Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í kirkju óháða safnaðarins sunnudaginn 15. mars kl. 14:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir og spilar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Biskup Íslands og erkibiskup Svíþjóðar, þær sr. Agnes Sigurðardóttir og Antje Jackelen  eru sérstakir gestir okkar þennan sunnudaginn. Að guðþjónustunni lokinn er kaffisamsæti í safnaðarsal kirkjunnar, þær sem sjá sér fært að koma með bakkelsi fá alúðarþakkir.