audurilitminnstÍ framhaldi þess sem ég sagði síðast um vonda og góða heiminn  sting ég upp á sálmi Kristjáns frá Djúpalæk í dag.  Hann er við sálmalagið:  Ó, hversu sæll er hópur sá er herrann kannast við.    En það má líka syngja hann við lagið Amazing Grace.  Alveg prýðilegt.  Við endurtökum lagið í seinni hlutanum þótt það passi ekki alveg í annarri línunnni þar.   Syngjum sálm á dag !

Vort líf er oft svo örðug för

og andar kalt í fang.

Og margur viti villuljós

og veikum þungt um gang.

En Kristur segir:  Kom til mín

og krossinn tekur vegna þín.

Hann ljær þér bjarta sólarsýn,

þótt syrti´ um jarðarveg.

 

Blíðar kveðjur,  Auður Eir