audurilitminnstVið höldum  áfram að ræða um rétt eða bann við kirkjustundum með börnum á skólatíma.  Í Morgunblaðinu 16. desember síðast liðinn er Fréttaskýring Önnu Lilju Þórhallsdóttur.

° Þar segir að allur gangur sé á því hvort sveitarfélög hafi reglur um kirkjuferðir barna á skólatíma.  ° Lítið er um athugasemdir frá foreldrum um þetta til sveitarfélaga, skóla eða landssamtaka foreldra um samstarf heimila og skóla.

° Skóli í  Reykjavík sendi foreldrum tölvupóst um að óskað væri eftir því við prestinn að ekki skyldi tala um trú.

° Sigurlás Þorleifssona skólastjóri í Vestmannaeyjum sagði að kirkjuferðin væri hugsuð sem sögustund.

° Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir að kirkjuheimsóknir á skólatíma stangist ekki á við reglur Mannréttindaráðs um samskipti skóla og trúfélaga.  Þar er sagt að það eigi að virða fornar hefðir.  Það á ekki að takmarka frelsi allra barna þótt foreldrar sumra barna vilji ekki að þau fari í kirkju.  Foreldrar geti sagt til ef þau vilja ekki að barnið fari í kirkju.

°  Í skólum í Garðabæ,  Kópavogi og á Seltjarnarnesi er börnunum sem fara ekki í kirkju boðið upp á aðra samveru.

° Danska menntamálaráðuneytið telur það í fullu samræmi við dönsk grunnskólalög að jólahefðir séu hluti af skólastarfi.

° Norska menntamálaráðuneytið segir að ef skólar vilja fara með nemendur í kirkju á skólatíma þurfi samráð foreldra og börn skuli skrá sig til kirkjuferðarinnar.

Hvað segir þú?

Blíðar kveðjur, Auður Eir