gudgthEingyðistrú Gyðinga er athyglisverð. Þjóðirnar á landsvæðunum í kringum land þeirra voru fjölgyðistrúar. Trú þeirra byggði á því að guðirnir væru margir og mismunandi eðlis. Jafnframt voru þeir ekki alvaldir og ekki alvitrir. Þeim gat skjátlast og mörkin milli þeirra og manna voru stundum óljós. Þessir guðir eiga jafnvel börn með mennskum konum, og menn sem skara framúr að afli, vopnfimi eða visku gátu komist í guðatölu. Guðirnir eiga í baráttu við ill öfl sem stundum geta ráðið ferðinni. Átök eru því milli góðs og ills og mennirnir þurfa tilstyrk guðanna í þeirri baráttu.

Úr bæklingi Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings:

HVER VAR JESÚS Í RAUN OG VERU OG HVERT VAR ERINDI HANS?