bibliaJóhannes 6. 22 – 59

Brauð af himni

Það fréttist af boðinu á fjallinu og fólk dreif að daginn eftir, líka þau sem voru þar daginn áður. En þá var Jesús farinn. Fólkið fór til Kapernaum og fann hann. Þá tók hann upp mikilvægt samtal við þetta fólk, alveg eins og hann myndi eiga við okkur: Þið viljið ekki trúa á mig heldur viljið þið velmegun. En velmegunin sem ég gef ykkur er önnur en þið ætlið ykkur.   Það er sú velmegun að trúa á mig. Ég er brauð lífsins. Ykkur hungrar ekki né þyrstir ef þið trúið á mig. Ég gæti ykkar og reisi ykkur upp á efsta degi. Þau sem trúa hafa eilíft líf. Í Ritningunni er talað um brauðið sem Guð gaf fólkinu sem gekk frá Egyptalandi í fjörutíu ár til fyrirheitna landsins. Það brauð gaf ekki eilíft líf, en ég, brauðið af himni, gef eilíft líf. Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni og hver sem etur af því mun lifa að eilífu, sagði Jesús. En yfirmennirnir eru þurrir á manninn og segja: Hvernig þykist hann vera kominn af himni? Hvað þykist hann vera, hann sem er ekkert annað en sonur hennar Maríu og hans Jósefs?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)