audurilitminnstEin af konunum sem sáust í heimildarmyndunum um kvennahreyfinguna í Ameríku sem var sýnd í sjónvarpinu nýlega er Letty Cottin Pogrebin, ein af stofnendum tímaritsins Ms.   Letty er Gyðingur og alin upp í trúnni  sem gladdi hana og styrkti.  Ég yfirgaf skipulagt trúarsamfélag af því að það útilokaði konur og gaf mönnum ráðin.  En ég sneri aftur til gyðingdómsins með hugmyndir sem ég hefði ekki fengið nema í kvennahreyfingunni.   Mamma og pabbi höfðu hvort sína sýn á trúna.  Synagógan var vettvangur pabba, sagan, textarnir og hefðirnar.  Trú mömmu snerist um fegurð og þokka trúarinnar.   Ég valdi hvort tveggja.  Mamma sagði hiklaust að það skipti hana meira að gera mig sterka heldur en að fylgja öllum trúarreglunum.   Gott að heyra þetta, blíðar kveðjur,  Auður Eir