Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á þessu ári  verður í Langholtskirkju, sunnudaginn 18. janúar kl. 14. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ásta Kr. Jónsdóttir segir frá trú sinnni. Olga Lilja Bjarnadóttir syngur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sönginn með kór Kvennakirkjunnar.  Kaffi í safnaðarheimilinu.  Þuríður Magnúsdóttir er kaffimóðir. Þær sem sjá sér fært að færa meðlæti fá alúðarþakkir.