audurilitminnstÁ aðventunni var enn einu sinni rætt um samstarf kirkju og skóla.  Umræðan á rætur sínar í reglum sem Mannréttindaráð Reykjavíkur setti um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar annars vegar og trúar og lífsskoðunarfélaga hins vegar.   Í þessum reglum er sagt að trúar og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja skólanna á skólatíma eða á starfstíma frístundaheimilanna.   Talið er að þetta byggist á trúfrelsi barna og foreldra þeirra og minnt á barnasáttmála.

En það er nú svo að í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir i 29. grein að menntun barna skuli beinast að því að móta með barninu virðingu fyrir menningarlegri arfleifð þess og þjóðernislegum gildum þess lands sem það býr í og þess lands sem það kann að vera upprunnið frá og fyrir öðrum menningarháttum sem eru frábrugðnir menningu þess sjálfs.

Hvað segirðu um þetta?

Blíðar kveðjur,  Auður Eir