audurilitminnstGóðu vinkonur, það er ómetanlegt að eiga hver aðra að.  Að geta komið og hitt hver aðra og fundið öryggið og friðinn af því að vera með öðrum konum sem eiga sömu trúna og við, trúna á Jesúm frelsara okkar sem er Guð vinkona okkar. Biðjum hver fyrir annarri.  Við eigum góða og gleðilega daga og við eigum líka þunga og erfiða daga.  Við segjum það aftur og aftur.  Við skiptumst á,  sumar okkar eiga góða daga núna og aðrar erfiða, við eigum allar góða daga og erfiða eins og við vitum.

Biðjum hver fyrir annarri og vitum og gleðjumst yfir því að það er beðið fyrir okkur á hverjum einasta degi.

Með blíðum kveðjum,

Auður Eir