DallaOg nú er komið að Dalílu, sem einnig var af þjóð Filista. Þeir fengu hana til að komast að leyndarmáli Samsonar, hvernig stæði á kröftum hans. Hann sagði henni þá að ef hár hans yrði klippt yrði hann linur og sem aðrir menn. Og hún svæfði hann og hár hans var klippt. Er hann vaknaði voru kraftar hans horfnir, hvort sem það var eftir hárskurðinn eða, af því að Guð hafði tekið anda sinn frá honum, sem þykir allt eins líklegt. Samson treysti á krafta sína og taldi sig alls ekki venjulegan mann, hann sem átti að verja friðinn, gekk á rétt annarra, borðaði óhreina fæðu, storkaði venjum. Hann gat allt, hefði getað sagt að breyttu breytanda: “ Það er bara fyrir löggur og kellingar” en hann, hann mátti allt.

Þangað til allt í einu. Guð var ekki lengur með í för.

Sagan er ekki búin.

Bestu kveðjur,  Dalla Þórðardóttir