bibliaJóhannes 7. 10 – 24
Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm
Jesús ákvað samt af fara suður. Og tala opinberlega þótt hann vissi að yfirmennirnir voru að leita að honum. Hvað var að gerast? Hvað var Jesús að gagnrýna sem var svona hættulegt fyrir hann? Það var ekki það að þjóðin skyldi vera undir yfirráðum Rómverjanna. Það var það að þjóðin skyldi vera undir yfirráðum rangra hugmynda um trú sína. Yfirmennirnar kenndu trúfesti við reglur sem þeir og aðrir yfirmenn bjuggu til sjálfir. Þess vegna dæmdu þeir eftir útliti en ekki réttlæti. En þeim bauðst að breyta um hugmyndir og taka á móti því sem Jesús sagði þeim um réttlæti Guðs. Þið megið treysta því að það sem ég segi er frá Guði, sagði Jesús. Þið sjáið það þegar þið treystið mér. Fólk tók mismunandi afstöðu, það undraðist visku hans, ásakaði hann um ofsóknaræði, taldi hann illmenni eða sagði að hann væri góður. En það var ekki talað hátt af ótta við valdamennina.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)