elinaÞað er svo gott að hvíla í hendi Guðs í önnum daganna. Vita að hún er alltaf með þér og réttir þér hönd sína til að styðjast við þegar þú þarft á að halda. Hún er alltaf með þér og gengur ýmist léttstíg við hlið þér eða heldur á þér í faðmi sínum, allt eftir því hvað það er sem þú ert að glíma við. Guð er besta vinkona sem hægt er að hugsa sér. Vöndum okkur að vera bestu vinkonur og vinir Guðs.

Elína Hrund Kristjánsdóttir