Þetta eru versin sem ég skrifaði um síðast:

Eyðimörkin og hið þurra landið skulu gleðjast, öræfin skulu fagna og

blómgast sem lilja.  Þau skulu blómgast ríkulega og fagna af unaði og gleði.

Ég geri eyðimörkina að vatnstjörnum og þurrlendið að uppsprettum.

Sjá, nú hef ég nýtt fyrir stafni.  Það tekur þegar að votta fyrir því. 

Sjáið þið það ekki?

Ég geri veg um eyðimörkina og leiði ár um öræfin.

Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina og gert hana frjósama og gróandi og gefið þeim sem sáðu sæði og brauð þeim sem eta, eins er því farið með mitt orð sem útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, ekki fyrr en það hefur framkvæmt það sem mér líkar vel og komið því til vegar sem ég fól því að framkvæma.

Ég skrifa ykkur næst hvernig við getum líka lesið þau.

Bestu kveðjur,  Sigrún Gunnarsdóttir