AudurIngaminnstDrottinn bíður þess að geta miskunnað

En Drottinn bíður þess að geta miksunnað yður og heldur kyrru fyrir, uns hann getur líknað yður. Því að Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona.Jesaja 30.18-22

Þessi orð spámannssins hafa alla tíð verið mér kær og nú undanfarið hafa þau verið mér mikill styrkur við veikindi og fráfall eiginmanns míns síðastliðið vor. Vil ég deilda þessum yndislegum orðum spámannsins með þeim sem ganga í gegnum erfiðleika lísins. Þegar við missum náinn ástvin fylgir því mikill gestagangur og erill á heimilum okkar sem syrgja. Þegar frá líður fækkar gestakomum. Ástvinurinn er farinn og við sitjum eftir með sorgina og ýmis veraldleg vandamál sem þarf að leysa. Þá upplifum við okkur stundum ein og yfirgefin.

Máttur orða spámannsins hafa í öllu þessu reynst mér sem klettur. Guð sjálfur bíður þess að geta miskunnað mér og heldur kyrru fyrir þar til ég þarf á Drottni mínum að halda. Þetta hefur verið mér ómetanlegt. Ég get leitað til Guðs þegar allt er öfugsnúið og ómögulegt. Þolinmæti almættisins á sér engan enda.

Vitandi það að Guð bíði eftir því að geta miskunnað mér, gefur mér kraft og þrótt, því ef ég er við það að bugast, þá er Guð tilbúinn að reisa mig upp aftur. Fegurð og kraftur orðanna gefur mér kjark og þor að takast á við verkefni nýs dags.

Auður Inga Einarsdóttir