Sýn okkar á Jesús

Jesús fylltist af fagnandi gleði Heilagrar anda og vegsamaði Guð. (Lúk.10:21a)

Flestar gerum við okkur í hugarlund mynd af Jesús.  Hver er þín mynd?  Er hann glaður, leiður, sorgmæddur, þjáður?  Brosir hann með augunum, blíðu brosi, með umhyggju, kærleika, miskunn, vináttu o.s.frv. eða er hryggð í svip hans?  Ritningarversið hér að ofan minnir okkur á að Jesús var einnig glaður þrátt fyrir að flest öll málverk af honum sýni annað.  Og hann kom til að flytja fátækum gleðilegan boðskap (Lk.4:18b). Getur ekki verið að Guð brosi til þín og sé ánægð með þig?  Taktu á móti gleðinni.  Leyfum gleði Heilagrar andar að fylla líf okkar, lofum Guð og brosum út í eitt, því brosið eykur gleði okkar.  Og gleði Guðs er styrkur okkar (Nem.8:10c).  Jesús sagði:  Þetta hef ég talað til yðar til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé heill.  Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður.” (Jóh.15:11-12)

 

Við biðjum:

“Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.” (Sálm.90:14)