Mamma ég er hræddur

,,Mamma ég er hræddur, ég get ekki sofnað,“ kallaði sonur minn úr rúmin sínu.  Ég svaraði:  ,,Þú þarft ekkert að vera hræddur við neitt, farðu bara að sofa,“ ég var búin að lesa og biðja bænirnar og fannst ég eiga rétt á fríinu í stólnum núna fyrir framan sjónvarpið.  ,,Jú, mamma, ég er hræddur við skrímslið, hvað ef það kemur.“  Ég stóð upp smá pirruð en ákvað að sinna kallinu og reyna að sannfæra barnið um að það væru engin skrímsli, en fyrir honum voru til skrímsli.  Ég sagði að ég væri mjög nálægt honum og að ég myndi því heyra um leið og skrímslið kæmi, ég myndi þá stökkva á fætur hjá lánað hjá honum sverð og hrekja skrímslið í burtu.  Hann var sammála því að ekki væru til nein hljóðlát skrímsli svo hann keypti þau rök að ég myndi koma um leið og ég yrði vör við lætin.  En þá var það draugurinn, hvaða ráð kynni ég við honum, jú ég lék hljóðin sem ég taldi víst að kæmi frá draugum og ég myndi um leið og ég heyrði þau hlaupa til og þuldi á latínu orðin sem ég ætlaði að hafa yfir.  Þetta fannst okkur báðum frekar fyndið svo óttinn var einhvern veginn orðinn minni.  Þá var það músin,  ,,hvað um ef það kemur vond mús og þú heyrir ekki í henni.“  Jú, ég taldi nú að fyrst músin væri vond þá hlyti að heyrast hátt í henni.  ,,Já, en hvað ef skrímslið er feluskrímsli og læðist inn til mín.“  ,,Nú ef það læðast þá veistu ekki sjálfur að það er koma, þar til þú öskrar af hræðslu og þá kem ég um leið.“  Nú var ekkert lengur eftir, engin hræðsla og […]

By |16 mars 2015 16:50|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 6. 1 – 15

Hádegismatur í grasinu

Það getur líka vel verið að þetta hafi verið kvöldverður. Alla vega var það ævintýri. Boð hjá Jesú, brauð og fiskur, allt komið úr nestinu sem mamman sendi strákinn sinn með til vonar og vara. Alveg eins og hjá okkur á góðum fundum um málefni Guðs, þeir verða svo miklu betri með góðum veitingum. Nú notar Jesús máttinn sem hann vissi að hann átti og hugsaði um á fjörutíu dögunum í eyðimörkinni en vildi ekki nota þá. En notaði í brúðkaupinu í Kana. Og átti eftir að nota oftar. Af því þess þurfti. Það var nauðsynlegt og gaf svo mikla gleði. Hann vissi að fólk myndi vilja færa sér þetta í nyt, þjóðnýta hann og festa sér yfirráð yfir honum. En hann var ekki kominn til þess. Hann var kominn til að breyta hugarfari og hegðun. Svo að fólk veraldarinnar fengi kærleikann til að sjá að það gat sjálft gefið öllum heiminum brauð. Og það er líka markmiðið núna að við breytum um hugarfar og tökum að okkur verkin sem Guð þarf að láta vinna. Og það verður alltaf. Þangað til Jesús kemur aftur og gerir allt nýtt.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |16 mars 2015 12:20|Dagleg trú|

Bænin í dag

Við flytjum bænir okkar í messunum, skrifum þær á miða sem eru lesnir  upphátt.

Ein af bænunum sem við flytjum fyrir bænastundina er þessi:

Við þökkum þér elsku Guð vinkona okkar fyrir að vera hjá okkur og hlusta á bænir okkar.  Þú veist hvernig okkur líður,  þú veist hvað er að gerast í lífi okkar.  Þú þekkir sorg okkar og áhyggjur og gleði okkar, þakklæti og hamingju.  Við vitum að þú heyrir bænir okkar.  Í Jesú nafni,  Amen

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |15 mars 2015 20:33|Dagleg trú|

Slökun og leit að orðum

Marsnámskeiðið okkar verður um slökun og leit að orðum Mánudagskvöldin 16. og 23. mars hittumst við í Þingholtsstræti     klukkan 20 – klukkan 8 um kvöldið. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir kennir okkur slökun, líka að slaka á tungunni og við tölum saman um ný orð í kvennaguðfræði okkar. Fyrra kvöldið tölum við um að kalla Guð vinkonu okkar í staðinn fyrir að tala um föður og son.  Seinna kvöldið tölum við um önnur orð um Heilaga anda.  Hvaða orð getur þú hugsað þér? Þetta verður bráðskemmtilegt og gagnlegt að finna nýjar hugmyndir sem gefa okkur nýja gleði í daglegri trú okkar.

By |14 mars 2015 14:42|Fréttir|

Jóhannesaguðspjall

Jóhannes 5. 31 – 47

Vitnin um Jesúm

Það er nú víða sagt margt fólk sé mun víðsýnna en Jóhannes guðspjallamaður, Jóhannes skírari, konan við brunninn og það fólk allt. Þó það líka væri, er sagt, eitthvað hefur fólk nú lært í aldanna rás og það er langt síðan Jesús og þau öll voru uppi. Því er víða fleygt og staðhæft að Guð hafi hreint ekki komið í Jesú heldur sé Guð alls staðar, í náttúrunni, trúarbrögðum, lífsstíl, hljómlist, kærleika og víðar. Þetta eru stundum heldur rausnarleg orð því sum þau sem eru tilnefnd sem opinberunaraðilar Guðs kæra sig ekkert um það. Hvernig er þetta eiginlega? Í þessum kafla er sagt frá þremur vitnum sem vitna óyggjandi um að Guð hafi komið í Jesú: Jóhannes skírari, verk Jesú, Guð sjálf. Hvernig getum við séð hvernig þetta er? Það sjáum við í trú okkar og aðeins í trú okkar. Þau sem trúa ekki á Jesúm sjá ekki að hann er Guð. Mér finnst það liggja í augum uppi –   nú þegar það er búið að segja mér það. Hvað finnst þér?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |14 mars 2015 12:05|Dagleg trú|

Guð og guðir

Eingyðistrú Gyðinga er athyglisverð. Þjóðirnar á landsvæðunum í kringum land þeirra voru fjölgyðistrúar. Trú þeirra byggði á því að guðirnir væru margir og mismunandi eðlis. Jafnframt voru þeir ekki alvaldir og ekki alvitrir. Þeim gat skjátlast og mörkin milli þeirra og manna voru stundum óljós. Þessir guðir eiga jafnvel börn með mennskum konum, og menn sem skara framúr að afli, vopnfimi eða visku gátu komist í guðatölu. Guðirnir eiga í baráttu við ill öfl sem stundum geta ráðið ferðinni. Átök eru því milli góðs og ills og mennirnir þurfa tilstyrk guðanna í þeirri baráttu.

Úr bæklingi Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings:

HVER VAR JESÚS Í RAUN OG VERU OG HVERT VAR ERINDI HANS?

By |13 mars 2015 18:34|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 5. 31 – 47

Vitnin um Jesúm

Það er nú víða sagt margt fólk sé mun víðsýnna en Jóhannes guðspjallamaður, Jóhannes skírari, konan við brunninn og það fólk allt. Þó það líka væri, er sagt, eitthvað hefur fólk nú lært í aldanna rás og það er langt síðan Jesús og þau öll voru uppi. Því er víða fleygt og staðhæft að Guð hafi hreint ekki komið í Jesú heldur sé Guð alls staðar, í náttúrunni, trúarbrögðum, lífsstíl, hljómlist, kærleika og víðar. Þetta eru stundum heldur rausnarleg orð því sum þau sem eru tilnefnd sem opinberunaraðilar Guðs kæra sig ekkert um það. Hvernig er þetta eiginlega? Í þessum kafla er sagt frá þremur vitnum sem vitna óyggjandi um að Guð hafi komið í Jesú: Jóhannes skírari, verk Jesú, Guð sjálf. Hvernig getum við séð hvernig þetta er? Það sjáum við í trú okkar og aðeins í trú okkar. Þau sem trúa ekki á Jesúm sjá ekki að hann er Guð. Mér finnst það liggja í augum uppi –   nú þegar það er búið að segja mér það. Hvað finnst þér?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |12 mars 2015 12:03|Dagleg trú|

Og þá er bara að syngja

Séra Björn Halldórsson í Laufási þýddi sálminn númer 38 í sálmabókinni:   Á hendur fel þú honum. Sálmurinn er sneisafullur af huggun og uppörvun.  Þegar ég syng hann heima breyti ég honum svo að hann sé um Guð vinkonu mína.  Það getur vel verið að Gerhardt sem orti hann og Björn sem þýddi hann hefðu ort um Guð vinkonu sína ef þeim hefði bara dottið það í hug.  Alla vega syng ég annað versið svona og þakka þeim skáldunum innilega fyrir sálminn.

Ef vel ég vil mér líði, mín von á Guð sé fest.

Hún styrkir mig í stríði og stjórnar öllu best.

Að sýta sárt og kvíða á sjálfa mig er hrís,

nei, ég skal biðja og bíða, þá blessun Guðs er vís.

 

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |11 mars 2015 18:12|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 5. 19 – 30

Dómur og upprisa

Jesús svaraði ofsóknum yfirmannanna. Ég er Guð sem er komin, þau sem sjá mig sjá Guð og þau sem trúa því hafa stigið frá dauðanum til lífsins.   Það er vegna þess að ég er Guð sem ég hef vald til að halda dóm. Nú er sjaldnast predikað um dóm. En það er ekki langt síðan dómspredikanir voru miklar. Fólk óttaðist dóminn, óttaðist ógurlega.   Listamenn máluðu stórkostleg málverk um skelfingu dómsins og þau hafa átt þátt í óttanum. Hvers vegna predika fæst okkar um dóminn? Vegna þess að við viljum heldur predika um krossinn sem er predikun um ást Jesú sem var dæmdur í okkar stað og reis upp fyrir okkur. Við viljum predika um þá miklu og gleðilegu ábyrgð okkar allra á því að taka Jesú alvarlega. Hvað finnst þér um það?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |10 mars 2015 11:54|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Kirkju óháða safnaðarins

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í kirkju óháða safnaðarins sunnudaginn 15. mars kl. 14:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir og spilar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Biskup Íslands og erkibiskup Svíþjóðar, þær sr. Agnes Sigurðardóttir og Antje Jackelen  eru sérstakir gestir okkar þennan sunnudaginn. Að guðþjónustunni lokinn er kaffisamsæti í safnaðarsal kirkjunnar, þær sem sjá sér fært að koma með bakkelsi fá alúðarþakkir.

By |9 mars 2015 18:16|Fréttir|