Mamma ég er hræddur
,,Mamma ég er hræddur, ég get ekki sofnað,“ kallaði sonur minn úr rúmin sínu. Ég svaraði: ,,Þú þarft ekkert að vera hræddur við neitt, farðu bara að sofa,“ ég var búin að lesa og biðja bænirnar og fannst ég eiga rétt á fríinu í stólnum núna fyrir framan sjónvarpið. ,,Jú, mamma, ég er hræddur við skrímslið, hvað ef það kemur.“ Ég stóð upp smá pirruð en ákvað að sinna kallinu og reyna að sannfæra barnið um að það væru engin skrímsli, en fyrir honum voru til skrímsli. Ég sagði að ég væri mjög nálægt honum og að ég myndi því heyra um leið og skrímslið kæmi, ég myndi þá stökkva á fætur hjá lánað hjá honum sverð og hrekja skrímslið í burtu. Hann var sammála því að ekki væru til nein hljóðlát skrímsli svo hann keypti þau rök að ég myndi koma um leið og ég yrði vör við lætin. En þá var það draugurinn, hvaða ráð kynni ég við honum, jú ég lék hljóðin sem ég taldi víst að kæmi frá draugum og ég myndi um leið og ég heyrði þau hlaupa til og þuldi á latínu orðin sem ég ætlaði að hafa yfir. Þetta fannst okkur báðum frekar fyndið svo óttinn var einhvern veginn orðinn minni. Þá var það músin, ,,hvað um ef það kemur vond mús og þú heyrir ekki í henni.“ Jú, ég taldi nú að fyrst músin væri vond þá hlyti að heyrast hátt í henni. ,,Já, en hvað ef skrímslið er feluskrímsli og læðist inn til mín.“ ,,Nú ef það læðast þá veistu ekki sjálfur að það er koma, þar til þú öskrar af hræðslu og þá kem ég um leið.“ Nú var ekkert lengur eftir, engin hræðsla og […]