Á dögunum barst mikil og vegleg bókagjöf til Kvennakirkjunnar. Micaela Lynne Kristin-Kali á Flateyri sendi okkur þrjá stóra bókakassa með gullgóðum guðfræðibókum. Í kössunum kennir ýmissra grasa, þar er femínísk guðfræði eftir heimþekkta guðfræðinga, trúfræði, heimspeki og þó nokkrar bækur um litúrgíu kvenna Við höfum sent Micaelu innilegar þakkir okkar. Kvennakirkju konum er öllum velkomið að fá þessar bækur lánaðar sem og aðrar bækur úr ríkulegu bókasafni kirkjunnar.