirkju.

Uppi á bláum boga, bjartar stjörnur glitra

Norðurljósin loga, leiftra, iða, titra

Jólaklukkur klingja, hvíta foldu yfir.

Hátíð inn þær hringja, hans sem dó en lifir. (AGJ)

 

Já jólahátíðinni hefur verið hringt inn. Steikinn er kólnuð, skrjáfið í umbúðapappírnum þagnað, kertin eru brunnin upp. Andrúmsloftið breytt. Eftir annasaman aðdraganda hefur helg og heilög kyrrð jólanna smám saman færst yfir. Henni fylgir ró, friðsæld, kannski tilfinning um að nú sé allt nokkurn veginn eins og það á að vera, eins og það ætti að vera – og hvert okkar vildi ekki halda í þessa tilfinningu eins lengi og við mögulega gætum – að allt yrði áfram svolítið fullkomið, afslappað, fyrirhafnarlaust, pínu himneskt.

En hvað er hún þessi upplifun sem við skynjum á jólum, upplifuna af að geta dregið djúp að sér andann og fundið ró, helgan frið og sanna gleði í hjartanu? Er hún kannski feginleiki yfir að aðdragandi jólanna sé loksins búin eða skynjum við að hún snúist um eitthvað meira og risti dýpra, snúist um einhvers konar leyndardóm – eitthvað sem er heilagt.

Hvað með þennan umtalaða dreng sem fæðist aftur og aftur og hefur breytt heiminu.

Komdu, Við skulum krjúpa saman við jötuna.  Hvað sjáum við?

Það er eins og tíminn stöðvist eitt augnablik þegar nýr einstaklingur fæðist í heiminn. Því fylgir undrun og lotning  yfir lífinu og skapara þess. Undrun og lotning yfir einhverju sem við náum ekki alveg utanum en skynjum að er mikilvægara en allt annað.

Og Þarna liggur hann, Jesús sjálfur og ilmar eins og ungabarn þrátt fyrir óþefinn í fjárhúsinu allt í kring. Það skín frá honum helg og hlý birtann þrátt fyrir myrkrið allt í kring.

Það var ekki pláss fyrir hann, ófæddann þetta fyrsta kvöld í gistihúsinu. […]

Prédikun í Kvennakirkjunni í nóvember 2016

Prédikun í Kvennakirkjunni í NÓVEMBER  2016 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Á kvennaárinu mikla, 2015 sá ég áhrifamikla leiksýningu í heimabæ mínum Mosfellsbæ. Það var Leikfélag Mosfellsbæjar sem setti upp þessa metnaðarfullu sýningu sem hét Mæður Íslands. Leikara hópurinn hafi skapað verkið  í samvinnu við leikstjóran og það fjallaði um veruleika íslenksra kvenna á einlægan og ögrandi hátt.

Mér er sérstaklega minnistæð ein senan þar sem leikararnir, konur á öllum aldri, stilltu sér upp í hálfhring, snéru andlitum sínum að áhorfendum og stóðu þöglar um stund. Svo byrjaði sú fyrsta; Ég hefði ekki átt að gera þetta svona. Svo kom löng þögn. Önnur kona, allt annarsstaðar í röðinni hóf þá upp rausn sína og sagði ; ohh, það er svo ömurlegt á mér hárið. Sú þriðja, hvað ég er vitlaus? Síðan héldu þær áfram hver af annarri með stuttar, hnitmiðaðar setningar. Ég man gæsahúðina sem hríðslaðist upp eftir bakinu á mér þegar ég gerði mér grein fyrir hvað var að gerast. Þær voru að túlka samtölin sem við eigum innra með okkur, við okkur sjálf. Þegar við drögum okkur niður og teljum sjálfum okkur trú um að við séum ekki nógu hitt eða þetta.

Og ég hugsaði, Vá ég sem hélt þetta væri bara ég ! hvert stefnum við vesalings mannfólkið, er það virkilega svona sem við tölum til okkar sjálfra á Íslandi í dag, eru þetta áhrifin sem við höfum hvort á annað á 21 öldinni… heimur versnandi fer, ekki satt?

Í haust, ári seinna hef ég svo setið námskeið í Lágafellskirkju um hugrekki. Það er byggt á rannsóknum konu sem heitir Brené Brown og er prófessor við háskóla í Houston. Hún hefur síðasta áratuginn rannsakað skömm og hugrekki, berskjöldun og verðugleika og tekið viðtöl við tugþúsundir fólks […]

Það voru konur ! Prédikun flutt í Grensáskirkju 13. mars 2016

Prédikun Arndísar Linn flutt í Grensáskirkju, 13. mars 2016
Markúsarguðspjall 15 kafli 33 – 40

33Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns. 

34Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: „Elóí, Elóí, lama sabaktaní!“ Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?
35Nokkrir þeirra er hjá stóðu heyrðu þetta og sögðu: „Heyrið, hann kallar á Elía!“ 36Hljóp þá einn til, fyllti njarðarvött ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann mælti: „Látum sjá hvort Elía kemur að taka hann ofan.“
37En Jesús kallaði hárri röddu og gaf upp andann.
38Og fortjald musterisins rifnaði í tvennt, ofan frá og allt niður úr.
39Þegar hundraðshöfðinginn, sem stóð gegnt honum, sá hann gefa upp andann á þennan hátt sagði hann: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“
40Þar voru og konur álengdar og horfðu á, meðal þeirra María Magdalena, María, móðir þeirra Jakobs yngra og Jóse, og Salóme. 41Þær höfðu fylgt honum og þjónað er hann var í Galíleu. Þar voru margar aðrar konur sem höfðu farið með honum upp til Jerúsalem.
Kæru vitni

Já ég segi kæru vitni – því hér áðan urðuð þið vitni að krossfestingu Jesú þegar ______________las úr lokum Markúsargupsjalls.

Helsta hátíð kristinna manna er rétt handan við hornið. Dymbilvikan hefst á Pálmasunnudag eftir viku og á hverju ári rifjum við upp þessa örlagaríku sögu. Grundvöll trúarinnar. Söguna af því hvernig Jesú var fagnað og hann hyltur þegar hann reið á Asna inní Jerúsalem. Hvernig hann kallaði lærisveina sína saman til síðustu kvöldmáltíðarinnar og þvoði fætur þeirra. Hvernig hann var svikinn. Við rifjum upp hvernig vikan endaði með handtöku, húðstrýkingu, og krossfestingu.

Við urðum vitni að því áðan hvernig Jesús gaf upp andan. Myrkur grúfði yfir öllu, fortjald musterisins rifnaði og til hliðar stóðu vitnin, einu raunverulegu vitnin sem sagt er frá. – […]

Misbeiting valds og leið Guðs – Prédikun Arndísar Linn 17. janúar í Kirkju Óháða Safnaðarins

Prédikun Arndísar Linn flutt 17. janúar í Kvennakirkjunni. (Einnig flutt í Lágafellskirkju 3. janúar)
Guðspjall: Matt 2.16-21
Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.
Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:
Rödd heyrist í Rama,
harmakvein, beiskur grátur.
Rakel grætur börnin sín,
hún vill ekki huggast láta,
því að þau eru ekki framar lífs.
Þegar Heródes var dáinn þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi í Egyptalandi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og far til Ísraelslands. Nú eru þeir dánir sem sátu um líf barnsins.“
Milli jóla og nýars var nýtt lag í efsta sæti vinsældarlista útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar. Lagið sem heitir 18 konur er með Bubba Morthens og er af samnefndri plötu. Titillinn vísar til þess að 18 konum var drekkt í dreykkingarhyl á Þingvöllum á 17. Og 18. öld. Lagið er fallegt og grípandi – textinn áleitinn. Bubbi yrkir um konurnar sem öllum var drekkt í hylnum vegna skírlífsbrota og hórdóms.

Í texta lagsins segir meðal annars:

Konum sem áttu sér enga vörn

var drekkt fyrir það eitt að eignast börn

ég starði ofaní ólguna og sá

andlit kvennanna fljóta hjá.

Ég nam í vindinum kvennana vein

kannski í dýpinu eru þeirra bein.

Nafnið var Þórdís sem fyrst hér fór

í svelgin meðan ýlfraði prestanna kór.

Eins og Bubba einum er lagið tekst honum að segja þessa sögu á áhrifaríkan og beinskeittan hátt. Og hann vandar prestum og kirkju þess tíma ekki kveðjurnar. Kannski er hann að færa aðeins í stílinn – engar frásagnir eru til  en staðreyndirnar eru engu á síður á hreinu. 18 Konum var drekkt. Og jafnvel þó dómsvaldið í siðferðismálum hafi […]

Inná við á Aðventu – Prédikun Arndísar Linn í Dómkirkjunni 6. desember 2015

Lúkasarguðspjall 1. 26 – 34. – Endursögn Kvennakirkjunnar

Þegar Guði fannst komin rétti tíminn sendi hún Gabríel engilinn sinn til borgar sem heitir Nazaret til að ræða við konu sem þar bjó. Konan hét María og var trúlofðu manni sem hét  Jósef. Þegar engillinn kom til hennar heilsaði hann henni og sagði: ,, Heil og sæl þú sem Guð lítur til í mildi og kærleika og finnst þú yndisleg manneskja. Guð er með þér.

En María varð hrædd við þessi orð og velti því fyrir sér hvað þessi kveðja ætti að þýða. Þá sagði engillinn við hana; Þú þarft ekki að vera hrædd María því að Guð elskar þig, treystir þér og þarfnast þín og henni finnst þú yndisleg manneskja. Og hún ætlar að sjá til þess að þú eignist son sem þú skalt gefa nafnið Jesús. Hann verður einstaklega merkilegur, sá merkilegasti í öllum heiminum og allir sem kynnast honum munu skilja og skynja að hann er Guð sem er ekkert ómögulegt og allt mögulegt.
————————————————–

Á afar sérkennilegu en áhugaverðu safni í Berlín sem heitir Heimar líkamans (d. Menschen Museum) eru alvöru mennskir líkamar til sýnis. Húð og fita hefur verið hreinsuð burt og sjá má sinar, æðar, bein og öll líffæri líkamans í einstaklega miklum smáatriðum.

Á safninu eru líka ýmiskonar listaverk sem vekja til umhugsunar um leyndardóma lífsins. Eitt slíkt þekur risastóran vegg . Á veggnum er gífurlega stór glerkassi fullur af hrísgrjónum. Þar eru trúlega fleiri hrígrjón en ég mun nokkurn tíman kaupa, hvað þá borða á ævinni.

Á agnarsmáum fleti á glerkassanum hefur verið teiknuð rauð píla sem bendir á eitt hrísgrjónið. Við píluna stendur ,,Þetta er upphafið að þér“ Í glerkassanum er jafnmikið af hrísgrjónum og meðalfjölda sáðfrumna í sáðláti – 3 – 500 […]

Prédikun í messu Kvennakirkjunnar í Mosfellskirkju 25. október

Prédikun Arndísar Linn í guðþjónustu í Mosfellskirkju 25. október 2015.
Okkur þykir hæfa á þessum minningardegi um Ólafíu Jóhannsdóttur að lesa frásöguna um glataða soninn í 15. kafla Lúkasarguðspjalls í styttri endursögn okkar:

Kona átti tvær dætur.  Sú yngri sagðí við mömmu sína:  Mamma, láttu mig hafa það sem ég á í fjölskyldufyrirtækinu.  Svo fór hún til útlanda og sóaði öllum arfi sínum.  Þá sneru þau við henni bakinu, þau  sem hún hafði áður borgað skemmtanir fyrir.  Hún fékk vinnu á kaffihúsi og langaði mest til að borða það sem var hent í ruslatunnuna.  Ekki nokkur manneskja kom henni til hjálpar.

Þá ákvað hún að fara heim.  Mamma rekur stórt fyrirtæki, sagði hún við sjálfa sig.  Ég ætla að biðja hana að ráða mig bara í vinnu eins og ókunna manneskju.  Hún skrapaði saman í flugmiða og fór.  Mamma hennar frétti af henni og tók á móti hennu á flugvellinum.  Hún fór með hana heim og svo bauð hún fólki til að fagna henni.

Eldri systir hennar var í ferð fyrir fyrirtækið en þegar hún kom heim vildi hún ekki koma inn í boðið.  Þú heldur veislu fyrir þessa stelpu sem tók peninga úr fyrirtækinu og eyddi þeim öllum.  En mamma hennar sagði:  Elskan mín.  Þú ert alltaf hjá mér.  Við eigum allt saman.  Og nú erum við báðar búnar að fá hana aftur, systur þína sem við misstum.

Guð blessar okkur orðið sitt.  Amen
———————————-

Í ár er fagnað hér á hólnum, eins og Halldór Laxnes kallaði Kirkjustæði Mosfellskirkju í Innansveitakróniku. Með margvíslegum hætti hefur þess verið minnst að 4. Apríl síðastliðin voru 50 ár, hálf öld frá því að Mosfellskirkja var vígð.

Í ár fanga Íslendingar líka mikilvægum tímamótum í sögu sinni því hundrað ár eru frá því að konur fengu […]

Þær gengu fram. Prédikun í Kvennakirkjunni 15. mars 2015

Prédikun í Kirkju óháða safnaðarins  15. mars 2015 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Dætur Selofhaðs gengu nú fram. Dætur hans hétu Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa. Þær gengu fram fyrir Móse og Eleasar prest, höfðingjana og allan söfnuðinn við dyr samfundatjaldsins og sögðu. (4.Mósebók 27.2)
Þannig hefst saga systrana fimm í fjórðu Mósebók sem komu sér út úr tjöldum sínum, án þess að á þær væri kallað, tróðu sér inní hið allra heilagasta og stilltu sér upp fyrir fram karlaveldið. Á stað þar sem konur áttu hvorki erindi né höfðu rétt til að vera. Þær voru ósáttar við lög feðraveldisins og mótmæltu því að erfðaréttur gengi aðeins til drengja. Þær voru einkadætur föður síns og vildu halda nafni hans á lofti og gera tilkall til eigna hans. Kannski voru þær hræddar en þær voru ákveðnar og framsýnar, hugsuðu út fyrir rammann og tóku ábyrgð á eigin lífi. Þær tókust á við hindranirnar sem urðu á vegi þeirra og neituðu að sætta sig við óréttlæti samfélagsins

Það er skemmst frá því að segja að Móse snéri sér til Guðs. Hún var að sjálfsögðu ekki lengi að koma honum í skilning um að hlusta á konurnar og verða við kröfu þeirra. Guð vinkona þeirra var með þeim í baráttunni.

Raddir kvenna eru ekki sérlega fyrirferðamiklar í Biblíunni – hvorki í Nýja Testamentinu né því gamla. Lindsay Hardin Freeman og trúsystur hennar í Minnesota hafa tekið sig til og talið öll þau orð sem konur segja í Biblíunni.  Í bók Fremann sem heitir Konurnar í Biblíunni: allt sem þær sögðu og hversvegna það skiptir máli  kemur í  ljós að konur segja í kringum 14.000 orð í Biblíunni, u.þ.b. 1,2 prósent af öllum orðunum sem þar standa. (1.1 milljón orð). Það tæki meðal ræðukonu […]

Guð vonarinnar – Prédikun í Háteigskirkju 28. desember 2014

Prédikun í Háteigskirkju 28. desember 2014 – Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Gleðileg jól kæru vinkonur og vinir

Í upphafi var Guð
Í upphafi var uppspretta alls, sem er
Í upphafi var Guð sem þráði
Guð sem andvarpaði
Guð sem hafði fæðingarhríðar
Guð sem fæddi
Guð sem fagnaði
Og Guð elskaði það sem hún hafði gert
Og Guð sagði ,,Það er gott „
Carter Heyward

Þannig hljómar upphafið að altarisgöngubæn guðfræðingsins Carter Heyward þar sem hún vísar til upphafs heimsins, sköpunarsögunnar sem líst er í upphafi Gamla testamentisins, þar sem ítrekað er bent á að Guð leit á allt sem hún hafði skapað og sá að það var harla gott.

Einhverjum árþúsundum síðar var Guði ljóst að fólkinu sem hún hafði skapað gekk misvel og meiri segja nokkuð illa að horfa til þess góða í sköpuninni og í hvert öðru.

Guð sá að hún yrði að gera eitthvað róttækt í málinu – grípa inní – taka málin í sínar hendur til að endurnýja tengsl mannkynsins við ást sína, góðvild og sköpunarkraft. Til að færa mannkyninu frelsun og von.

Á jólum komum við saman til að fagna þessu inngripi Guðs. Við fögnum því að Guð kom sem Jesú og leitaðist við að finna kærleika sínum farveg og kenna fólkinu í heiminum að elska hvert annað eins og hún elskaði þau.

Og Guð fæddist sem Jesú Kristur frelsari heimsins og vissi að það var harla gott.

Við þekkjum sögu Jesú, frá jötu til grafar. Þrátt fyrir alla dýrðina sem sagan hefur sveipast gegnum árhundruðin var hún í upphafi ekki saga dýrðar, heldur miklu frekar saga um von í vonlitlum aðstæðum.

Það var sannast sagna vonlítið að vera úthýst og fæðast í fjárhúsi.

Og þegar Jesús hóf að boða ríki Guðs mætti hann háði og spotti bæði guðfræðinga og samtímamanna sinna, þeirra sem töldu sig vita og höndla […]

Ég fyrirgef þér – vilt þú ekki gera það líka? Prédikun í Laugarneskirkju 9. nóvember 2014

Prédikun Arndísar G. Bernhardsdóttur Linn í guðþjónustu í Laugarneskirkju.

Ég fyrirgef þér – vilt þú ekki gera það líka?

Biblíutextinn sem ég ætla að tala út frá í dag er úr Lúkasarguðspjalli þar sem sagt er frá því að einn daginn var Jesús að kenna vinum sínum og vinkonum. Í hópnum var kona. Hún hafði verið veik í átján ár. Hún var öll kreppt og gat alls ekki rétt úr sér. Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: ,,Kona, þú ert laus við það sem hrjáir þig“ svo lagði Jesús hendurnar sínar ofurblítt yfir hana og um leið gat hún rétt algjörlega úr sér. Og hún upplifði frelsi og þreyttist ekki á að láta alla í kringum sig vita hvað Guð væri góð og hversu megnug hún væri. (Luk 13:10 – 13)

Fyrir nokkru heyrði ég örstutta sögu sem hefur setið í mér og mig langar að segja ykkur. Einu sinni voru nokkrir pínulitlir fuglsungar, nýkomnir úr eggjunum sínum sem fóru á námskeið til að læra að fljúga. Fyrstu dagana æfðu þeir sig í að hoppa um. Næsta dag byrjuðu þeir að teygja út vængina og blaka þeim hægt og rólega. Svona gekk þetta dag eftir dag þangað til þeir höfðu allir náð góðum tökum á fluginu og gátu brunað milli trjánna á fullri ferð. Þar sem þeir voru orðnir fullfleygir var námskeiðið búið og það var haldin útskrift. Foreldrum þeirra var boðið  og við hátíðlega athöfn fengu allir ungarnir viðurkenningarskjöl. Þegar útskriftin var búin stungu ungarnir viðurkenningarskjölunum undir vængina og löbbuðu heim.

Ég held við getum heimfært þessa sögu uppá svo margt í lífi okkar jafnvel  trúna okkar og traustið sem við berum til Guðs.  Lífið færir okkur ótalmörg verkefni, það er endalaus […]

Ávextir trúarinnar – Prédikun í Seltjarnarneskirkju 14. september 2014

Prédikun í Seltjarnarneskirkju 14. september 2014 Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Markúsarguðspjall 4. 26 – 32 – að hætti Kvennakirkjunnar:

Jesús sagði okkur þessa dæmisögu: Guðríki er einsog kona sem sáir fræi í jörð. Og þegar hún hefur gert það heldur hún áfram sínu daglega vafstri, bæði sefur og vakir og sinnir verkefnum sínum. Á meðan dafnar fræið og vex – alveg án þess að hún skipti sér af því og hún skilur ekkert í hvers vegna það gerist. Það grær nefnilega allt sjálfkrafa í jörðin, fyrst spýrar fræið, svo læðist upp lítil planta sem að lokum verður stór og ber ávöxt. Og þegar ávöxturinn er orðinn fullþroska, hvort sem hann nú heitir bláber, jarðaber, sólber eða rifsber eða eitthvað allt annað þá setur konan á sig garðhanskana og fer út að safna uppskerunni.

Og Jesús sagði líka: Við hvað eigum við að líkja Guðsríkinu? Hvernig eigum við að lýsa því? Jú Guðsríki er í raun eins og eitthvert smæsta fræ í heimi, svo lítið að þegar því er sáð er það litlu minna en rykkorn. En þegar búið er að sá því í mold, vex það og dafnar og verður stærra en allar aðrar jurtir og fær svo stórar greinar að fuglar himinsins geta hreiðrað um sig í skuggum þeirra. 
 

Haustið er að koma og við í Kvennakirkjunni söfnumst saman til að fanga með Guði og fagna hver annarri . Við fögnum uppskeru haustsins, gleðjumst yfir því  sem hefur vaxið og dafnað þetta sumarið hvort sem það nú er í garðinum okkar, í blómapottunum á svölunum eða í hjarta okkar.

Uppskera og ávextir, Fræ og sáning eru stór þemu í Biblíun, hvort sem við lítum til gamla testamentisins eða þess nýja. Þar er talað um  fræ sem skrælna, fræ sem […]

Sífellt samstarf okkar og Guðs – Prédikun í Neskirkju í febrúar 2014

Guð gaf mér fótfestu á bjargi. Guð er bjarg mitt og björgun.  Hún gefur mér öryggi í göngulagi.
Guð er bjarg hjarta míns.   Þetta stendur allt í Davíðssálmum.  Og þegar Jesús kom sagði hann að hann væri sjálfur þetta bjarg.
Hann sagði:   Þau sem heyra orð mín og fara eftir þeim byggja líf sitt á bjargi.  Þótt steypiregn og stormar æði þá brestur líf þeirra ekki því það er grundvallað í mér.  Guð blessar okkur.  Amen
Hún á afmæli í dag – hún á afmæli í dag – hún á afmæli Kvennakirkjan – hún á afmæli í dag !
Gott að sjá ykkur hér í dag og Innilega til hamingju með afmælið.
Já hún er tuttugu og eins árs Kvennakirkjan. Hefur lifað tímana tvenna. Hún er eldri en internetið og  álíka gömul og gsm símar. En ólíkt þeim tækninýjungum sem hellast yfir heiminn byggir hún á gömlum, stöðugum grunni sem haggast ekki –– Guð er í dag sú sama og hún var í upphafi og sú sama og hún mun verða um alla framtíð. Traust og áreiðanleg. Guð er bjarg sem byggja má á eins og segir í barnasálminum.
Á þessu trausta bjargi, Guði sjálfri hefur Kvennakirkjan byggt. Strax í upphafi var stefnan skýr:  Í riti Kvennréttinda félags Íslands frá árinu 1993 segir Auður Eir í viðtali hjá Elísabetu ; ,,Kvennakirkjan á að vera vettvangur kvenna til að  móta eigin guðfræði, finna hana og lifa hana hversdags og spari.“ Auður segir jafnframt „Kvennaguðfræðin leggur fram hugmyndir sínar og spyr konur um líf þeirra, hugmyndir, lífssýn, vonir og vonbrigði. …… Allt er þetta sífellt samstarf okkar og Guðs.“ tilvitnun lýkur.
Í samstarfi við Guð hefur Kvennakirkjan síðastliðið 21 ári lagt boðskap kristinnar trúar fram á ferskan, einlægan og aðgengilegan hátt sem talar til […]

Guð kom fyrir þig – þú ert Guðs. Prédikun í Háteigskirkju 27. desember 2013

Jólamessa í Háteigskirkju 27. desember.  Prédikun Arndís G. Bernhardsdóttir Linn

Gleðileg Jól kæru vinkonur og vinir !

Fæðing sérhver barns eru merkustu tímamótin í lífi einstaklinganna í kringum það – frá og með þeim tíma þegar barnið dregur fyrst andann er allt breytt. Ekkert getur orðið eins og það var áður. Þannig var það vissulega fyrstu jólanóttina. Tilvonandi foreldrar á  ókunnum og óhentugum stað, fjarri fjölskyldunni, án alls þess sem þau þekktu. Tilvonandi foreldrar sem stóðu frammi fyrir atburði sem átti eftir að breyta lífi þeirra og breyta heiminum. María fæddi Jesú og eftir það gat ekkert orðið eins og það var áður – aldrei að eilífu.–

Guð var, í öllu sínu veldi, komin í heiminn. Guð sem hafði allt vald á himni og jörðu kaus að fæðast í vanmáttugu og berskjölduðu barni.

Mörg þau sem hafa heyrt þessar fréttir síðan, þennan fagnaðarboðskap hafa undrast, velt vöngum, spurt sjálf sig,  Af hverju? Til hvers? Fyrir hvern?

Ég er með mynd sem ég ætla að biðja ykkur að láta ganga meðan ég held áfram að tala við ykkur. Ég geri mér grein fyrir að þið hafið oft séð þessa mynd áður. En ég hvet ykkur samt til að bera hana upp að andlitinu og skoða hana gaumgæfilega.

Því þessi mynd segir allt. Í henni felst svarið við því til hvers Guð kom í heiminn og fyrir hvern

Já Guð ákvað að koma í heiminn. Guð valdi að verða manneskja og fæðast í vanmáttugu og berskjölduðu barni. Við erfiðar aðstæður, inní óöryggi.

Þau sem mættu engli Drottins á Betlehemvöllum forðum urðu hrædd, ráðvillt, óörugg. Þeim var brugðið. Þau skyldu í fyrstu ekki þessa óvæntu uppákomu, þennan óvænta boðskap. Þannig hefur það líka verið fyrir marga einstaklinga sem á eftir hafa komið og hafa mætt Guði.

En […]

Að auglýsa elsku Guðs – Prédikun í Grensáskirkju 10. nóvember 2013

Prédikun í Kvennakirkjunni, sunnudaginn 10. Nóvember í Grensáskirkju

Mattheusarguðspjall 28.18
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.  Farið því og kennið öllum þjóðum að þekkja mig.  Skírið þær í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið ykkur.  Sjá, ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldar.
Fyrir nokkrum vikum var ég að brjóta saman plastpoka. Já þið heyrðuð rétt ég var að brjóta saman plastpoka – ekki þvott.  Þegar ég ferðast erlendis flyt ég með mér heim alla þá plastpoka sem mér áskotnast í útlöndum. Þeir koma allir að einhverjum notum þegar heim er komið, kona á aldrei nóg af plastpokum. En þar sem ég var að dunda mér við þetta vakti einn plastpokinn sérstaka athygli mína. Hann er fagurgulur og er merktur búð sem heitir Forever 21 sem gæti á íslensku útlagst Tuttugu og eins að eilífu.Ég mundi strax eftir þessari búð. Tískuvörubúð sem leggur áherslu á fatnað og fylgihluti fyrir ungt fólk, eins og nafnið gefur til kynna. Stútfull af allskonar glingri, bæði nútímaleg og veraldleg.  Og einmitt þess vegna kom það sem ég fann á botni pokans mér algjörlega á óvart. Neðst á pokanum stendur John 3:16. Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Já á botni pokans er Biblíutilvitnun, Jóhannes 3:16. Ekki bara einhver biblíutilvitnun heldur texti sem gengur undir nafninu Litla Biblían  því hann segir í einn setningu allt sem segja þarf um kristna trú:  Að Guð hafi komið sem Jesús Kristur, frelsað okkur og gefið okkur eilíft líf. Ég var orðlaus af undrun en líka einhvern vegin ofvirk af gleði og mér fannst ég tilheyra svo stórri heild – risastórri heild sem stefnir öll að sama markinu.

Á nýafstöðu […]

Guð frelsar okkur aftur og aftur – Prédikun í Neskirkju 8. september 2013

Prédikun í guðþjónustu í Neskirkju 8. september 2013 , Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
Guð frelsar okkur aftur og aftur.
,,Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir.“ Rómverjabréf 1.16.
Góðar fréttir ferðast hratt – þær þjóta á milli fólks og það fylgir þeim gleði. Þú getur eflaust rifjað upp einhverjar góðar fréttir sem þú hefur fengið og þú manst kannski eftir tilfinningunni, spennunni, kitlinu í maganum. Kannski varstu pínu æst eða æstur og  þú gast ekki beðið eftir að færa fleirum fréttirnar. Dásamlegt ferli sem getur að sjálfsögðu ekki farið af stað nema þú treystir því að fréttirnar séu réttar.

Nema þú treystir. Traust er eitt af grundvallar atriðum í mannlegum samskiptum. Traust er einhvern vegin límið sem heldur svo ótalmögrum samskiptum og samböndum saman. Og við þurfum að læra að treysta – æfa okkur í að treysta aftur og aftur svo traustið vaxi og dafni og auki velsæld okkar í lífinu.

Trúin er líka byggð á trausti. Að trúa er að treysta því að Guð sé með okkur og að hún þrái að vera hluti af lífi okkar.  Fagnaðarerindi Kristinnar trúar eru gleði fréttir, dásamlegar fréttir. Vandamálið með þessar fréttir er að þær eru svo góðar að það er kannski erfitt að trúa þeim, sérstaklega ef maður er ekki viss um að þær séu réttar!   Og um hvað snúast eiginlega þessar dásamlegu gleðifréttir?

Kjarni Fagnaðarerindisins, eins og við heyrðum hér í upphafi messunnar, er um ást Guðs sem Jesús Kristur birtir okkur. Guð elskaði heiminn svo mikið að hún gaf einkason sinn til þess að hver sem á hana trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Þetta þýðir með öðrum orðum að Guð elskaði okkur að fyrrabragði. Hún sá að við […]