huldahSameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af auknum stríðsrekstri í heiminum. Það horfir ekki friðsamlega í veröldinni í dag. Öfl ofbeldis hafa fengið aukna áheyrn og aukið ráðrúm til valda. Ofbeldi, einelti, misnotkun og vélráð eru hlutar af daglegu lífi úti á vinnumarkaðinum, sem lítill gaumur er gefinn. Almenn trú er að einstaklingur sem sýnir ofbeldi svo sem yfirgang, frekju og virðingarleysi í framkomu sé betri stjórnandi en sá sem sýnir mildi, virðingu og hlustun. Þetta er öfugsnúið. Þegar kemur að stjórnun heimsins eigum við á hættu að ganga í gildru ríkjandi hugmyndafræði sem gengur mikið til út á peninga og hámarks framlegð, sífellt meiri hagnað. Margar siðfræðikenningar eru til, og eitt er siðfræði markaðshyggjunnar og annað siðfræði kristninnar. Friður verður ekki nema við viljum hann.

Bestu kveðjur, Hulda Hrönn M. Helgadóttir