Guðþjónustan í Laugardalnum hinn 19. júní var yndisleg að vanda í umsjá fjölda kvenna sem hlustuðu á Orð Guðs, sungu og báðu.  Konur frá Kvenréttindafélaginu og Kvenfélagasambandinu tóku þátt í messunni eins og fyrr og kvennakirkjukonur tóku þátt i hátíðahöldum þeirra fyrr um daginn.  Á eftir var kaffi í Café Flóru og samtal og samvera langt fram eftir kvöldi.  Kvennakirkjan bauð í vöfflukaffi í Þingholtsstræti kvöldið eftir sem  var eins skemmtilegt og vöfflukaffi hljóta að vera  á sumarkvöldum í Þingholtunum.

Kvennakirkjukonur hafa tekið þátt í sumarguðþjónustum úti á landi, á Ísafirði og Akureyri og í Vestmannaeyjum heimsóttu kvennkirkjukonur Sigríði okkar Kristjánsdóttur og tóku með henni þátt í göngumessu á Goslokahátíðinni.

This slideshow requires JavaScript.