Biblíufólkið sagði það.  Og gerði það.  Við líka.  Það er best af öllu.  Hún brallar svo, segjum við.  Af því að hún er alltaf að bralla  og hlaða á okkur gjöfum. 
Við skulum halda áfram að sjá allar þessar gjafir í daglegu lífi okkar.  Hvað finnst þér gleðja þig mest í dag?  Það er svo mikið sem berst að okkur.  Og líka mikið sem við fáum að gefa öðrum.   Við megum treysta því að við verðum einhverjum til hjálpar og blessunar.  Mörgum.
Við höfum alltaf verið sammála um að við eigum að hafa álit á sjálfum okkur.  Það er bæði bráðnauðsynlegt og engu síður fallegt, gott og skemmtilegt.  Við erum vinkonur Guðs og hún
gerir okkur mildar og máttugar.  Hún fyrirgefur okkur mistökin og gefur okkur gott og fallegt sjálfstraust til að láta mistökin ekki íþyngja okkur lengi en halda áfram í góðu lífi okkar.  Finnst þér það ekki?
Tökum nú eftir því hvað mikið af blessun berst að okkur í dag.  Sumt er það sama og í gær og miklu fleiri daga, sumt er eitthvað sérstakt.  Það er lífslist að sjá það, taka á  móti því og njóta þess.  Gerum það.
Blíðar kveðjur,  Auður Eir