audurilitminnstÞað er semsagt sagt í 29. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að menntun barna skuli beinast að því að móta með barninu virðingu fyrir menningarlegri arfleifð þess og þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í.  Ef barnið er frá öðru landi á það  líka að fá að mótast til virðingar fyrir menningararfleifð þess lands.  Og börn eiga að fá að kynnast menningarháttum sem eru frábrugðnir menningu þess sjálfs.

Kristin trú er menningararfleifð á Íslandi.  Börnin eiga að fá að læra um þessa arfleifð, þau eiga að fá að læra um kristna trú.  Börn sem koma annars staðar að fá tækifæri til að kynnast kristinni trú.  Þau eiga rétt á að njóta sinna arfleifða.  Og það á að kenna öllum börnum víðsýni.

Ef þið viljið skoða þetta þá má finna bókina Alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Málflutningsskrifstofa gaf út 1992.  Þar er kaflinn Samningur um réttindi barna, Samþykkt Alsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1989, fullgilt fyrir hönd Íslands 1992.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir