audurilitminnstÞegar kólnar tökum við fram vetrarfötin.  Og kannski fáum við okkur kökubita þegar okkur finnst við þurfa að hressa okkur ögn.  Þegar við missum jafnvægið grípum við í eitthvað sem styður okkur.   Sem betur fer.  Annars yrði okkur óþarflega kalt og við yrðum óþarflega eirðarlausar og við myndum detta ef við styddum okkur ekki.  Við missum stundum ró okkar og finnum öryggisleysi og kulda innra með okkur og vildum að við vissum hvernig við gætum hresst okkur við.  Þau sem lifðu í veröldinni sem Biblían skrifaði um fyrir 3000 árum fundu þetta líka, alveg eins og við þótt aldirnar séu á milli okkar.  Þá gripu þau í Guð.  Og hún hélt þeim, hressti þau og gaf þeim festu og öryggi í hjarta sér.  Þess vegna stendur í Sálmunum 40.3:  Hún dró mig upp úr djúpum skurðinum, upp úr botnlausri leðjunni og gaf mér fótfestu á klett.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir Vilhjálmsdóttir