Við höfum rætt  vandlega um hugsanlega breytingu á messutíma, gá hvort sunnudagssíðdegin henti betur en kvöldin, nú meðan myrkrið er.  Það fellur í góðan jarðveg í umræðum að prófa þennan tíma.   Þess vegna verða þrjár næstu messur klukkan 14 á sunnudögum, hin fyrsta sunnudaginn 16. febrúar í Neskirkju við Hagatorg.