Nýr prestur Kvennakirkjunnar, Arndís G. Bernhardsdóttir Linn,  verður vígð í Dómkirkjunni sunnudaginn 14. júlí klukkan 11.
Við gleðjumst og fögnum þessum merku tímamótum í sögu Kvennakirkjunnar. Athöfnin er  öllum opin og eru Kvennakirkjukonur sérstaklega boðnar velkomnar að vera viðstaddar vígsluna og fagna þessum gleðilega atburði.