audurilitminnstAda María Isasi-Diaz er brautryðjandi í mujerista guðfræði, guðfræði frá sjónarmiði kvenna í Suður-Ameríku.  Hún segir að réttlætisbaráttan, vinátta og samfélag hafi verið aðalatriði lífs síns.  Ég er sannfærð um að við getum ekki barist fyrir kvenréttindum nema í vináttu og samfélagi hver við aðra.  Það er útilokað að koma upp réttlátu skipulagi í háskólasamfélaginu, kirkjunni og á víðari sviðum þjóðfélagsins ef samfélag okkar og samstaða er ekki grundvöllurinn í okkar eigin lífi.  Ég get alla vega vitnað um það hvað við komum miklu í framkvæmd þegar við hittumst.  Ég get líka vitnað um það hvað við eyðileggjum mikið þegar við gleymum hver annarri eða notum hver aðra eða samtök okkar til að auka okkar eigin veg.  Gott er að heyra þetta, blíðar kveðjur, Auður Eir