bibliaJóhannes 5. 31 – 47

Vitnin um Jesúm

Það er nú víða sagt margt fólk sé mun víðsýnna en Jóhannes guðspjallamaður, Jóhannes skírari, konan við brunninn og það fólk allt. Þó það líka væri, er sagt, eitthvað hefur fólk nú lært í aldanna rás og það er langt síðan Jesús og þau öll voru uppi. Því er víða fleygt og staðhæft að Guð hafi hreint ekki komið í Jesú heldur sé Guð alls staðar, í náttúrunni, trúarbrögðum, lífsstíl, hljómlist, kærleika og víðar. Þetta eru stundum heldur rausnarleg orð því sum þau sem eru tilnefnd sem opinberunaraðilar Guðs kæra sig ekkert um það. Hvernig er þetta eiginlega? Í þessum kafla er sagt frá þremur vitnum sem vitna óyggjandi um að Guð hafi komið í Jesú: Jóhannes skírari, verk Jesú, Guð sjálf. Hvernig getum við séð hvernig þetta er? Það sjáum við í trú okkar og aðeins í trú okkar. Þau sem trúa ekki á Jesúm sjá ekki að hann er Guð. Mér finnst það liggja í augum uppi –   nú þegar það er búið að segja mér það. Hvað finnst þér?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)