Einu sinni sendi Margrét Jónsdóttir kvennakirkjukona og leirlistakona á Akureyri þetta til Kvennakirkjunnar:

Ung kona var í heimsókn hjá móður sinni og drakk íste til þess að kæla sig í mesta sumarhitanum.Um leið og þær töluðu um lífið, hjónabandið, ábyrgðina og skuldbindingar fullorðinsáranna hristi móðirin klakamolana í glasi sínu svo að telaufið þyrlaðist upp og leit hreinskilnislega á dóttur sína: „Gleymdu ekki systrum þínum, þær verða því mikilvægari sem þú eldist. Einu gildir hversu mikið þú elskar manninn þinn eða börnin sem þú kannt að eignast, þú munt alltaf þarfnast systra.