audurilitminnstMargvíslegu gæðin við að syngja sem ég ætlaði að segja þér frá núna erum til dæmis þessi:  Það styrkir röddina.  Og það er nú ekki lítils virði.  Um daginn hitti ég leikkonu og mundi þá eftir söngkonu sem bauðst til að taka mig í nokkra tíma í raddþjálfun en það varð ekki af því.  Af því mér fannst ég hafa svo mikið að gera að ég yrði að fresta þessu ögn!  Það er ekki öll vitleysan eins.   Nú spurði ég leikkonuna hvort hún vildi taka mig í tvo tíma og hún sagði:  Nei, elskan, ef ég fer að vesenast í þér getur það bara orðið verra.  En þú skalt styrkja magavöðvana og svo skaltu syngja á hverjum degi.  Þá finnurðu jafnvægið sjálf.  Takk innilega hugsaði ég og sagði það líka og fannst til um mig fyrir að geta séð um þetta sjálf.  Ég skila þessu til þín, góða vinkona.  Styrktu magann og syngdu og treystu jafnvæginu sem Guð gefur þér.  Það nær inn í huga þinn og  alveg niður í tær svo að þú heldur áfram að hafa þetta fína göngulag.  Þú ert smart á götu eins og var sagt í Versló.  Af því að Guð gengur við hliðina á þér og gefur þér jafnvægi og elegansa.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir