audurilitminnstJesús sagði að við yrðum hamingjusöm og fullkomin með því einu að eiga vináttu sína.  Vertu í mér, þá verð ég í þér.  Ég er frelsari þinn.  Ég elska þig.  Ég dó og reis upp fyrir þig.    Jesús segir okkur að hann gefi okkur sjálfur styrkinn til að taka á móti gæfu hvers dags.  Hann gefur okkur frið hugans til að gera það sem við þurfum að gera og það sem okkur langar til að gera.  Hann gerir okkur mildar og máttugar, hugrakkar og skemmtilegar.  Hann fyrirgefur okkur og endurnýjar okkur.  Hikum ekki, tökum við því og lifum í blessun kristinnar trúar okkur.

Blíðar kveðjur, Auður Eir