audurilitminnstVið breytum stundum ritningartextunum sem við lesum í messunum.  Við breytum alltaf í mál beggja kynja og stundum breytum við orðum og orðalagi orð fyrir orð til að gera textana skiljanlegri.  Og stundum verða breytingarnar að endursögn eins og núna þegar ég endursegi upphafið á 25. Davíðssálmi.  Ég skrifa fyrst textann úr Biblíunni og svo endursögnina.

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína,
Guð minn, þér treysti ég.
Lát mig eigi verða til skammar,
lát eigi óvini mína hlakka yfir mér.

Ég lyfti öllum hugsunum mínum upp til þín, Guð,
elsku vinkona mín, ég treysti þér.
Hjálpaðu mér til að meta vináttu þína meira en allt annað,
svo að þau sem vilja gera lítið úr mér nái engum tökum á hugsunum mínum.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir Vilhjálmsdóttir